Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Side 47

Eimreiðin - 01.10.1919, Side 47
EIMREIÐINI PORFINNUR KARLSEFNI 239 Islendingur fann Ameriku fyrstur. Annar íslendingur festi þar bygð fyrstur. Og þriðji íslendingurinn, Snorri Þorfinnsson, fæddist þar fyrstur hvítra manna. t*ví var eigi nema rétt, að íslendingur væri látinn reisa varða Karlsefnis, fyrsta landnámsmannsins, og gott að sá skyldi til vera, sem svo vel var til þess fær. M. J. Töfratrú og galdraofsóknir. Eftir Magnús Jónsson. IV. Blómaöld galdratrúarinnar. A. Galdrar og galdrafólk. Hinn nafnkunni galdraberserkur Benedikt Carpzow skiftir galdramönnum í 5 aðalflokka eftir því hvers eðlis og hve þungar sakir á þeim hvíla. í fyrsta flokki eru þeir, sem sjónhverfingar geta gert og gera, hylja hluti og láta aðra sjást, sem ekki eru til í raun og veru. í öðrum flokki eru þeir, sem segja fyrir óorðna hluti eftir gangi stjarna og innýflum dýra. í þriðja flokki eru þeir, er hafa um hönd óguðlegar klausur, skaðvæn tákn, heitingar, drykki og annað æti, sem búið er til með göldrum, úr ýmsum jurtum, og gera með öllu þessu mönnum og fénaði tjón. í fjórða flokki eru sjálfar galdrakonurnar, þær alkunn- ustu. þær valda óveðri, stormum, hagléljum og þrumum. Þær leiða dauða og tortíming yfir menn. Þær koma á mót með djöflinum, ríða þangað á kústum, eldskörungum og öðrum slíkum reiðskjótum, og á þeim mótum leggjast þær með honum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.