Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1919, Side 54

Eimreiðin - 01.10.1919, Side 54
246 TÓFRATRÚ OG GALDRAOFSÓKNIR [EiMREiÐix indamönnum, hvort það væri yfirleitt mögulegt, að galdra- menn gætu gert gott. Höfuðsök galdrahyskisins var, eins og áður er getið, samræði þeirra við myrkrahöfðingjann. Pað eitt var dauðasök. En út af þessu spanst eitt mikið vandamál, og það var það, hvort nokkur afkvæmi gætu myndast við það samræði. Galdrahamarinn neitar því, en samt sem áður rótfestist sú hugmynd æ meir og meir, að einhvers- konar afspringur djöfulsins gæti við þau tækifæri komið undir. Ekki höfðu þó þessi börn neina mannsmynd, heldur voru það allskonar kvikindi og illþýði, oftast nokkurskonar ormar. Var hægt að koma margskonar sjúkdómum, slysförum og ógæfu af stað með þeirra til- styrk. Ef þeim var laumað inn í hús einhvers, eða þeir grafnir í jörð, þá var vis voði búinn hverjum þeim, sem kom inn í það hús eða gekk yfir blettinn, þar sem orm- urinn var grafinn. Skriðu þá yrmlingarnir á þá, læstu sig inn í merg og bein, og urðu þar uppspretta ólæknandi sjúkdóma. Vitaskuld var það óteljandi margt og margvíslegt fleira, sem talið var að galdraillþýðið hefðist að í vonsku sinni, en hér hefir nefnt verið. Þetta stutta yfirlit á aðeins að sýna andann, sem í því ríkti, hvernig hjátrúin gerði galdrana að örgustu saurgun á trúarbrögðunum og öllu því, sem mönnum var helgast. Það var yfirleitt siðurinn, þegar um galdra var rætt, að umsnúa öllu, sem fagurt var, og sérstaklega þó guðsþjónustunni allri. Djöfladýrk- unin varð auðvitað ekkert annað en afskræmd og um- snúin mynd af guðsdýrkuninni. Þarf engum getum að því að leiða, að sá ruddaskapur, og lotningarleysi fyrir öllu háu og heilögu, sem þetta kom inn hjá fólkinu, var miklu meira sálartjón heldur en galdrarnir sjálfir.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.