Eimreiðin - 01.10.1919, Page 60
252
RITSJÁ
[EIMREIÐIN
Svo kemur æskuást hans til Álíhildar, og þar með fer höf-
undinum að fipast. Állhildur er bersýnilega til eingöngu vegna
Kalla — og hún verður heldur aldrei nema hálfgerð vofa, óskýr
og sviplaus. En einmitt pessvegna meðfram er ást Kalla til
hennar hálf óskiljanleg. Ressi stutti kunningsskapur þeirra á
æskuárunum er fjarri pví að réttlæta pað, sem á eftir fer.
Myndin af Álfhildi er leiðarstjarna Karls og bjargvættur. Hún
snýr honum við eftir fyrsta kossinn í fjárhúsinu og sviftir grím-
unni af glæpaferlinum, sem liggur fyrir honum síðar. Og hún
lætur hann vera næstum því ógeðslega fljótan að taka hana að
sér síðar. Göfugmenskan par er ekki laus við að vera reyfara-
kend. Til pess að réttlæta alt þetta, hefði höfundurinn purft að
búa miklu betur um viðkynningu peirra á undan.
Annars er Kalli maður, sem vert er að lýsa í skáldsögu.
Hann er umbrotamaður og pað er pröngt um hann í þjóðfélag-
inu. Hann á jafnlitla samleið með fátækum sem ríkum. Höfund-
urinn fer með hann gegnum einn hreinsunareldinn eftir annan,
og frásögnin er yfirleitt fjörug og skemtileg og á köflum ágæt,
t. d. þegar Kalli kemur með heyfarminn.
Hræddur er eg um, að höf. hafi ekki vandað sig nóg á þess-
ari bók, ekki þaulhugsað efnið og orðfærið, eða pá að hann
vantar eitthvað í sig. T. d. bls. 27: »Hann lét eins og hann vissi
ekki af henni — sæi hana ekki, en sá pó í rauninni ekkert nema
hana«. Niðurlagið er óparfur og fádæma smekklaus hali. Eða
(á sömu bls.): »Hann komst að pví á eftir, að hún hafði valið
sér hann sjálf, því að hún hafði gefið. — Ekki pótti honum það
verra!« Hér er illa haldið á góðu efni. Og svo er víðar, ein-
göngu fyrir handvömm.
Mesti galli bókarinnar eru pessi þyndarlausu eintöl, og þó
einkum niðurlagið, bls. 227 og út. Öll sú langloka mætti missa
sig. Er pað hart, að vera búinn að halda lesaranum nokkurn-
veginn föstum á 227 blaðsíðum, og drepa svo í honum öll áhrif
sögunnar með 15 síðustu blaðsíðunum. Og pó er skýringin á
»Hræðu«-nafninu verst.
Borin saman við Hræður I sýnir pessi saga meiri frásagnar-
hæfileika en minni vandvirkni, og verður því tæpast sagt, hvort
framför sé eða afturför. En pað er á valdi höf. sjálfs. Pví eng-
inn vafi er á pví, að það er efni, sögumannsefni, í Heiðdal
okkar — bara að hann vandi sig. M. J.
PÁLL EGGERT ÓLASON: SKRÁ UM HANDRITASÖFN
LANDSBÓKASAFNSINS I, 1, stórt 8vo, 80 bls.
Pað er ekkert smá-verk, sem hér er hafið, eins og sjá má af
því, að hér eru komnar 80 stórar blaðsíður og pó ekki lokið
tvíblöðungum einum í Lbs. Og vandvirkni mikla þarf við slíkt