Eimreiðin - 01.10.1919, Síða 64
256
IEIMREIÐIN
Yerðfallið mikla.
Verðfall peninganna nú á siðustu tímum þekkir hvert manns-
barn á landinu, og parf því ekki að koma með neinn útreikning
á því hér. Útgáfukostnaður Eimreiðarinnar mun nú vera orðinn
um fimmfaldur við það sem hann var áður, og er því verð
hennar nú samanborið við fyrra verðið, 16 arkir á 5 kr. í stað
15 arka á 3 kr., óheyrilega lágt. Eftir að eg setti þetta verð á
hana, í sept. í fyrra, hækkaði prentun um 50"/o og aftur nú á
miðju ári um 33heftingarkostnaður hefir hækkað sam-
tímis og jafnmikið; auk þess borgar nú Eimreiðin hærri ritlaun
en nokkurt annað islenskt rit. Prátt fyrir alt þetta hefi eg þó
ekki enn hækkað verð hennar. En að halda henni úti ár eftir
ár svo, að tekjurnar hrökkvi ekki fyrir kostnaðinum, getur eng-
inn ætlast til.
Annað hefir mér einnig gramist við útgáfu Eimreiðarinnar:
Mér finst hún of lítil, þótt hún sé að vísu stærri en nokkurt
annað íslenskt tímarit, og hið sama mun hinum lestrarfúsu lönd-
um minum hafa fundist. Eg hefi því ákveðið, hvað sem tautar,
að stœkka hana á næsta ári um helming (50°/o), þannig að hún
komi hér eftir út í 6 heftum á ári. Og þar eð eg treysti á að
henni aukist enn mikið útbreiðsla, set eg verð árgangsins þó
ekki nema 10 — tíu — krónur, og mun enginn núverandi kaup-
enda láta það verð fæla sig frá að halda áfram að kaupa hana.
Nú er loks prentmyndagerð að komast á hér heima og
geta kaupendur Eimreiðarinnar treyst því, að hún verði fram-
vegis prýðilega útbúin að myndum. Og þar sem hún borgar
hærri ritlaun en nokkur annar, hafa kaupendur hennar vissu
fyrir því að Eimreiðin verður hið eigulegasla tímarit, sem
prentað er á íslensku.
Hvað gilda 10 krónur mikið nú? Um kr. 3,00—3,50 miðað við
peningagildi fyrir Norðurálfu-ófriðinn, segir Hagstofan. Meira
eða betra en heilan árgang af Eimreiðinni,. 6 hefti, fá menn
áreiðanlega ekki fyrir þær.
Svo óska eg árs og ffiðar öllum lestrarfúsum íslendingum.
Arsœll Arnason.
A. V. Viðvíkjandi eldri árgöngum Eimreiðarinnar sjá bóka-
skrána, sem fylgir með þessu hefti.