Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 4
Október 1991 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Velkomin til starfa á ný Nokkuð er nú um liðið síðan Tölvumál komu út síðast og því ástæða til að bjóða félagsmenn velkomna til starfa á ný eftir gott sumar. Þó þetta sé fyrsta tölublað Tölvumála á vetrarmisseri hefur starfsemi félagsins verið með blóma á liðnum mánuðum. í ágúst var haldin ráðstefna um notkun tölva f námi og snemma í september var haldin ráðstefna um opin kerfi, auk ráðstefnu um notendaskil í lok september. Tvær fyrrneftidu ráðstefnurnar voru vel sóttar en ráðstefnan um notendaskil ekki eins vel, þó aðsókn hafi verið viðunandi. Á sama tíma og ráðstefnan um notendaskil var haldin voru í boði a.m.k. tvær aðrar ráðstefnur um tölvumál svo og ein eða tvær kynningar söluaðila. Offramboð af ráðstefnum og kynningum? Þetta leiðir hugann að því að framboð á alls konar kynningum og ráðstefnum um tölvu- og upplýsingamál hefúr aukist mjög á síðustu tveimur árum. Að hluta má rekja þetta til velgengni ráðstefna Skýrslu- tæknifélagsins, en aðrir hafa séð hversu vel þær eru sóttar og til þeirra vandað og viljað leita í sama farveg. Hið aukna ffamboð er af hinu góða og á að vera okkur hvati til þess að gera enn betur og standa okkur f sam- keppninni. Þar held ég að mestu máli skipti að þeir sem sækja ráðstefnur okkar geti treyst því að ekki sé um einhliða áróður eins söluaðila að ræða heldur að fjölbreyttum, faglegum, sjónarmiðum sé komið á framfæri. ET dagurinn í desember ET dagur Skýrslutæknifélagsins verður haldinn í fyrstu viku desember eins og mörg undanfarin ár, eða þann ó.desember. Að venju verður vandað til dagskrár og eru félagsmenn hvattir til þess að ætla sér tfma fyrir þennan atburð. Á ET deginum er lögð áhersla á að erindin séu sem fjölbreyttust og fjalli um flest notkunarsvið einmenningstölva. Hún er því sérstaklega áhugaverð fyrir al menna notendur sl fkra tölva og hefur aðsóknin á liðnum árum staðfest þetta. Námstefna um siðamál í nóvember Stefht er að því að halda námstefhu um siðamál í nóvember og er ekki að efa að umræður verða flörugar en margt hefur áunnist á liðnum árum þó enn sé langt í land. Tæknihópar Skýrslutæknifélagsins Nú er á döfinni stofnun tæknihópa innan Skýrslutæknifélagsins. Þetta er mál sem lengi hefur verið til umfjöllunar en er nú að komast á lokastig. Hlutverk hópanna er að vera vettvangur fyrir umræðu og verkefni um ákveðin sérsvið tölvu- og upplýsingatækni og vera stjórn ráðgefandi varðandi ráðstefnur og fundi og önnur mál sem mikilvægt er að taka upp á breiðari grunni. Eftir efnum og ástæðum er gert ráð fyrir að hópamir hafi samstarf við önnur félög og samtök sem vinna að líkum málum, jafnt hér á landi sem erlendis. Lýst var eftir hugmyndum að stofnun slíkra hópa fyrr á árinu og hafa all nokkrar komið fram: Hópar um: tölvumál í heil- brigðisgeiranum; tölvunotkun í menntamálum; hlutbundna hug- búnaðargerð; CAD/CAM; tölvuendurskoðun: EDI; opin kerfí og fleiri áhugaverð svið. Stjóm mun á næstunni kalla saman þá sem sýnt hafa áhuga en þátttaka í hópunum er öllum félags- mönnum heimil. Ekkiervístað allir þeir hópar sem að ofan em taldir verði stofnaðir - það ræðst af áhuganum. Ef þú hefur áhuga á að stofna hóp, eða taka þátt í starfi einhvers hópsins, hafðu þá samband við skrifstofuna sem fyrst. 4 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.