Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 13
Október 1991 Þekkingarkerfisskeljar Lára Stefánsdóttir, kennari Fjölbrautaskólanum við Ármúla Þegar við erum að kenna nemendum þá viljum við gjarnan að þeir hugsi, tileinki sér og meðhöndli þá þekkingu sem við erum að setja fram. Ein leið til þessa er að nota þekkingar- kerfisskeljar sem gefa skemmtilega möguleika. Þekkingarkerfisskeljar eru forrit sem t.d. nemendur geta sett þekkingu inn í og búið þannig til þekkingarkeríi um efnið sem þeir eru að fást við. Með því móti meðhöndla þeir þekkinguna og setjahana fram, en það er einmitt meginmarkmiðið með notkun þekkingarkerfisskelja. Markmiðið er að nemendur öðlist færni í að: * afla þekkingar * flokka þekkingu * beita rökhugsun * fínna leiðir að markmiði * setja fram þekkingu Til að afla þekkingar þurfa nem- endur upplýsingar frábókasafni, úr kennslubókum og úr svörum kennara við spurningum. Þeir meðhöndla þekkinguna á þann hátt að flokka hana og finna hvað er sameiginlegt með hverjum þætti og hvað greinir þá að. Viðþessa meðhöndlun beita þeir rökhugsun og finna leiðir að settu markmiði ogsetjaþekkingunafram. Þámá og láta t.d. yngri nemendur spreyta sig á notkun þekkingar- kerfísins þegar það er tilbúið. í Fjölbrautaskólanum við Ármúla höfum við gert tilraunir með þekkingarkerfísskelina KEA sem lánuð var frá Reiknistofnun Háskóla íslands. Þar hafa nemendur búið til þekkingarkerfi um t.d. sögupersónur í Sjálfstæðu fólki og Snorra-Eddu, sem ásamt orðflokkunarkerfi fellur undir íslensku. í tölvufræði bjuggu þeir til kerfi sem þekkti tölvuvírusa og einfaldar bilanir í tölvum. Jarðfræði kom inn með flokkun steintegunda og einnig voru flokkaðar jurtaafurðir í landafræði. í þýsku bjuggu þau til þekkingarkerfi um sögu- persónur í sögunni "Drei manner im Schnee" og endingar þýskra sagna. Þekkingarkerfi um mengun fellur undir vistfræði og "hvað hefðir þú kosið um 1920" undir sögu. Þó þessi tilraun hafi verið gerð í framhaldsskóla þá henta skeljarnar vel grunnskóla- nemendum. Samkvæmt þeim gögnum sem greinarhöfundur hefur skoðað hafa þær verið reyndar allt niður í 3ja árgang grunnskóla með góðum árangri. Öll kerfin voru gerð með leiðsögn tölvufræðikennara og er það nokkur galli nema í þeim kerfum sem fjölluðu um tölvufræði. Nemendur þurftu ekki á hjálp tölvukennara að halda heldur fagkennara í hverri grein fyrir sig. Því væri óskandi að fagkennarar vildu spreyta sig á þessu efni og sjá hvemig gengur. Þeir þurfa ekki að hafa mikla tölvuþekkingu, því þekkingar- kerfisskelin KEA hefúr reynst vel. Hún er einföld, tekur lítið pláss á disklingi, auðveld að læra á og nemendur sjá fljótt árangur af starfí sínu. Á IMBU hefur verið stofnaður póstlisti fyrir þá sem vilja velta þessum möguleikum fyrir sér og ræða þau málefni sem tengjast þekkingarkerfisskeljum. Þeir sem tengdir eru inn á KRÖFLU geta einnig tengst þessum póstlista og tekið þátt í umrasðum. 13 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.