Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 35
Október 1991 Umhverfisvænn hugbúnaður Magnús Kristjánsson, tölvunarfræðingur og áhugamaður um "tölvubækur". "Pappír: Þynna úr samhangandi, unnumjurtatreíjum. Algengasta hráefnið er viður barrtrjáa. ... Talinn fúndinn upp í Kína á 3. öld og barst til Evrópu á miðöldum." Þannig skýrir nýja Alfræði- orðabókin, sem er að sjálfsögðu prentuð á vandaðan pappír, þetta fyrirbæri sem við handleikum daglega í einni eða annarri mynd. Pappír er vissulega snar þáttur í menn- ingu okkar. Á ís- landi eru t.d. gefnar út fleiri bækur miðað við höíðatölu en í nokkru öðru landi, ogjólabókaflóðið er aðeins lítið brot af því pappfrsflóði sem rekur á fjörur okkar árlega. Engu að síður hefúr það lengi verið lýðum ljóst, að hráefni það sem notað er til pappírs- gerðar er ekki óþrjótandi auðlind. Því hefur endur- vinnsla á pappíf ferst í vöxt á síðustu árum, hér á íslandi sem og annars staðar. En hvemig tengist þetta tölvumálum? Jú, fyrir nokkrum árum voru uppi hástemmdar raddir um það. að tölvur myndu með skjám sínum leysa pappírinn af hólmi á flestum sviðum þjóðlffsins. Ýmsum hugmyndum var hampað, svo sem hinni pappírslausu skrifstotú. svo ekki sé taiað um öll pappírslausu viðskiptin sem þar áttu að fara fram. En þrátt fyrir góðan ásetning og háleitar hugmyndir er pappírs- lausa skrifstofan ekki enn orðin að vemleika. Þvert á móti hefur pappírsflóðið fremur aukist með tilkomu öflugra ritvinnslukerfa og þægilegra notendaforrita, sem gera mönnum kleift að koma hugmyndum sínum fljótt og vel á...pappír. Ástæðanfyrirþessu er einföld: Textinn er mun skýrari á pappímum, heldur en á skjánum. Til að minnka pappírsnotkunina verður því fyrst að bæta skjáina. Fullvíst má telja að efni tengt tölvum og notkun þeirra gengur gríðarlega á pappírsbirgðir heims- ins ár hvert. Handbækur með hvers kyns hugbúnaði verða sífellt glæsilegri og fleiri. Nú er svo komið að tæpast er hægt að kaupa hugbúnað án þess að með honum fylgi hátt f einn hillumetri af handbókum. Það gefur því augaleið að tölvu- fólk getur lagt sitt að mörkum til að draga úr pappírsnotkun í heiminum. Sennilegaermestallt efni sem prentað er í dag, unnið fyrst á tölvur á einn eða annan hátt. Enda þótt pappírinn standi alltaf fyrir sínu eins og sagt er, má færa fyrir því gild rök að margt af þessu efni þyrfti aldrei á pappír að koma, heldur gæti það farið milli manna á tölvutæku formi eingöngu. 35 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.