Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 27

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 27
Október 1991 Kennsluleiðbeiningar eru ítar- legar enda veitir ekki af þegar um svo margbreytilegt efni er að ræða. Fjölbreytilegum aðferðum er beitt, s.s. þankahrfð, skil- greiningu hugtaka, umræðum, verklegum æfingum, mælingum, könnunum, söfnun og skráningu gagna, skoðun og samanburði þeirra, m.a. í tölvuforriti, og síðast en ekki síst samvinnu við nemendur í öðrum löndum. Hugbúnaður Forrit það sem hér er notað byggist á fimm aðalþáttum. Sá þáttur þess sem mesta athygli vekur hjá nemendum í upphafi námsins er samskiptaþátturinn en táknmynd hans er sími. Þarna er einfalt og þægilegt að senda og sækja pöst sem hverjum og einum er ætlaður, engum tfma er söað og forritið tjáir notandanum jafnóðum hvað er að gerast. Aðgengilegur ritill er f forritinu, þar skrá nemendur bréf og kann- anir, íá bréf frá öðrum nemendum og geta lesið og prentað texta. Mynd af sendibréfí er tákn ritilsins. Gögn eru skráð í forritinu en táknmynd þeirrar aðgerðar er stflabók. Þar er hnattstaða skóla skráð og þangað berast upplýsing- ar um hnattstöðu hinna skólanna. Þar eru einnig skráðar niður- stöður mælinga og þangað berast niðurstöður að utan. Nemend- um finnst oft spennandi að leita þama að niðurstöðum frá öðrum. Hnattlíkan er ein valmynd forrits- ins og geymir hún kort þar sem nemendur merkja hnattstöðu hinna skólanna. Heildarniður- stöður birtast síðan á korti í lok hverrar námseiningar. Innangengt er úr gagnaþætti for- ritsins yfir í tölfræðiþáttinn. Þar gefst nemendum kostur á að skoða niðurstöður í súluritum eða köku- ritum, prenta út og bera saman. Kostir og gallar Ýmsir kostir eru við þetta efni. Þar má nefna kennslufræðina sem að baki liggur, fjölbreytilega kennslutækni, hversu skilmerki- legt efnið er og frágangur góður. Notendur fá aðstoð símleiðis ef eitthvað bjátar á varðandi tölvu- samskiptin og getur þessi hjálp riðið baggamuninn um þátttöku í verkefninu. Ákveðin tímasetning er einnig kostur vegna skipulags skóla- starfsins. Þessi tímasetning er forsenda samvinnunnar við erlendu nemendurna. En hún getur verið ókostur ef kennari forfallast eða vinnan tefst af einhverjum öðrum orsökum. Kennurunum við Melaskóla þótti mikil vinna fólgin í þessu verk- efni. Þess ber að geta að um frumraun þeirra var að ræða. Trúlega þætti þeim vinnuálagið ekki eins mikið ef þeir kenndu sömu námseiningu öðru sinni. Það er óverjandi að hafa alla texta á erlendri tungu sem bornir eru fyrir grunnskólanemendur í námi sem þessu. Alþjóðlegur gagnabanki hlýtur þó að þurfa eitt sameiginlegt tungumál. Undirbúningsvinna er hafín að þýðingu efnisins. Askja með nemendahefti, kennsluleiðbeiningum og kort- um og fleiru kostar nú á þessu hausti ýmist 19500 kr. eða 22500 kr. eftir námseiningum. Þarna er um að ræða gögn sem endurnýta má. í þessu verði eru jafnframt fólgin kaup á öskju með gögnum sem ætluð eru til ýmissa mælinga. Aðgangur að gagnabanka sem kaupa þarf fyrir hverja 6 vikna námslotu nemur 8250 kr. Ef endurnýja á öskju með mæli- tækjum kostar hún 2010 kr. Við þennan kostnað bætist aðgangur að gagnaneti Pósts og síma, kr. 2600 svo og annar símkostnaður. Vangaveltur Óvenju sólrfkt og hlýviðrasamt sumar er að baki. Sunnlendingar þyrptust ekki í sólarlandaferðir þegar líða tók á sumarið, aldrei þessu vant. Blikur voru þó á lofti. Einstakri sumarbllðu íylgdi mistur. Það kom fyrir að Reyk- víkingar sáu vart grilla í Esjuna þótt bjartur dagur væri. Hvaðan berst þetta mistur? Hvaða áhrif hefur það? Hvernig er hægt að mæla þessi áhrif? Frá hvaða löndum væri fróðlegt að fá gögn til samanburðar? Hversu gott er drykkjarvatn landsmanna? Hvernig getum við stuðlað að því að halda lofti og vatni tæru? Ef verkefnið sem lýst var hér að ofan hefur opnað augu nemenda fyrir því sem er að gerast í kring- um þau og vakið löngun í brjósti þeirra til að fá svör við ýmsum spurningum sem vaknað hafa varðandi umhverfi þeirra þá var til einhvers barist. Tilgangurinn með Kid's network er margþættur. Hann er m.a. sá að leyfa nemendum að njóta þess að fá að kanna, rannsaka og skoða, fá niðurstöður sem eru fróðlegar, ekki bara íyrir þá sjálfa heldur hugsanlega einnig fyrir aðra, og bera þær saman við niðurstöður annarra. Ætlunin er að nemendur fái að komast í tæri við tölvutæknina á þann veg að hún þjóni þeim en leiki ekki aðalhlutverkið. Eitt af markmið- unum er að gefa þeim tækifæri á að kynnast skoðunum jafnaldra sinna í öðrum heimsálfum á brenn- andi spurningum varðandi um- hverfi okkar allra - að fenginni rannsókn þeirra sjálfra. 27 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.