Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 9
Október 1991 stað og ferðast hringinn um landið. Á áningarstöðumþarfað leysa ýmsar þrautir sem varða sögu og landafræði staðarins. Einnig kæmi til greina að þekkja staðinn af lýsingu og/eða afla upplýsinga frá staðnum beint. Vel má hugsa sér að skólarnir leggi til verkefni þegar "ferðast" er um nágrenni þeirra. Afla upplýsinga varðandi ákveðið verkefni sem verið er að vinna að í skólanum Hér er nærtækast að taka dæmi úr landafræði. Hægt er að senda nokkrar spurningar til nemenda f skóla sem er í þeim landshluta sem verið er að fjalla um. Eða ef verið er að fjalla um ákveðna atvinnugrein, svo sem Iandbúnað eða fiskveiðar, er hægt að senda spurningar til margra skóla. Þegar ég var skólastjóri við Litlulaugaskóla í S.Þingeyjar- sýslu fengum við eitt sinn skemmtilega fyrirspurn frá skóla á Nýja-Sjálandi. Nemendur þar voru að vinna verkefni m. a. um landbúnað og íþróttir og sendu okkur spurningalista varðandi það. Mér fmnst ekki ólíklegt að nemendur Litlulaugaskóla hafi frætt jaínaldra sína í þessum skóla á Nýja-Sjálandi um það eina sem þeir lærðu um ísland. Samanburður á íbúaskrám Þetta verkefni ætti að stuðla að því að nemendur fræðist meira um samfélag sitt auk þess sem það er kærkomið tækifæri til að þjálfa hina fjölbreytilegustu meðferð talna. Þarna er hægt að hugsa sér að nemendur vinni ýmis verkefni varðandi fbúa- skrána svo sem aldursskiptingu, kynskiptingu, lfflíkur, meðalaldur og margt fleira. Annað hvort gæti rannsóknin verið á íbúaskrá ársins eða nokkur ár aftur í tfmann. Niðurstöðurnar er síðan hægt að senda á milli þar sem hægt er að gera margvíslegan samanburð í tölum og myndrænt með súluritum og fleiru. Lokaorð Nú kann einhver að spyrja: Hvar á að fá tíma til að gera þetta? Því er fljótsvarað. ÖIl þessi verkefni rúmast innan námskrár þannig að nemendur eru að læra það sem ætlast er til að þeir læri þó þeir noti ekki námsbækurnar. Verkefnin eru dæmigerð þema- verkefni lfk þeim sem tekin hafa verið fyrir í skólum landsins á umliðnum árum. Þau koma í staðinn fyrir hefðbundið nám - ekki til viðbótar. Þannig má leggja minni áherslu á eða sleppa þeim þáttum sem þama eru teknir fyrir í hinu hefðbundna námi. Ég tel þessi samskipti víkka sjóndeildarhring nemendanna gífúrlega mikið og opna augu þeirra fyrir því hversu öflug tölvan er til samskipta. Mjög auðvelt er að beina áhuga þeirra inn á margar brautir með tölvusamskiptum og senda síðan afraksturinn til ljarlægra staða. Sá samanburður sem þau fá auðveldar þeim að meta eigin stöðu menningarlega og landfrasðilega. Einnig fylgir þvf mikil ábyrgð að svara spurningum um heimabyggð, eða land og þjóð, frá fólki á fjarlægum stöðum. Nemendurnir finna betur tilgang með því sem þeir eru að gera og það verður spennandi. Hver sér til dæmis ekki muninn á því að fá það ritgerðarefni að skrifa um skólann, fyrir kennarann, eða að fá það verkefni að skrifa um skólann til að senda jafnöldrum í öðrum landshluta eða jafnvel í fjarlægum löndum. 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.