Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 22
Október 1991 saman í lokin. Þær gera kleift að skoða út frá mismunandi sjónar- hóli, breyta, skoða aftur o.s.ffv. Þær auðvelda okkur að setja fram tilgátur og sannreyna þær þótt oft sé á nokkuð annan veg en við eigum að venjast í strangasta skilningi stærðfræðilegra sann- ana. Og þótt það, sem þegar er nefht, sé bylting mætti nefna ýmislegt fleira. Við tengingu tölvutækninnar og stærðfræðinámsins er brýnt að beina sjónum að ýmsum atriðum. Nefha má dæmi. * Brýnt er að kennari geti ráð ið einhverju sjálfur um það hvemig hann nýtir tölvuforrit og forritunarmál. * Brýnt er að tengja þau verkefni sem unnin eru á tölvu við aðra vinnu sem fram fer og að nýta tölvur einkum til þeirra hluta sem ekki er unnt að fást við án þeirra en em jafhframt þess virði að fengist sé við. * Brýnt er að nemendur fái fjöl- breytt tækifæri til að orða tilgátur sínar, hugmyndir, niðurstöður og rökstuðning. Gildiþess aðheyrasjálfansig er mikið ekki síður en að heyra aðra og leggur það gmndvöll að umhugsun nem- andans um lausnir sfnar og lausnaleiðir. * Brýnt er að gera nemendur læsa á talnasöfn ekki síður en upplýsingar á myndrænu formi. Gjörbreyttir tímar Tímarnir hafa breyst mjög undan- farinn aldarfjórðung. Og þessar breytingar hafa meiri áhrif á stærðfræðiiðkan og stærðfræði- nám almennings en margur hyggur í fljótu bragði. Vegna tilkomu vasareikna alast börn og unglingar upp í allt annars konar umhverfí en fyrir 15-20 ámm. Þau sjá alla jafna ekki foreldra sína og nánustu vandamenn reikna á blaði. Þau sjá ekki hvernig þessir aðilar komast að niðurstöðum í reikningi. En þau eiga mun greiðari aðgang en áður að hvers kyns tölulegum upp- lýsingum, lesa mun víðar en áður fiillyrðingar sem ekki er hægt að skilja eða gagnrýna án þekkingar á tölulegri meðferð. Að læra að reikna í dag (og reyndar allan síðasta áratug) er allt annað en það var þegar ég var barn, unglingur og ungur kennari. Við því verður skólakerfið að fara að bregðast af framsýni og skynsemi. En stærðfræðin er vissulega margt fleira en tölur og nýtist svo miklu vlðar en f fjármálum og eðlisffæði. Lítum til að mynda á rúmfræði. Rúmfræðin hefur lengi haft það hlutverk að lýsa hinum sýnilega ogáþreifanlegavemleika. Babý- lonfumenn gerðu þetta án þess að reyna að sanna aðferðir sínar eða að hafa kerfisbundna yfirsýn. Grikkir lögðu hins vegar aðrar áherslur og Evklíð reið á vaðið með ritum sínum Undirstöður. Á síðari öldum hafa menn síðan smíðað aðra rúmfræði en hina evklíðsku og reyndar fleiri en eina, sem m.a. hafa orðið gmnd- völlur byltingakenndra hugmynda í eðlisfræði. Og nú á síðustu ámm virðist svonefnd Fractal- rúmfræði ryðjast hratt frarn á sjónarsviðið bæði til skoðunar á margskonar vexti og breytingum en einnig í tengslum við listir. Og tölvutæknin er í lykilhlutverki. Tölvuleikir? í umræðum manna um börn og tölvur verður mörgum á að ein- blína á það sem menn kalla tölvu- leiki og fínna þeim margt ef ekki flest til foráttu. Mig langar að sýna ykkur myndband af mjög ungum systkinum sem tekið var á námskeiði hjá okkur í Kennara- háskólanum. Þau em að fást við það sem sumir kennarar kalla leik á tölvu en ég vil kalla vandað stærðfræðiviðfangsefni. Með þessu reyni ég að draga fram mynd af börnum í glímu við það sem tölvutæknin getur haft upp á að bjóða jafnvel þótt forritun- arlega, myndrænt og hvað hljóð varðar sé um fmmstæð verk að ræða. Börnin glíma við að leysa það verkefni að koma tveimur stúlkum og tveimur konum yfir á. Allar kunna þær að sjálfsögðu að róa en báturinn tekur mest tvær stúlkur eða eina konu. Viðfangsefhið felst í því að finna lágmarksfjölda ferða en auðvitað þarf ekki að byrja á því, heldur láta nægja að koma kvinnunum yfír ána. Forritið er hluti áðurnefndra Tölvubrosa. Systkinin em í miðjum klíðum þegar við byrjum að fylgjast með þeim. En beinum nú sjónum nánar að myndbandinu og athugum hvað sést. * Við sjáum og heyrum þau geta sér til um eitt og annað. * Þau sjá fram í tfmann f glímu sinni. * Þau em æskilega spennt en samtímis íhugul. * Þau greina verkefnið. * Þau skýra niðurstöður sínar á eigin máli og njóta þess. * Þau vilja meira og fmnst gaman að fá erfiðara verkefhi. Þetta em allt eftirsóknarverð atriði í stærðfræðinámi, atriði sem hver vel menntaður og reyndur kennari sækist eftir að ná fram með nem- endum sínum. 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.