Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 10
Október 1991 Töfraforrit fundið? Dóra Pálsdóttir, sérkennari Hvernig getur ritvinnslan hjálpað þeim sem eiga við lestrar- og skriftarörðugleika að etja? Ég kenni við Starfsþjálfun fatlaðra, en það er skóli fyrir fólk sem komið er af grunnskóla- aldri og hefur lent í slysum, orðið fyrir áföllum eða hefur verið fatlað frá fæðingu. Margt þeirra heíur flosnað upp úr námi. Flestir nemendanna huga á fr ekara nám eða nýjan starfsvettvang. Ég kenni á tölvur, ritvinnslu og töflureikni. Kerfín sem ég nota eru WordPerfect og PlanPerfect. WordPerfect er nokkuð erfitt ritvinnslukerfi, en það sem ég ætla að fjalla um núna á við um hvaða ritvinnslukerfi sem er. Ég vil þó geta þess að um áramótin næstu er væntanlegt á markaðinn einfalt ritvinnslukerfi, Trítill, sem er unnið af Fræðsluskrifstofú Norðurlands eystra og Tölvu- vinafélaginu. Þetta forrit er hugsað fyrir yngri nemendurna. Petta forrit er með stórum stöfúm og orðabanka sem nemendur búa til sjálfir. í skólanum er til spjald með götum fyrir fingurna, sem sett er yfir lyklaborðið, fyrir þá sem eru hreyfihamlaðir íhöndunum, t.d. spastiskir. Einnig er þar stækkunarbúnaðurinn VISTA fyrir sjónskerta, blindraskjár sem birtir á blindraletri það sem skrifað er á skjáinn og talgervill fyrir nemanda sem er blindur og spastiskur. Ég nefndi áðan að hluti af okkar nemendum hafa flosnað úr námi og ég fullyrði að það var yfirleitt vegna erfiðleika við að læra að lesa, skrifa og stafsetja. Þessir nemendur, ásamt hinum, byrja strax og þeir hafa náð grund- vallaratriðum, eins og að kalla fram skjal, þurrka burt stafi og vista skjal, að nota ritvinnsluna viðúrvinnsluverkefna, fyrirt.d. fslensku. Ég lagði fyrir nemendur mína spurninguna: Hvað hefur ritvinnslan gert fyrir mig? Svör þeirra allra voru svipuð þeim tveim sem hér birtast. Svar annars nemandans: Mér finnst betra að vinna við tölvu vegna stafsetningarinnar. Þegar ég geri ritgerð get ég skrifað ritgerðina upp og lagað hana á eftir. Það er mikill munur að geta skrifað hanaupp og hætt við línu sem er í miðri ritgerð og fært línuna framar eða afitar. Mér fmnst betra að lesa það sem ég skrifa á tölvu en á blað. Tölvan hefur mikið hjálpað mér í lestri og mér hefur farið mikið fram í staísetningu og í lestri. Mér finnst 1-2-3 4-5-6-7-8-9-10 gaman að læra þegar ég hef tölvuna til að skrifa á. Tölvan hefur hjálpað mér mikið í skólagöngu minni. Svar hins nemandans: Ritvinnslan getur hjálpað til á margan hátt. T.d. þarf maður ekki að byrja upp á nýtt þó að maður geri vitleysu vegna þess að maður getur einíaldlega leiðrétt villuna á skjánum. Þetta flýtir mjög fyrir og sparar pappír. Einnig er það gott að maður getur skrifað í belg og biðu og þarf ekki að hugsa svo mikið um stafsetninguna á því sem maður er að skrifa vegna þess að þegar mtóur er búinn getur maður lesið allt yfir og leiðrétt, bætt við og fellt úr að vild. Svo má segja vegna þess að fólk hefur svo mismunandi skrift getur verið svolítið erfitt fyrir alla að lesa skrift manns. Því er gott að nota ritvinnslu vegna þess að fæstir ættu að vera í vandræðum með að lesa það sem kemur út úr tölvuprentara. Við skulum nú aðeins hverfa frá þessum nemendum og lfta á lestrarferlið. Samkvæmt Jeanne Chell, þá er lestrarferlinu skipt í 10 hluta, svipað og tíu bekkjum í grunnskóla (Sjá mynd 1). LÆRA AÐ LESA LESA TIL ÞESS AÐ LÆRA Á fyrsta stigi á sér stað undir- búningur fyrir lestramám, á öðru stigi er unnið með skrift, hljóðin og stafina, haldið áfram frá stigi Mynd 1. 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.