Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 30
Október 1 991 Otal leiðir, ótal heimar - tölvutækni og samfélagsgreinar Torfi Hjartarson, námsefnishöfundur Tölvur má nota með ýmsum hætti til kennslu og náms í grein- um sem á grunnskólastigi eru ýmist kallaðar samfélagsgreinar eðasamfélagsfræði. Hægterað benda á hefðbundin fræðslu- og þjálfunarforrit þar sem farið er yfir tiltekið efni og spurt út úr, viðamikia gagnagrunna sem hafa ótal þekkingaratriði á hraðbergi og öra þróun í tölvusamskiptum sem gera mun kleift að ná í ferskar upplýsingar beint af vettvangi. Erlendis er líka tölu- vert framboð á kennsluforritum sem setja nemendur í spor landnema, framandi þjóðflokka, vfkinga, leiðtoga, fátæklinga, vistfræðinga, sjómanna og þannig fram eftir götum. Hermileikir af þessu tagi hafa lengi verið notaðir til að sýna samhengi og efla skilning á viðfangsefnum sam- félagsffæða en með tölvum verður miklu hægara en áður að koma þeim við í skólastarfí. í þessum pistli verður ekki fjölyrt frekar um það sem hér var taíið heldur litið á íyrirbrigði sem kalla mætti ofurmiðil á íslensku. Sá sem þetta ritar telur að þar sé komin ný og heillandi leið til að sýna samhengi frá ýmsum sjónarhornum og efla skilning á flóknum og margþættum við- fangsefnum. Ofurtexti (e.: hypertext) nefnist texti sem ekki er byggður með sama hætti og venja er eftir einni ákveðinni efnisröð líkt og í bók sem lesin er síðu af slðu frá upphafi til loka. Um ofurtexta liggja margar leiðir og ef efnið er viðamikið er ólíklegt að nokkrir tveir lesendur fari sömu leið yfír textann. Lesandinn gæti til að mynda verið staddur við skjámynd af tilteknum texta og átt þess kost að kafa dýpra í efnið, fá upp skýringar á einstökum orðum, líta á frumheimildir, önnur sjónarmið um sama efni, skyld mál, aðra málaflokka og þannig fram eftir götum. Textann er ekki hægt að rekja eftir einni línu heldur er hann net textaeininga sem geta hver fyrir sig verið allt frá einum staf eða orði til rita á borð við þykkar bækur. Á seinni árum hefur fleygt fram tækni til að nýta teikningar, ljósmyndir, lifandi myndir og hvers konar hljóð á tölvuskjá eða ítengslumviðtölvu. Ofúrmiðill (e.: hypermedia) er kerfí sem beitir sömu framsetningu eða efnisbyggingu og lýst var að ofan en er ekki einskorðað við texta. Notandinn kann að vera staddur við skjámynd af texta líkt og áður en getur nú ekki aðeins kallað upp ýmsa texta til frekari lesturs heldur einnig margháttuð hljóð og myndir. Netið sem hér er lýst er byggt úr einingum (e.: nodes) og tengslum (e.: links). Texti, hljóð og myndir eru sett fram í einingum af ýmsum stærðum og á milli þeirra liggja margháttuð tengsl sem notandinn ferðast eftir. Mikilvægust má telja skipulagstengslin sem birta meginlínur eða grindina í efninu og hvernig efnið skiptist í meginflokka, dýpkar eða þyngist. Vísanatengsl má svo kalla tengsl sem ganga þvert á efnisflokka, leiða frá einu tilteknu atriði til annars á allt öðrum stað í netinu. Lykiltengsl mætti kalla tengsl sem leiða notandann til einstakra atriða hvar sem þau er að finna líkt og blaðsíðutöl í nafna- og atriðisorðaskrám gera f bókum. Stundum er lfka boðið upp á afturvirk tengsl sem gera notanda kleift að rekja til baf a að einhverju marki þá leið sem hann hefur lagt að baki. Loks má nefna að sumir ofúrmiðlar gefa not- andanum kost á að smíða einingar og tengsl til viðbótar þeim sem fyrir eru. Máttur ofurmiðla er af mörgum talinn byltingarkenndur. Því er haldið fram að þeir endurspegli hugsun og samhengi með öðrum og betri hætti en aðrir miðlar. Kenningar um að fólk byggi þekkingu á neti hugtaka og hugrenningatengsla (e.: semantic networks) sem taka breytingum við nám eru gjarnan færðar fram þessu til staðfestingar. Styrkur ofúrmiðla þykir jafnframt felast í þvf að notendur ráða ferð um efnið, verða að taka ákvarðanir um hvert skal haldið hverju sinni og eiga þannig umtalsverðan þátt í efnistökum. Mörg kerfín eru líka afar viðamikil og auðug að efni. Þess háttar kerfí geta gjarnan nýst breiðum hópi notenda þar sem hver og einn kafar í efnið eftir þörf og getu. Opin kerfí þar sem hægt er að bæta við eða breyta efni þykja líkleg til að skila fyllra og auðugra skólastarfi enhentajafnframtvel til fræði- og ritstarfa þar sem margir vinna saman að einu verkefni. Loks má nefna að með því að rekja nákvæmlega hvemig 30 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.