Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 17
Oktöber 1931 >
Kennsluhugbúnaður og þýðingar á
forritum
Hildigunnur Halldórsdóttir, tölvunarfræöingur við Reiknistofnun HÍ
Snemma árs 1988 gerðu
menntamálaráðuneytið og Reikni-
stofnun Háskólans með sér
samningtiltveggjaára. íhonum
fólst m.a. að Reiknistofnun tæki
að sér að meta og aðlaga hugbúnað
til notkunar í skólum.
Ástæðan fyrir því að þessi
samningur var gerður var vafalítið
að sáralítið ef nokkuð var til af
kennsluhugbúnaði á íslensku.
Með kennsluhugbúnaði er átt við
forrit sem notuð eru í hinum
ýmsu námsgreinum bæði til að
styrkja og þjálfa það sem þegar
er verið að kenna og ýta undir að
hlutirnir séu skoðaðir frá nýjum
sjónarhornum. Eitthvað var um
að skólar væru að nota forrit á
ensku og þá oftar en ekki afrit
sem gengu á milli skóla án þess
að leyfi til afritunar væru fyrir
hendi og oft engar handbækur til
staðar.
Það er að sjálfsögðu ekki hægt
að sætta sig við að íslenskum
grunnskólanemendum sé boðið
upp á námsefni á ensku, en að
sjálfsögðu ber að lfta á
kennsluforrit sem námsefni.
Einnig eiga kennarar heimtingu
á að fá handbækur og kennslu-
leiðbeiningar með þessu námseíhi
eins og öðru námsefni, sem þeir
nota.
Ég var ráðin til að sinna þessu
starfi afhálfu RHÍ haustið 1988.
Fljótlega kom í ljós að þau
verkefni sem Reiknistofnun voru
falin voru svo umfangsmikil að
ekki var viðlit fyrir einn
starfsmann að sinna þeim og
ekki fjárveiting til að ráða fleiri
starfsmenn. Því var fljótlega
mörkuð sú stefna að reyna í
fyrstu að einbeita sér sem mest
að þýðingum á kennsluforritum
enda þörfin fyrir kennsluforrit á
íslensku mjög brýn eins og áður
var vikið að.
í fyrstu var töluvert reynt að fá
leyfi hjá erlendum tölvu-
fyrirtækjum, einkum breskum og
bandarfskum til að þýða forrit.
Verður að segjast eins og er að
það reyndist torveldara en menn
ætluðu. Þónáðistágættsamstarf
við eitt bandarfskt fyrirtæki,
Sunburst, og síðar dótturfyrirtæki
þess, Wings for learning.
Á hinn bóginn er mikið og gott
samstarf milli Norðurlandanna á
þessu sviði. Á vegum Norrænu
ráðherraneíhdarinnar er starfandi
hópur sem nefnist Data-
programmgruppen. Verksvið
þessara hópa er allvíðtækt en ég
mun hér aðeins fjalla um einn
þátt hans, þ.e. forritaskipti sem
verið hafa forgangsverkefni hjá
Dataprogrammgruppen.
í desember ár hvert er haldinn
fundur með 2-4 fulltrúum frá
hverjuNorðurlandanna. Þareru
sýnd forrit sem viðkomandi lönd
hafa norrænan dreifingarrétt á
og eru tilbúin að leggja fram
endurgjaldslaust til dreifingar í
hinum löndunum. Á fundinum
eru valin 4 forrit ífá hverju Iandi.
Þannig leggja löndin fram 4 forrit
og fá til baka 12, þ.e. frá öllum
Norðurlöndunum nema íslandi.
Island hefur þannig eingöngu
verið þiggjandi þar til f ár. í
desember 1990 var eitt íslenskt
forrit lagt fram og mun því verða
dreift til hinna landanna á þessu
ári.
Ég hef átt þess kost að kynnast
þessari starfsemi Tölvuhópsins
frá árinu 1988 er ég var ráðin til
Reiknistoíhunar. Það hefur verið
ánægjulegt að fylgjast með hve
gæði forritanna hafa aukist frá
ári til árs. Nú er svo komið að
þetta er aðaluppsprettá okkar til
þýðingar. Venjulega henta forritin
mjög vel til notkunar í íslenskum
skólum vegna þess hve skólakerfi
þessara landa eru lík og
þjóðfélögin svipuð. Ég er þeirrar
skoðunar að starfsemi Tölvu-
hópsins sé gott dæmi um hve
miklu norrænt samstarf fær
áorkað ef vel er að verki staðið.
Við höfum fengið endurgjalds-
laust um 50 forrit. Reynslan
sýnir að kostnaður við hvert
kennsluforrit getur skipt
milljónum - venjulega á bilinu
1,5-4. Þannig geta menn leikið
sér að þvf að reikna hvers virði
þessi forritaskipti eru íyrir löndin.
Það heíur hins vegar verið heldur
leiðinlegt að koma tómhentur á
þennan desemberfund ár eftir ár.
Mín von er sú að skilningur sé að
aukast hjá stjórnvöldum hér á
landi á þvf að ekki sé annað
sæmandi en að leggja fram fslenskt
forrit á að minnsta kosti tveggja
ára fresti.
í ffamhaldi af forritaskiptum milli
Norðurlandanna var seint á árinu
1990 gerð tilraun með að halda
vinnufund þýðenda og forritara.
Þannig höfðu þýðendur aðgang
að þeim sem forrituðu hvert
einstakt forrit. Augljóslega
17 - Tölvumál