Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 26
Október 1991 Umhverfismenntun og tölvusamskipti Ragnheiður Benediktsson, kennari við Melaskólann í Reykjavík Kid's network Námsefnið í Kid 's network fellur undir raungreinar. Höfundar þess heyja sér efni úr umhverfí okkar. Nemendur eiga þess kost að gera tilraunir og nýta sér tölvutæknina við gagnasöfnun og úrvinnslu. Tvær stofnanir í Bandaríkjunum standa að þessu verki, þróunar- stofnunin Technical Eduation Research Centers í Massa- schusetts og útgefandinn National Geographic Society í Washing- tonborg. Styrktaraðilar hafa verið National Science Foundation og Apple Computer fyrirtækið. Efninu er skipt í 6 vikna náms- einingar og var upphaflega hugsað fyrir 10 - 12 ára nemendur en í ljós hefur komið að það getur hentað 9-13 eða jafnvel 14 ára nemendum eftir því hver námseiningin er. Fjórar námseiningar hafa þegar verið gefnar út og hefur verið unnið með þær hjá 12 ára nemend- um í Melaskólanum í Reykjavík. Einingarnar fjalla um gæludýra- eign nemenda, súrt regn, veður og drykkjarvatn. Námseiningar um sorp og heilbrigði koma út skólaárið 1991-'92, en efni um sólarorku 1992- '93. IMámsgögn og vinnubrögð Skóli sem hyggst taka þátt í þessu verkefni kaupir tvenns konar námsöskjur hjá National Geographic Society. í stærri Þegar nemandinn Bréfin eru í súluritinu Stílabókin Síminn er smellir með mús- valmynd eru tölfrœði- lýkur upp lykill að inni á hnatt- sem varð- legir þættir gagnaskrán- samskipta- líkanið birtist listi yfir kort. Hann getur skráð hnattstöðu sína eða skoðað göftn. veita ritil. forritsins. ingakerfi. Þangað berast einnig gögn. þætti forrits- ins. Þessi valmynd er notuð til að senda og sœkja bréf og gögn. öskjunni eru nemendahefti, kennsluleiðbeiningar, leiðbein- ingar með hugbúnaði, kort, daga- tal o. fl. Minni askja fylgir í flestum tilvikum og í henni er ýmislegt sem lýtur að mælingum eftir viðfangsefni viðkomandi námseiningar. Skólinn kaupir jafnframt aðgang að gagnabanka fyrir hverja 6 vikna lotu. Þegar líður að opnun gagna- bankans berst sending ffá National Geographic Society með hugbún- aðinum, verknúmeri skólans og lista yfir þátttakendur. Þátttakandi er ein bekkjardeild, stöku sinnum tvær. Fjöldi þátttakenda (bekkjar- deilda) í hverri námseiningu fyrir sig hefur verið 200 - 300, þar af langflestar frá Bandaríkjunum. Bekkjardeildunum er skipt í smærri hópa, 12 - 15 í hverjum. Náin samskipti eru milli þessarar 12-15 hópa. í fyrmefhdri sendingu berst einnig bréf ffá vísindamanni sem starfar með nemendum. Hann leggur ýmsar spurn- ingar fýrir þá í upphafi námsins og aðstoðar við að rýna í niðurstöður. Á dagatalinu sem fylgir hverri námseiningu eru vikurnar 6 tilgreindar með upphafs og lokadegi. Sérstakir dagar eru ætlaðir til þess að prófa hug- búnaðinn. Tölvusamskiptin hefjast á því að hnattstaða skólans er send og tekið er á móti hnattstöðu hinna skólanna. Gögnin sem nemendur senda og sækja eru hluti námsgagna hverrar einingar. 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.