Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 5
Október 1991 Umfjöllun um Skýrslutæknifélagið og tölvumál Eitt dagblaðanna hefur sent blaðamann á flestallar ráðstefhur Skýrslutæknifélagsins um nokkurt skeið en þrátt fyrir það er umtjöllun um efni þeirra nánast engin. Getur verið að ekkert áhugavert komi fram á þeim? Eða er það svo að enginn áhugi sé á umræðu um tölvumál í þjóðfélaginu? Það er mat mitt að allt of einhæf og litlaus umræða eigi sér stað um tölvumál hér á landi. Helst er verið að kynna nýjan vél- eða hugbúnað í blöðum og tímaritum og oftast er nánast um endurritun á fréttatilkynningu viðkomandi söluaðila að ræða. Ekki er að finna neina marktæka gagnrýni í umfjöllun um tölvumál. Hver hefur til dæmis séð fullyrðingar (allra) tölvu- framleiðenda um að tölvukerfí þeirra séu opin, teknar til umQöllunar og gagnrýni? Á ráðstefnu SI um opin kerfi kom það einmitt fram að slíkar fullyrðingar eru oftar en ekki villandi og til þess fallnar að slá ryki í augu kaupenda. Engin umfjöllun er um gagnsemi tölvuvæðingar og áhrif hennar á það þjóðfélag sem við byggjum. Ekki er fjallað um þær tekjur sem tölvuiðnaðurinn myndar eða þá möguleika sem eru á því sviði til iðnaðar og útflutnings. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákaflega lítið fer fyrir umræðu um tölvumál opinberlega og virðist manni á stundum sem tölvufólk sé ekki til. Afþessuleiðir aðviðhöfum sáralítil áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru og varða dagleg störf okkar og framtíð. Hverjum er um að kenna? Okkur sjálfum og engum öðrum! Félagsmenn SÍ eiga að koma oftar fram á ritvöllinn og láta heyra í sér á opinberum vettvangi. Við eigum að nota stærð félagsins og afl til þess að hafa áhrif. Ég tel það eitt mikilvægasta hlutverk félagsins á næstu árum að vinna að aukinni kynningu á tölvu- og upplýsingamálum hér á landi og að áhrif félagsins út á við verði meiri en nú er. Fjölbreytt námskeið Endurmenntunar- nefndar Háskólans Margrét S. Björnsdóttir, endurmenntunarstjóri HÍ Frá árinu 1988 hefur Endur- menntunarnefnd í samstarfi við ýmsa aðila boðið námskeið um ýmsar nýjungar í hugbúnaðar- gerð og -notkun. Á haustmisseri verða boðin tíu námskeið og má þar nefna námskeið um samræmd notendaskil (CUA), staðarnet, "Smalltalk", tölvunotkun við verkefnastjórnun og áætlanagerð hugbúnaðar, SQL - fyrirspurnar- málið og EDI - fyrir tæknimenn. (Sjá nánar í dagbók á bls. 2/ Ritstj.) Gefinn hefur verið út bæklingur þar sem námskeiðin eru kynnt og er hægt að fá hann sendan með þvf að hringja f sfma 694923-24 á skrifstofu Endurmenntunar- nefndar H.í. 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.