Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 16
Október 1 991
Nú kunnið þið að spyija: Hvemig
setjum við Logo-stýringar inn í
námsskrá? Mér sýnist að við
getum vaiið um þrjár leiðir:
- Sjálfstætt valnámskeið.
- Tengt tölvunámskeiði.
- Opnar vikur.
Auövitað væri best ef
nemendurnir fengju
frjálsan aðgang að
Legoinu
Síðasti kosturinn er freistandi,
þvf þá geta nemendur unnið af
krafti, og gleyma ekki milli tíma
hvað þau voru að gera.
Auðvitað væri best ef
nemendurnir fengju svo frjálsan
(eða takmarkaðan) aðgang að
Legoinu, þegar búið er að koma
þeim af stað.
Gallar og aðrir
valkostir
Stærsti gallinn við Legoið er að
það er ekki gefið. Ég veit samt
ekki um neitt sem gæti komið í
staðinn fyrir Lego, því Legokubb-
ar em að mínum dómi eitthvert
frábærasta leikfang sem til er.
En hvað gætum við hugsað okkur
frekar en Logo til að stýra Lego?
Þessari spurningu velti ég mikið
fyrir mér fyrir tölvusýninguna.
T. d. dattméríhugaðstýraLego
með Pascal. Eftir nokkrar
vangaveltur komst ég að því að
þá hefði ég um tvennt að velja.
Annars vegar gat ég skrifað forrit
þar sem maður stýrir bflnum
með þvf á slá á K fyrir keyra, B
fyrir bakka, o.s.frv. Hins vegar
gat ég skrifað forrit þar sem
maður slær inn skipanir eins og
keyra og bakka. í fyrra tilfellinu
hefði ég verið að finna upp
handstýringuna á nýtt, og í seinna
tilfellinu hefði ég verið að finna
upp Logo á nýtt.
Lego selur sérstakt forritunarmál
með kubbunum, sem heitir Lego
Lines. Það býðui’ ekki upp á
neitt sem ekki er hægt í Logo, og
þar að auki fáum við kraft
forritunarmálsins í Logoinu sem
Lego Lines vantar.
Enn sem komið er vantar þó sár-
lega námsefiii fyrir Lego og Logo.
Úr því geta kennarar bætt!
STÖÐVABIL
KEYRABÍL
BAKKABÍL
STÖÐVASTÝRI
SNÚAHÆGRI
SNÚAVINSTRI
KVEIKJALJÓS
SLÖKKVALJÓS
KEYRA :TÍMI
BAKKA :TÍMI
HÆGRI :TÍMI
VINSTRI :TÍMI
Góðakstur (t, d. á tilbúinni braut)
Samanburður á tveimur bílum
Mælingar á hraða og hröðun
Endurbætur á bílnum
Bakka með kerru
a) Einföld stef b) Flóknari stef c) Framhaldsverkefni
Mynd 3. Bíll
16 - Tölvumál