Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 29

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 29
Október 1 991 er um að ræða samvirkan aðgang að miklu magni upplýsinga í gegnum tölvu: tónlist, hljóð, myndir, texti, svo eitthvað sé nefnt. Upplýsingarnar geta verið á einum stað (á geisladisk t.d.) og/eða út um allt (tölvufjarskipti). Þessi tækni býður upp á enn meiri möguleika í kennslu og námi en tækni sú er áður var nefnd. Þessi tækni hefúr ekki verið þróuð sérstaklega með tilliti til kennslu, þó auðvitað séu hér ómældir möguleikar til kennslunota, held- ur hefur aðalhvatinn verið tón- listariðnaðurinn, og hinn almenni notandi - þar eru peningarnir. Þessi bylting hefur ekki náð að hreyfa við hefðbundinni tónlistar- kennslu svo neinu nemi. Þó er næsta víst að áhrifa mun gæta í tónlistarkennslu, nokkuð óháð því hvert álit tónlistarkennara er á þessari tækni. Tónlistarkennsla Þau tónlistarkennsluforrit sem gerð hafa verið, og fjöldi þeirra fer hraðvaxandi þó notkun þeirra sé ekki mikil, hafa flest snúist um utanbókarlærdóm, þjálfun og prófún (t.d. hefðbundna tónffæði og tónheyrn). Þó þessa tækni megi augljóslega nota við þessa þætti kennslunnar, þá eru mun áhugaverðari þeir möguleikar sem þessi tækni opnar til að sinna sköpun ýmiss konar sem almennt hefúr verið ffekar afskiptur þáttur tónlistarkennslu. Þessir mögu- leikar og útfærsla þeirra er að mestu ókannað land, engu háð nemahugarflugi kennarans, sem er einmitt það sem gerir þessa hluti hvað mest spennandi. Nokkrar hugmyndir: 1. Það verður æ auðveldara að vinna með tónlist/hljóð líkt og t.d. liti, leir eða annað efni sem má blanda, móta og forma að vild. Þannig má vinna með hljómblæ, (búatil og/eðabreyta hljóðum, semja hljóðverk), hryn, tón eðahvaða aðraþætti tónlistar sem vill. Afraksturinn má geyma eða, á yngri stigum, taka heim á snældu, disklingi eða í einhverju öðru formi. 2. Hljóðfærahönnun er annað dæmi. Nemandinn býr til, ekki bara hljóð, heldur útfærir notkun þeirra líkt og um hljóðfæri væri að ræða. 3. Þessu (þ.e. hljóðsköpun og hljóðfærahönnun) má svo blanda saman við annað skapandi starf: hreyfíngu, ljóðagerð, sögur o.s.frv. 4. Loks má nefna það sem kalla má"höndlun". Hér er átt við að nálgast (höndla) tónlistina líkar því sem þjálfaður tónlistarmaður gæti gert er hann vitnar í tónlistina (spilar) eða nóturnar máli sfnu til stuðnings. Það er, með hjálp tölvu má greina, merkja, klippa niður tónlistina sjálfa (eftir eyranu), nóturnar (effir auga og/ eða eyra) eða texta tengdan viðfangsefninu (ritvinnsla) mun auðveldar en áður. Almiðlun Mér vitanlega hafa verið unnin Qögur kennsluverkefni þar sem sumir möguleikar almiðlunar eru nýttir: Níunda Sinfónía Beethovens, Strengjakvartett númer 114 eftir Beethoven, Töfraflauta Mozarts og Vorblótið Stravinskis. Hér er um að ræða geisladisk, einn eða fleiri, (stundum disklingar að auki) er geyma hágæða upptöku af tónverkinu, greiningu einhvers- konar, tóndæmi og upplýsingar um tónskáldið og verkið. Umhverfíð sem notandinn vinnur í er HyperCard og er hægt að valsa að vild um þær upplýsingar sem fyrir hendi eru. Þessi verkefni hafa fengið góða dóma og má vænta fleiri slfkra. Gagnasöfnun Ef verkefni er unnið á tölvu er ekki aðeins hægt að stjórna nákvæmlega hvaða upplýsingar nemandanum eru fengnar, hversu mikill tími er veittur o.s.frv., heldur má láta tölvurnar fylgjast mjög nákvæmlega með hvernig nemandinn ber sig að og glímir við verkefnið. Hér er ekki endilega átt við upplýsingar sem auðvelda einkunnagjöf, heldur hluti eins og hvað er gert hvar, hvenær og hvernig. Þannig má að einhverju leyti skoða ferlið, þ.e. hvemig verkefhið var unnið, auk þeirra svara eða niðurstaðna sem nemandinn veitir. Að lokum Þessi tækni sem aðeins hefúr verið tæpt á hér að ofan hefur ekki náð að hreyfa við menntun tónlistarkennara frekar en annarri tónlistarmenntun. Kennarar verða því að taka frumkvasðið ef þeir vilja nýta sér þá möguleika sem hér em í boði. Það væri því við hæfí að þeir sem áhuga hafa stofni til kynna sín á milli, ef til vill er grundvöllur fyrir áhugahóp um notkun þessarar tækni í tónlistarkennslu - hugmyndin er auðvitað jafngild fyrir aðrar námsgreinar. Einnig væri nauð- synlegt að koma á fót aðstöðu, einskonar banka eða safni, t.d. í Námsgagnastofnun eða Kennara- háskólanum, þar sem hægt væri að skoða þau forrit sem til eru. Þarna væri kominn tilvalinn vettvangur fyrir þá sem forrita, að koma verkum sfnum á framfæri við kennara. 29 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.