Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 32
Október 1991 IMBA - Tölvumiðstöð skóla Pétur Þorsteinsson, skólastjóri grunnskólans á Kópaskeri Hver er þessi IMBA? Imba er þríráttasexa með UNIX stýrikerfi, miklu diskarými og nokkrum módemum. Imba tengist alþjóðanetinu Intemet um Isgate, tölvu Samtaka um upplýsinganet rannsóknaraðila á íslandi (SURÍS), með TCP/IP yfir X.25 og hún fær USENET ráðstefnur yfir uucp-samband frá Kröflu, UNIX-tölvu Reiknistofnunar Háskólans. Sagan Imba tók formlega til starfa þann 17. febníar 1990 er Grunnskólinn á Raufarhöfn tengdist henni fyrstur skóla. Sömu nótt tengdist Gagnfræðaskólinn á Ólafsfirði og Fræðsluskrifstofan á Akureyri daginn eftir. Síðan tengdust skólar á Norðurlandi eystra hver af öðrum, auk skóla í öðmm landsfjórðungum. Vorið 1990 voru skólarnir orðnir tuttugu talsins. Sumarið 1990 gekk Imba í endurnýjun lífdaga með nýju stýrikerfi og öflugri vélbúnaði. Skólaárið 1990-1991 fjölgaði notendum verulega og notkunin óx dag frá degi. Vorið 1991 voru rúmlega fimmtíu mennta- stofnanir í öllum fræðslu- umdæmum tengdar stöðinni og um það bil hundrað og sjötíu verknúmer voru notuð meira og minna. ímars og aprfl 1991 vorutildæmis fimm þúsund uppköll skráð og raíbréf milli notenda skiptu þúsundum. í sumar og haust hafa margar stofn- anir bæst í hópinn og það verður að teljast raunhæft að stefna að því að hundrað menntastofnanir verði komnar í samband fyrir lok skólaársins 1991-1992. Takist það, mun láta nærri að önnur hver menntastofnun hafi tekið þessa tækni í sína þjónustu og þar með gert Imbu að öflugum tengilið íslenskra skólamanna. Forsagan Imbaásér nokkraforsögu. Sáer þetta ritar kynntist tölvu- samskiptum snemma árs 1986 og sannfærðist unr.svifalaust um mikilvægi þeirra. Á þeim tíma var þó ekki feitan gölt að flá á þessu sviði hérlendis. Hjá Reiknistofnun Háskólans voru menn að bjástra við sam- skiptabúnaðinn PortaComm á VAX, ónothæfan með öllu, að minnsta kosti yfir módem- samband. í ársbyrjun 1987 eignaðist Reiknistofnun fyrstu UNIX-tölvuna, Öskju, og Kröflu síðar sama ár. Með tilkomu Kröflu urðu tölvusamskipti raunhæfúr kostur á íslandi og fyrr en varði voru kennarar farnir að huga að nýtingu þeirra - sem einstaklingar og í hópum. Af skipulögðum verkefnum ber sérstaklega að nefna gagna- bankaverkefni Jóhanns P. Búnaður Imbu Tandon 80386-33 Mhz Interactive UNIX 2.2 8 Mb RAM Adaptec 1542B diskstýring (SCSI) 2x200 Mb Conner diskar 613 Mb Seagate diskur Archive Viper, 150 Mb segulband Specialix 8 porta raðtengi Netcom II X.25 tengispjald 3 Lightspeed módem, 2400 baud 1 Trailblazer T2500 módem, 19200 baud 1 Ericson fjölrásamódem, 4800 baud Notendur Imbu 50-60 grunnskólar 8-10 framhaldsskólar 4-5 fræðsluskrifstofur Námsgagnastofnun Kennaraháskólinn Kennarasamband íslands Félag skólastjóra og yfirkennara 3F - Félag tölvukennara Tölvuvinafélagið Auk stofnanna og félagasamtaka hafa fáeinir einstaklingar verknúmer á Imbu. Þegar þetta er skrifað eru verknúmerin tvöhundruð og fjörutíu alls. 32 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.