Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 36
Október 1991 A næstu misserum stendur von til þess, að umhverfisvænn hug- búnaður taki í auknum mæli að hasla sér völl á hinum víðlendu nýlendum tölvuvæðingarinnar. Slflcur hugbúnaður mun treysta á tölvuskjáinn fremur en prentarann við framsetningu á efni. Skjáir með fleiri litum og jafnvel fínni upplausn en við eigum nú að venjast, verða orðnir sjálfsagðir á hvers manns borði innan fárra ára. Þar með munu opnast mögu- leikar á að birta hvers kyns myndir með mun betri gæðum en bestu sjónvörp ráða við í dag. Jafnframt munu geymslumiðlar fyrir tölvu- gögn verða stórtækari og öflugri, auk þess sem nýjar aðferðir við gagnaþjöppun munu gera geymslu myndefnis mun hagkvæmari en hún er ídag. Samþætting mynda og texta á tölvuskjá verður ein- faldari en áður og möguleikar munu opnast á að hefja útgáfu "raunverulegra" tölvubóka, þ.e. bóka sem lesnar eru af tölvuskjá en ekki af pappír. Við erum þegar farin að sjá fyrstu skrefin stigin í þessa átt, t.d. með nýlegri útgáfu Time Magazine á efni blaðsins frá árinu 1989 ásamt völdu efni ff á fyrri árum. í þessari tölvuútgáfú var allt efnið fært yfir á geisIadisk(CD-ROM) ásamt tilheyrandi hugbúnaði, sem var sérstaklega hannaður til að auðvelda lestur textans frá hinum ýmsu sjónarhornum. Bókin eins og við þekkjum hana í dag hefur lítið breyst sfðustu árhundruðin. "Tölvubækur" munu hins vegar opna fjöl- marga nýja möguleika, t.d. stigskipt efhis- yfirlit með út- línumöguleikum (e. outline), lifandi teng- ingar við orðskýringar, sjálfvirka merkinu leitarorða í texta, ffjálsa Ieit í texta, og beinar tengingar milli kafla eða efnisatriða (e.hypertext) sem leyfa lesand- anum að "valhoppa" vítt og breitt um efnið án þess að týna þræðinum. Tengingar við myndir verða jafhframt mun fjölbreyttari en við eigum að venjast. Hægt verður að skoða sömu myndina frá fleiri en einu sjónarhorni og jafnvel tengja inn lifandi myndskeið ásamt tilheyrandi tali eða tónum. Almiðlun (e.multimedia) og "valmiðlun" (e.hypermedia) eru hugtök sem nátengd verða "tölvubókum" framtíðarinnar. Á nýliðinni ráðstefnu Skýrslu- tæknifélagsins, Tölvunotkun í námi, var í erindum og umræðum m.a. fjallað um ffamsetningu efnis með tölvum. Á sýningu í tengslum við ráðstefnuna vakti athygli nýr íslenskur hugbúnaður, sem á einfaldan og fljótvirkan hátt má nota til að setja upp efni sem ætlað er til birtingar á tölvutæku formi. Þessi hugbún- aður nefnist BJARG, enda upp- haflega hugsaður til að bjarga tölvunotendum úr vandræðum með einfaldri framsetningu á skýringarefni. BJARG byggir á nýjustu hugmyndum sem uppi eru um gerð hjálpartexta og kynn- ingarefnis, svo sem beinum tengingum milli efnisatriða (e.hypertext), og má m.a. nota til að setja upp "tölvubækur" eins og lýst var hér að framan, hjálpartexta fyrir önnur forrit, og reyndar hvers kyns kynn- ingarefni þar sem texti er í aðalhlutverki. BJARG hefiir sem sagt fjölþætta notkunarmögu- leika, en skortir þó umffam allt eina aðgerð, þ.e. að geta prentað á prentara. BJARCí er því dæmi um umhverfisvænan hugbúnað. Rétt er að taka ffam, að BJARG er að stórum hluta hugarfóstur greinarhöfúndar og er málsgrein- inni hér að ffaman því öðrum þræði ætlað að vera lauflétt kynning. Greinarhöfúndur veitir nánari upplýsingar ef óskað er, en einnig má senda fýrirspumir til Þulu hf., P.O.Box 3037, 123 Rvk. Lesendur eru að lokum hvattir til að fylgjast vel með þróun um- hverfisvænna "tölvubóka" á næstu misserum. En til að spara pappírs- birgðir heimsins verður þessi grein ekki lengri. 36 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.