Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 12
Október 1991 margstroka út af því, svitna smá ofan á það, og jafnvel tár hafa runnið. í tölvunni verður endan- lega útkoman eins og frá færustu skrifstofudömu, stafirnir jafnir, engir svartir blettir og engar ójöfnur vegna bleytu. Þegar nemandinn notar ritvinnsluna þá upplifir hann: (Les mynd 4.). Árið 1990 gerði Marit Helgheim rannsókn á vegum sérkennara- háskólans í Osló. Hún tók fyrir sextán nemendur í framhaldsskóla sem áttu við lestrar- og skriftarörðugleika að stríða. Verkefnið stóð ífimm mánuði. í upphafi tímabilsins voru nem- endur látnir taka stafsetningarpróf sem síðan var endurtekið að tímabilinu loknu. í millitíðinni unnu þeir öll sín heimaverkefni, ritgerðir og stfla á tölvu. Það kom í ljós á seinna prófínu, að villurnar voru helmingi færri (50%) en á því fyrra. Það kom einnig í ljós að handskrift nemendanna og lestur batnaði á þessu tímabili. Framfarir á einu sviði yfirfærast á annað. Ég þekki af langri reynslu að til þess að nemandi nái sér frá stigi 3 yfir í stig 4 og uppúr má gera ýmislegt, til dæmis láta nemanda rita inn tilbúinn texta sem gjarnan má vera innan áhugasviðs hans. íþróttafréttir úrdagblöðum, ljóð sem honum eru kær eða hvað sem er eins og skrifa bréf til ijarstadds vinar eða ættingja og í rauninni getur kennari notað hvað sem er bara að nemandinn hafi áhuga á því. Æskilegt er að nemandinn læri fmgrasetninguna sem fyrst. Það veitir honum öryggi og hraða þannig að hann getur einbeitt sér að innihaldi þess sem hann er að skrifa, stafsetningu, uppsetningu o.fl. Tölva með ritvinnslukerfi sem hjálpartæki fyrir þá sem eiga við lestrar- og skriftar- örðugleika að etja kemur ekki í stað handskriftar. Það er ekki spurningin um annaðhvort - eða, heldur hvorutveggja. í þeim skólum og heimilum, sem á annað borð eiga :ölvur, þá eru oftast til ritvinnslukerfi líka. Þannig erum við með mjög öflugt verkfæri í höndunum til að hjálpa stórum hluta nemenda á hvaða stigi skólakerfisins sem þeir eru. Töfraforritið er fundið! - MEIRA ÖRYGGI, sem er grundvöllur allra framfara í námi. - AÐ ÞAÐ ER EINFALT AÐ LEIÐRÉTTA, það þarf líka aðeins að leiðrétta villurnar en ekki hreinskrifa allt. - ÞAÐ MÁ REYNA OG MISTAKAST, enginn veit um villurnar sem þú hefur gert. - ÞAÐ ER HÆGT AÐ SKRIFA í BELG OG BIÐU, það þarf ekki strax að einbeita sér að stafsetningarvillunum og uppsetningu textans heldur er hægt að láta sköpunargáfuna ráða ferðinni. - STAFSETNINGIN BATNAR - VERKEFNIÐ VERÐUR LÆSILEGRA - ÞAÐ ER BETRA AÐ LESA TÖLVUSKRIFT EN HANDSKRIFT - AUÐVELDAR ÚRVINNSLU SKRIFLEGRA VERKEFNA HJÁ NEMENDUM SEM HAFA LÍTINN MÁTT í HÖNDUNUM EÐA ERU SPASTISKIR. Mynd 4. 12- Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.