Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 7
Október 1991 saman í flokk og jafnframt að freista að fá fyrirlesaraúr röðum íslenskumanna. Því má e.t.v. kenna grandvaraleysi okkar að ekki tókst, þrátt fyrir margar og snarpar tilraunir, að fá fyrirlesara á þessu sviði þar sem við áttum ekki von á að það myndi reynast eins erfitt og raun bar vitni. Ákveðið var því í samráði við forráðamenn móðurmálskennara að leita til Helga Þórssonar, sérfræðings hjá Reiknistofnun Háskóla íslands, um að kynna vinnuna við gerð forritsins Ritvöllur sem er í gerð og ætlað til íslenskukennslu. Það er hins vegar einlæg von undirbúnings- nefndarinnar að umræður í hópi um móðurmál og erlend mál, hvort sem menn kjósa að vera í einum hópi eða tveimur, verði kröftugar og leggi grunn að styrku starfi á þessu sviði. Vakin skal athygli á erindi ritstjóra Tölvumála en næsta hefti þeirra er helgað viðfangsefni þessarar ráðstefnu og er opið þeim sem vilja leggja fram efni. Tölvumál hafa reyndar þegar lagt drýgst allra tímarita til þessa málaflokks síðasta ár en þar hafa alls birst a.m.k. sex greinar um tölvu- notkun í námi og kennslu. Stöðugt verður að halda áfram ef málefni eiga að þróast til framfara í skólakerfmu en hyggilegt er að gefa jafnan gaum að því sem þegar hefur verið gert og forðast að eyða tíma í að frumvinna á nýjan leik áður fram komnar hugmyndir og tillögur. Mig langar því til að minna hér á nokkrar tillögur og samþykktir sem full- yrða má að þurfi að gefa betri gaum en gert hefur verið og ætla má að skilningur sé meiri á nú en þegar þær komu fyrst fram. Ég vel tillögur sem lagðar voru fram á ráðstefnu menntamálaráðuneyt- isins Tölvur og grunnskóli sem haldin var í febrúar 1986: "Þriggja til fimm manna hópi, sem skipaður verði mönnum sem gjörþekkja grunnskólastarf svo og mönnum með góða tækniþekk- ingu og þekkingu á gagnameð- ferð, verði falið að skoða grund- vallaratriði í lögum og námskrám með tilliti til tæknimöguleika. Nefnd þessi hafi ekkert ákvörðunarvald en hlutverk hennar sé einvörðungu að opna umræðuna með skýrslu sinni." "Unnið verði að því að koma af stað fréttabréfi er komi reglulega út um það sem er að gerast á sviði tölvufræðslu f skólum. Reynt verði að fá samvinnu mennta- málaráðuneytis og fleiri aðila um slíkt fréttabréf." Varðandi síðari tillöguna var reyndar bent á, þegar hún var lögð fram, að hún væri úrelt, skynsamlegra væri að nota rafpóst. Þaðmáttitilsannsvegar færa en hálfu sjötta ári síðar er ástandið þó enn svo að rafþóstur er ekki veruleiki nema hjá mjög litlum hluta kennara og þótt skriður sé nokkur á málinu nú þarf enn að hyggja að fréttum í hefðbundnum farvegi. Samtök kennara hafa einnig ályktað um þessi mál þótt langt sé nú orðið síðan. Mig langar að benda á stefnumarkandi ályktun þeirra 1984. "3. þing Kennarasambands íslands haldið 1.-4. júnf 1984 telur það grundvallaratriði að tölvufræði og notkunar- möguleikar tölva verði hluti af skyldunámi fyrir nemendur grunnskóla og framhaldsskóla og þar með eðlilegur þáttur í skólastarfinu." Mikið vantar á að þessi ályktun þingsins hafi fengið nægan hljómgrunn og að henni hafi verið fylgt eftir af fullri alvöru í þeim skrifum sem síðar hafa komið út svo sem námskrá grunnskóla, stefnuskrá KÍ og fleiri mikilvægum ritum. Máli skiptir að gefa kennurum í venjulegum skólastofum, þar sem námið fer fram, kost á að nýta tölvur í starfi með nemendum sínum. Athuga þarf vel breyttar áherslur í starfi kennara við aukna nýtingu tækninnar. í menntun kennara og undirbúningi skyldi ekki rugla saman þekkingu á ritvinnslu og frágangi texta eða mynda og svo því að nota tölvur með nemendum sínum í námi þeirra. Þetta er tvennt ólíkt og hæpið að telja að annað sé nauðsynlegur undanfari hins. Máli skiptir einnig að viðurkenna að tækniþekking þarf að vera til staðar í skólum þótt ekki þurfi allir kennarar að búa yfir henni. Rétt er að fagna þvf þegar skólayfirvöld viðurkenna slíkt í verki og veita þannig stuðning kennurum sem vilja nota tölvur í kennslu eða á annan hátt. Á ráðstefnunni verður margt um að vera. Auk 11 fyrirlestra og umræðuhópa í kjölfar þeirra kynna stofhanir og samtök starf sitt í rituðu máli og leggja fram mikilvægar upplýsingar hér í næsta sal. Þar eru einnig kynningar frá nokkrum fyrir- tækjum sem hafa á boðstölum vöru sem hentar skólum. Og loks gefst þar kostur á að sjá nánar það sem sumir fyrir- lesaranna leggja fram. Um leið og ég fel þeim Sigríði Sigurðardóttur og Lars Andersen fundarstjóm langar mig persónu- lega að þakka undirbúningsnefhd góða og vandaða undirbúnings- vinnu og sérlega ánægjuleg samskipti. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.