Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 8
Október 1 991 Tölvusamskipti Jón Jónasson, forstöðumaður kennsludeildar fræðsluskrifstofu l\IE Inngangsorð Tölvueign grunnskólanna í landinu hefur margfaldast á síðari árum. Hvað varðar vélbúnað stöndum við ekki ýkja langt að baki nágrannaþjóðum okkar. Sé aftur á móti litið á hugbúnað og notkun tölva í kennslu erum við talsvert langt á eftir nágrönnum okkar, til að mynda Bretum. Tilhneiging hefur verið til að Ifta á tölvurnar sem sérstakt viðfangsefhi í grunnskólunum og hefur verið talað um tölvukennslu og tölvukennara. Þetta er sem betur fer að breytast og farið er að líta á þær sem hjálpartæki, sem við notum til að ná þeim markmiðum sem sett eru í námskrá. Það hvarflar ekki að nokkrum manni að tala um myndvarpakennara og mynd- varpakennslu eða myndbands- kennara og myndbandakennslu. Þessi tæki eiga það öll sameiginlegt að vera öflug kennslutæki. Ein leiðin til þess að nýta tölvurnar til að ná markmiðum skólastarfs eru tölvusamskipti. Tölvusamskipti í íslenskum grunnskólum Saga tölvusamskipta f grunn- skólum á íslandi er stutt. Hún hefst ekki fyrr en fyrir u.þ.b. 4- 5 árum. Síðastliðið ár hefúr orðið fjörkippur í tölvusamskiptum hér og má fyrst og fremst þakka það samskiptamiðstöðinni IMBU, en tilkoma hennar brýtur blað f tölvusamskiptum í grunnskólum landsins. Þó að einstaka skóli hafí verið farinn að prófa sig áfram með tölvusamskipti áður varð bylting með tilkomu IMBU. Þar eignuðust skólarnir heimavöll til tölvusamskipta. Hvað eru svo tölvusamskipti? Það eru hverskonar samskipti manna með aðstoð tölva um símalínu eða aðra þá flutningsleið sem flytur rafboð. Samskiptamiðstöð er síðan tölvan sem sér um samskiptin, kemur boðunum á milli og hefur að geyma þá gagnabanka sem notandinn heftir aðgang að. Samskipta- miðstöðvarnar mynda síðan þéttriðið net um allan heim. Hugmyndir að samskiptaverkefnum Ég mun hér á eftir nefna örfá dæmiumsamskiptaverkefni. Öll þau verkefni sem hér eru nefnd er hægt að vinna án tölvu- samskipta. Þau eru valin með tilliti til þess að hægt sé að byrja smátt. Hins vegar gefa tölvusamskiptin þeim aukið gildi, auðveldara er að afla upplýsinga og fá svör við spurningum á örskammri stundu. Verkefnin verða meira spennandi og einnig eiga nemendur auðveldara með að sjá tilgang með því sem þeir eru að fást við. Að sannfæra einhvern um aö best sé að búa þarsem þú býrö Nemendur reyna að finna alla þá kosti sem fylgja því að búa þar sem þeir búa. Þetta verkefni á fullt erindi í skólana í allri þeirri neikvæðu umræðu sem nú er iðkuð. Einnig tel ég að ef við ætlum að halda landinu f byggð verðum við að leggja mun meiri áherslu á og draga fram kosti heimabyggðar - grasið er ekki alltaf grænna í garði nágrannans. Framkvæmd verkefnisins gæti verið með þeim hætti að skipta nemendum í hópa og láta þá fást við hina ýmsu þæti sem fylgja búsetu á staðnum. Síðan eru upplýsingamar sendar öðrum sem vinna að sama verkefhi. Að lokum væri hægt að safna efninu á einn stað til útgáfu á eins konar kynningarbæklingi eða " aðlöðunarbækl ingi". Veðura thuganir Nemendur gera veðurathuganir annað hvort með eigin tækjum eða með aðkeyptum búnaði. Með þessu öðlast nemendur betri skilning á veðrinu auk þess sem hægt er að nýta þetta verkefni til margvíslegrar annarrar vinnu. Þetta verkefni er hægt að framkvæma þannig að nemendur nokkurra skóla geri veður- athuganir tiltekinn tfma og sendi öðrum þátttakendum upplýsing- arnar. Þá er hægt í hverjum skóla fyrir sig að vinna með upplýsingar frá öllum. Inn í þetta verkefni er auðvelt að flétta sögur og ljóð. Hringferð um ísiand Nemendur fara í eins konar radeik um ísland og þurfa að leysa ýmsar þrautir með aðstoð korta og bóka. Verkefni þessu er ætlað að fræða nemendur um land og þjóð. Lagt er af stað ffá ákveðnum 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.