Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 23
Oktðbef 1991 hann er) fái allt f senn tækifæri á að gera eða framkvæma, ræða um viðfangsefnið og skrá niður- stöður sínar. Við tölum um nauðsyn á þvf að fá að gera, ræða og skrá. Tölvuforritin bjóða augljóslega upp á tvö fyrstu atriðin. Börn og unglingar eru oft spenntari og fusari til að framkvæma og til að reyna hugmyndir sínar í sameiginlegri glímu sinni við tölvuforrit en þau eru ella. Að vísu ræður nýjabrum nokkru hér um, en það er aðeins eitt margra atriða. Þau ræða líka eðlilegar um við- fangsefnið í formi tölvuforrits en við ýmsar aðrar aðstæður. En þriðja óskin, þ.e. um að þau læri að skrá skynsamlega hjá sér það sem máli skiptir, og að nota það síðan til þess að fá enn gleggri yfirsýn en hægt er ella, getur líka ræst í ríkum mæli með nýtingu tölvubúnaðar í höndunum á næmum og skynsömum kennara. Þannig nýtist skynsamleg skráning á ferðum stúlknanna og kvennanna eins og þessi: 1 K 1 S 2 S 1 S 1 K 1 S 2 S (S: stúlka, K: kona) Slík skráning getur leitt til þess að nemandinn sér það mynstur sem að baki getur legið, sér að um er að ræða regluleika og að það að uppgötva þennan reglu- leika getur hjálpað við að leysa flóknari viðfangsefni án þess að þurfa að framkvæma verkið aftur í flóknari mynd. Þannig getur nemandinn sem sér mynstur úr skráningunni fært sér það í nyt til að sjá hve margar ferðirnar yrðu fyrir 3 konur, 6 konur, 99 konur, 9753 konur eða jafnvel n konur þar sem n er hvaða heil pósitíftala sem er. Með því móti sprettur algilda formið fram á skiljanlegan og náttúrlegan hátt og algebran sem í senn er hið algilda form og mál þess fær að og kann skil á. Þegar þess er gætt að algengt virðist vera að stór hluti nemenda viti í raun ekki hvað þeir eru að gera í algebrunámi sínu, hlýtur kennurum að vera það nokkur fengur að geta nálgast alhæfð viðfangsefni á annan hátt en venjan hefur verið. Töflureiknar Síðara viðfangsefni mitt tengist töflureikni. Töflureiknar hafa verið á markaði fyrir skóla sem aðra um alllangt skeið eða allt frá því Visicalc kom fyrst á markaðinn. Þeir fylgdu hver af öðrum, Supercalc, Multiplan, Lotus 1-2-3, Excel o.fl. o.fl. Dæmið sem ég set hér upp er í PlanPerfect, vegna þess að hann er á íslensku, mér vitanlega sá eini. Það þarf ekki mikið hugarflug til að láta sér detta í hug að nota megi töflureikni f stærðfræðinámi en þó hefur ekki 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.