Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 33
Október 1991 Hvað er í boði á lmbu Nýr samstarfsvettvangur kennara og skóla Tölvupóstur, innanlands og utan Ráðstefnukerfið USENET Póstlistar um tiltekin áhugasvið Verkefna- og hugbúnaðarsafn er í smfðum Malmquist og Apple og samstarfsverkefni íslenskra og danskra skóla sem Kristín Steinarsdóttir stýrði en IBM fjármagnaði. Þátttaka í fyrr- nefndum verkefnum var bundin við fáeina skóla og tiltekinn vélbiínað og af þeim sökum var sá sem þetta ritar gagnrýninn á þau bæði. Mín kenning var einfaldlega þessi: Tölvusamskipti eru þrautreynt fyrirbæri og ekki ástæða til að gera sérstakar tilraunir á því sviði. Skólar landsins þurfa að koma sér upp sinni eigin móðurstöð, þar sem uppsetningar miðast við þann búnað sem skólarnir eiga og þjónustan við þá þekkingu sem er til staðar í skólunum. Það á að skapa tæknilegar forsendur sem allir geta nýtt sér en ekki að skipuleggja verkefni í smá- atriðum. Að þessum skilyrðum uppfylltum mun kennarastéttin á íslandi fús að taka tæknina f sfna þjónustu og finna sjálf þau verkefni sem skipta máli. Draumur minn var sá að Tölvumiðstöð skóla fengi aðsetur í Kennaraháskóla íslands og yrði hið sláandi hjarta kennara- menntunar á íslandi. Ekki varð af þvf - og þá var Kópasker ekki verri staður en hver annar. Forsendur IMBU Hvaða skilyrði verður Tölvu- miðstöð skóla að uppfylla? 1. Hún verður að tengjast alþjóðaneti háskóla og fræða- stofnana, Internet, og keyra UNIX. 2. Allar tölvugerðir í skólum skulu sitja við sama borð hvað þjónustu varðar. 3. Notendaskil verða að miðast við að menn kunni enga skipun í UNIX - og geti samt bjargað sér. 4. Umsjónarmaður verður að heimsækja alla þá skóla sem tengjast til að hjálpa fólki af stað. 5. Notendur verða að hafa heimild til að hringja í umsjónarmann á flestum tímum sólarhringsins til að leita ráða. 6. Miðstöðin verður að vera tengd gagnaneti Pósts og símatil að jafna kostnað og bæta sambandið. 7. Félagsgjöld verða að vera lág og óháð notkun og tengitíma. 8. Andrúmsloft samstarfs og samhjálpar verður að rfkja innan notendahópsins. Ég tel að reynslan hafí sannað kenninguna. Hvert stefnir Imba? Bætt þjónusta og aukin gagnsemi helst í hendur við fjölgun notenda. í haust verður til dæmis tekið til við uppbyggingu gagnasafns íyrir kennara og ráðstefnuefni verður stóraukið. Þá færist einnig í vöxt að tilteknir hópar noti miðstöðina til að ræða sérmál sfn. Má þar til dæmis nefna Félag tölvukennara (3F) og stjórn Kennarasambands íslands. Meðal tónlistarskóla er talsverður áhugi á tengingu og að minnsta kosti eitt fræðslu- umdæmi hefur mótað þá stefnu að tengja alla skóla umdæmisins. Notkunarkostnaður Módem: 13.000 - 40.000 kr. Samskiptaforrit: 0 - 25.000 kr. Félagsgjald: 1.000-5.000 kr. á mánuði eftir stærð stofnunar. Fyrir félagsgjaldið fær stofnun verknúmer eftir þörfum og alla þá þjónustu sem miðstöðin getur veitt - án aukakostnaðar. Imba reynir auk þess að heimsækja notendur til þess að hjálpa þeim af stað. Sú þjónusta er innifalin í félagsgjaldinu. Nauðsynlegur búnaður til að tengjast Imbu Tölva Samskiptaforrit Módem og tengisnúra Aðgangur að símalínu Aðgangur að Gagnaneti P&S 33 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.