Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 14
Október 1 991 Logo-stýringar Björn Þór Jónsson, tölvunarfræðinemi Ég ætla að fjalla hér um Logo- stýringar, og þá sér í lagi tölvustýrtLego. Fyrsta kynning mín af því var á tölvusýningunni Tölvur á tækniöld sem haldin var síðasta haust f Þjóðar- bókhlöðunni. Ég held að mér sé óhætt að segja að Lego-básinn þar hafi vakið mikla lukku, og hann fékk reyndar nokkra umtjöllun í fjölmiðlum. Lego Þau sem þekkja venjulegt Lego vita að kubbaúrvalið er ótrúlegt. Svo er einnig um Tæknilegoið. Meðal annars eru til: - Mótorar - Ljóskubbar - Ljósnemar - Tannhjól - Öxlar Á mynd 1 sést hvernig tengingar eru. Inniítölvunnierlítiðspjald sem tengibretti er tengt við. Mótorar og ljósnemar eru svo tengdir í tengibrettið. Til að nota Legoið þurfum við kubbana, Logo og tölvu, og örlitlar viðbætur við Logoið. Þessar viðbætur eru þegar til fyrir PC-tölvur, og mjög lítið mál er að útfæra þær fyrir BBC (og þá væntanleg Arkimedes). Það getur verið að það sé líka hægt fyrir Macintosh, en það þarf að skoða betur. Dæmi um bíl Tökum nú dæmi og segjum að nemanda hafi dottið í hug að byggja bfl. Hann sest niður og prófar. Það er nokkuð öruggt að fyrsta tilraun virkar ekki, því mótorarnir eru mjög kraftlitlir. Þá kemur kennarinn til skjalanna og sýnir nemandanum hvernig má nota misstór tannhjól til að minnka snúningshraðann og auka kraftinn. Alveg eins og í alvöru bílum þá þýðir mikill snún- ingshraði lítinn kraft og öfugt, sbr. muninn á fyrsta og Qórða gír- Á mynd 2 má sjá hvemig misstór tannhjól eru notuð til að minnka snúningshraðann niður í 1/4 af upphaflegum hraða. Ég veit ekki hvort kraftformúlan er rétt hjá mér, en ef krafturinn er u. þ. b. í réttu hlutfalli við 1/ snúningshraða þá höfúm við fjórfaldað kraftinn. Nemandinn heldur glaður í bragði áfram að byggja og tekst loks að gíra nóg til að bíllinn komist áfram. Svo fer hann að byggja við stýrið og þá þarf að nota sömu lögmál, auk þess sem útbúa þarf einhvers konar snúnings- útbúnað. Allt getur þetta tekið talsverðan tíma: Að prófa sig áfram, gera mistök, fá hjálp og læra af öllu saman. Svo er að setjast niður og forrita. í fýrstu þarf að búa til einföld stef sem setja bílinn af stað, stöðva hann, bakka, beygja til instri, o. s. frv. (sjá mynd 3a). Svo er hægt að gera flóknari stef, sem keyra ákveðinn tíma, beygja ákveðinn tíma, o. s. frv. (sjá mynd 3b). Þá er líkansgerð í sjálfú sér lokið. En það er engin þörf á að hætta hér, því það er margt hægt að gera við bfl (sjá mynd 3c). 14 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.