Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 31
Október 1991 nemendur nota ofurmiðla opnast ný leið til að rannsaka nám og hugarstarf. Ókostirnir eru nokkrir. Ofur- miðlar reynast stundum of efnismiklir, geta leitttil óreiðu í námi og gert erfitt fyrir um mat enda erfitt að rekja feril nemenda um efnið. Sumir benda á að frjálsræði og sveigjanleiki kunni að henta illa þeim sem erfitt eiga í námi og aðrir hafa áhyggjur af þeim tiltölulega flókna tækni- búnaði sem þarf til að miðla texta, mynd og hljóði með samstilltum hætti. Ofurmiðlar hafa lítið verið reyndir eða rannsakaðir og hefðir við framsetningu efnis eru rétt að mótast. Sum kerfin er örgustu völundarhús þar sem notandinn á í mestu vandræðum að rata um efnið. Til að stemma stigu við þeim vanda hafa þróast ýmsir vegvísar sem gegna lflcu hlutverki og blaðsíðutöl, kaflaheiti og efhisyfirlit í bókum. Þar má nefha yfirlitsteikningar eða kort af kerfinu sem kalla má upp eftir þörfum, markvissa útlitshögun, ýmiss konar efnisskrár og lykiltengsl, afturvirk tengsl og svonefnd bókamerki sem notandi getur komið fyrir og farið til aftur hvaðan sem er úr kerfínu. Þrátt fyrir þýðingarmikla vankanta er ljóst að ofurmiðlar eiga framtíð fyrir sér og kunna að hafa byltingarkennd áhrif þegar fram í sækir. í samfélagsgreinum eins og víðar skiptir miklu að skýra samhengi, vekja til umhugsunar, tefla fram ríkulegu efni og bera saman ólík sjónarmið. Til þessara hluta eru ofurmiðlar betur fallnir en flest það efhi sem nú er notað í skólum. Eftir því sem tækniþróun fleygir fram og hefðir taka að skapast við efnismeðferð í þessum nýja miðli má gera ráð fýrir að áhrifa hans taki að gæta í ríkum mæli innan skólveggja sem utan. Lönd um víða veröld Jón Jónasson, forstöðumaður kennsludeildar Fræðsluskrifstofu NE Væntanlegt er á næstunni frá Námsgagnastoftiun gagnasafh um lönd og þjóðir. Ég mun hér lýsa því í örfáum orðum. Gagnasafnið sem hefur vinnuheitið "Lönd um víða veröld" er skráð í Fróða en það er gagnagrunnur fyrir BBC og Archimedes tölvur. í Fróða geta skráningar verið allt að 64.000 og svið innan hverrar skráningar 256. í landasafninu eru skráning- arnar rúmlega 200, þ.e. rúmlega 200 lönd, og innan hvers lands (hverrar skráningar) skiptast upplýsingarnar í 83 svið. Til að gefa hugmynd um þær upp- lýsingar sem safnið geymir nefni ég hér nokkur þessara 83 sviða. Auk nafnsins og staðsetningar á landinu eru þarna upplýsingar um stærð og íbúafjölda og ýmsar upplýsingar tengdar íbúa- flöldanum, svo sem þéttleiki byggðar, flölgun, dánartíðni, ungbarnadauði og fleira þess háttar. Þarna er líka að finna upplýsingar um hita og úrkomu á einum til tveim stöðum á viðkomandi landi. Upplýsingar um lengd skólaskyldu, ólæsi fullorðinna, líflíkur, útflutning og innflutning. Auðvelt er að leita í safninu og er hægt að leita í öllum sviðum. Þannig er hægt á örskots stundu að einangra öll þau lönd sem hafa íbúafjölda undir 300.000, eða öll lönd í Evrópu þar sem l ífl íkur karla eru yfir 72 ár svo dæmi séu tekin. Einnig er hægt að raða í stafrófs- og/eða númeraröð hvaða sviði sem er bæði í úrtaki eða öllu safninu. Að sjálfsögðu er hægt að prenta þessar upplýsingar eða setja þær í skrá á diski til vinnslu í öðrum forritum svo sem ritvinnslu, tölfræðiforriti eða töflureikni. 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.