Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 1
áárifatlaðra -sjábis.4.5 BrezkurmlöiU leysirmorðgátu íMoskvu — sjá mannlíf ábls.ll mmm ognúiágum wiðfyrirDönum — sjá íþróttiríopnu Ósvífniaðhand- takajólasveininn — sjá lesendabréf ábls.6-7 COSMOShefst ísjónvarpinu íkvöld —sjábis.34 Kveðjaúrsnjó- skafíiíVarsjá — sjábls.10 Klipptu sér leið að góssinu Miklum verðmætum var stolið í Tollvörugeymslunni er brotizt var þar inn um helgina. Farið var inn með þeim hætti að einföld bárujárnskiæðning hússins var rofin með klippum. Létu þjófarnir greipar sópa um geymslur fjögurra fyrirtækja. f morgun lá ekki fyrir hversu miklum verðmætum haföi veriðstolið. -SSv. Sjómenn og útgerðar- menn talast við í dag Sjómenn á báta- og togara- flotanum á Austfjörðum fara í verkfall á morgun hafi samningar ekki tekizt, fyrir þann tíma. Verða þá á milli fjögur og fimm þúsund sjómenn á svæðinu frá Snæfellsnesi að Langanesi komnir í verkfall. Samningafundur hefur verið boöaður í dag hjá sáttasemjara ríkisins og þá verður einnig fundur hjá yfirnefnd fiskverðs. -klp- Dómsmálaráðherra þykir umsvif Rússa orðin fullmikil: Friðjón saltar fast- eignakaup Sovétmanna —dregizt hefur í þrjá mánuði að veita þeim leyfi til kaupa á Sólvallagötu 55 Friðjón Þórðarson dómsmála- ráðherra mun vera tregur til að veita Sovétmönnum leyfi til kaupa á húsinu við Sólvallagötu 55 í Reykjavík. Teiur hann umsvif Sovétmanna þegar orðin fullmikil. Sovézka sendiráðið hefur þegar gert kaupsamning um umrædda húseign. Seljandi er Eggert P. Briem. Fasteignakaup erlendra sendiráða eru háð samþykki stjórnvalda. Þarf dómsmálaráðherra að samþykkja kaupin áður en þau geta farið fram. Nokkuð er liðið síðan samningur þessi kom inn á borð ráðherra. Það mun hafa verið í septemberlok. Hefur því dregizt um þrjá mánuði að fá samþykki. Utanríkis- og viðskiptaráðuneytin leggja að dómsmálaráðuneytinu að samþykkja kaupin. Viðskipta- ráðuneytið mun hafa áhuga á leyfinu þar sem talið er að sovézkur viðskipta- fulltrúi muni eiga að vera í húsinu. Sovétmenn eru þegar komnir í húsið og hafa það á leigu. -HH/KMU. Sólvallagata 55, húsiö sem sovóxka sendiráöiö vill kaupa. DV-mynd: Einar Olason. ► KIÉl íslendingum tókst ekki að vinna erkifjenduma, Dani, i annað sinn t jafn- mörgum dögum, er þjóöirnar mættust í Laugardalshöllinni i gær. Dönum tókst aö merja sigur, 24—23, eftir aö staðan haföi veriö jöfn í hólfleik, 12—12. Mikil spenna rikti undir ktk leiksins, en Danir skoruðu sigurmarkið 16. sek. fyrir leikslok. Sigurður Gunnarsson hefur hór brotixt framhjó bezta manni Dananna, Erik Rasmussen, og skorar eitt marka isienzka liðsins. -SSv Fiskverð ogalmennar ef nahagsráðstafanir: AILT ÓÁKVEÐIÐ Á ELLEFTU STUNDU Ríkisstjórnin hafði í morgun enn ekki komið sér saman, hvorki um al- mennar efnahagsráðstafanir né ráðstafanir vegna ákvörðunar fisk- verðs. Ríkisstjórnarfundur átti að hefjast klukkan 10 og var búizt við að þar yrði reynt að taka á málunum. Brýnast er að taka ákvörðun um olíugjaldið, en það fellur niður um ára- mót, verði ekki að gert. Ríkisstjórnin hafði í morgun ekki komizt að niður- stöðu í því máli, en ósamkomulag ríkti. Almennar efnahagsráðstafanir verða varla ákveðnar fyrir áramót úr þessu. Ágreiningur milli stjórnarliða er þar óbreyttur, og stendur járn í járn. Þá fer að verða hæpið, að fiskverð geti legið fyrir um áramót, þótt sjómenn séu nú þegar í verkfalli. Nýir útreikningar Þjóðhags- stofnunar sýna 13,45% meðalhalla á útgerð. Yfir 16% tap er á bátaflotanum samkvæmt þeim. Stjórnarliðar draga þessa útreikninga í efa. Þá hefur enn ekki borizt frá Þjóðhagsstofnun nýr út- reikningur á afkomu frystingarinnar. Eftir honum hefur verið beðið. Þessi reikningur mun væntanlegur i dag. Nýjustu útreikningar Þjóðhags- stofnunar sýna mun verri afkomu út- gerðar en fyrri útreikningar. Vandinn er því verri en áður var talið. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.