Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Alþjódaári fatlaðra að Ijúka Ntm starf og sterkur stofn aö iafnrétti fatiaðs fólks Árinu 1981 og þar með alþjóðaári fatiaðra er að ljíika. Ár fatlaðra hér á íslandi hefur tæplega farið fram hjá nokkrum manni sem á annað borö fylgist með samtiðinni. Enda hefur kynning og fræðsla um fötlun og að- stæður fatlaðs fólks verið eitt megin- markmiðið. Til þess að auka skilning annarra til þess að færa þá fötluðu nær hinum ófötluðu, til þess að efna til samstöðu um að ná því markmiði að fatlað fólk fái notið jafnréttis í þessu þjóðfélagi. Hvernig hefur til tekizt? Þvi svara hér þrír úr forystunní fyrir „ári fatl- aðra” og eru sammála um að innt hafi verið af höndum mikið starf og reistur sterkur stofn. Framhaldið er hins vegar ennþá óráðið eins og gefur að skilja og fer eftir ýmsu, þó mest því hvernig þessu ári verður fylgt eftir svo að þaö skilji að lokum eftir sig efni í stóra sigra. lóna Sveinsdóttir kennarí, formaður Öryrkjabandalags íslands: „KYNNINGIN HEFUR VISSU- LEGA HAFT MIKIL ÁHRIF” „Það sem mér er efst í huga þegar ég lít til baka yfir ár fatlaðra er hinn aukni skilningur i þjóðfélaginu á þeim vanda- málum sem fatlaðir búa við. Öll sú kynning, sem fram hefur fariðá árinu á málum þessa hóþs, hefur vissulega haft mikið áhrif og það er trú mín og vissa að þessi skilningur endist miklu lengur en þetta eina ár,” sagði Jóna Sveins- dóttir kennari, sem verið hefur for- maður öryrkjabandalags Íslands síðustu tvö árin. Hún er þar fulltrúi Foreldra- og styrktarfélags heyrnar- daufra. „Þetta er bara byrjunin. Ég vona að í framtíðinni þyki það sjálfsagt að allt 'sé gert sem hægt er til þess að útvega fötluðu fólki menntun og atvinnu, hverjum við sitt hæfi, og að gera því kleift að taka þátt í þjóðlífinu til jafns við aðra. Það er trú mín að þessi grund- völlur sé að mótast nú. Ég gæti nefnt margt sem gert hefur verið á árinu. Hlutur fatlaðra hefur verið mikill, þeir hafa sjálfir kynnt mál sín af mjög miklum dugnaði, en ég vil líka nefna Alfa-nefndina, sem unnið hefur mikið og gott starf, beitt sér fyrir öflugu kynningarstarfi með ráð- stefnum, menningarvöku, samningu námsefnis um fatlaða til sýningar í skólum og margt fleira. Hlutur ýmissa félagasamtaka er líka stór, þau hafa sýnt fötluðum mikinn áhuga og gert margt til kynningar á málum þeirra. Ég vil líka minnast á nýsamið lagafrum- varp, sem nú liggur fyrir Alþingi og boðar mikla réttarbót fyrir fatlað fólk.” En hvað er Jónu persónulega minnis- stæðast af því sem gerzt hefur á þessu ári? „Það er raunar ótalmargt en mér kemur tvennt i huga nú. Annað er það þegar Norman Acton, framkvæmda- stjóri Alþjóðaendurhæfmgarsamtak- anna, afhenti forseta íslands stefnu- skrá samtakanna fyrir 9. áratug aldar- innar þann 17. september. Hitt er þegar vígður var núna 13. desember fyrstu heyrnleysingjapresturinn á íslandi, Miyako Þórðarson.” HERB. Jóna Sveinsdóttir. Eggert Jóhannesson. iflíÍfl * 1 y II 1 m í : 11 f j|j íjp Eggert Jóhannesson húsasmiður, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar: „Skilningur Alþingis liggur ekki fyrir enn” „Þetta ár hefur haft í för með sér mjög aukna umræðu um málefni fatl- aðra og þessi umræða og öll kynning leiðir vonandi til vaxandi skiinings. Ég tel raunar að augu fólks séu að opnast. Það gerast að vísu ekki stórir hlutir á einu ári, endanleg niðurstaða kemur í ljós á lengri tíma,” sagði Eggert Jóhannesson húsasmiður á Selfossi, sem hefur verið formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar í rúm tvö ár. Hann er í því embætti sem fulltrúi fé- lagsins Þroskahjálpar á Suðurlandi og sem foreldri. „í sambandi við framhald ársins hljótum við að setja mjög traust okkar á þá nýju löggjöf sem nú er til með- ferðar á Alþingi, frumvarpið um málefni fatlaðra. Það er í rauninni samsteypa og útvikkun á lögunum um aðstoð við þroskahefta og endurhæf- ingarlögunum. Með þessum nýju lögum á að hafa öll máí allra fatlaðra í einum ramma, sem ég tel ákaflega dýrmætt. Hins vegar neita ég þvi ekki að í mér býr nokkur efi um gagnsemi þessara væntanlegu laga alveg á næstunni. Það liggur ekki fyrir enn hvaða skilning Alþingi kemur til með að hafa á framkvæmd þeirra og þess vegna eru örlögin ákaflega óráðin, þótt frumvarpið liggi nú fyrir. Einnig vil ég vekja sérstaka athygli á sérkennslumálum fadaðra, einkum úti á landsbyggðinni, en þau mál finnst mér hafa orðið mjög útundan á þessu ári, hvemig sem á því stendur, og standa þau þó vægast sagt illa.” Hvað um persónulegar minningar frá árinu? „Það hafa svo margir unnið saman að svo margvíslegum verkefnum að erfitt er að greina hvað frá öðru. Þó vil ég nefna að JC-hreyfingin hefur verið mjög virk í stuðningi við okkur og eins var framtak SAM-útgáfunnar og Hallgrims Marinóssonar, sem bakkaði hringveginn, mjög sérstætt. Þá erum við nú að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf og búum okkur þannig undir aðaukaumsvifintilmuna.” HERB. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði íslensk verðbólga til útflutnings Þá fjölgar í höfnum landsins, en sjómenn hafa tekið það ráð að gera verkfall á flotanum til að freista þess að koma fram hagkvæmum samn- ingum. Verkbann hefur komið á móti og er það að verða nokkuð al- gengt að verkföllum sé svarað þannig og þykir það hin mesta ósvinna af launþegum, sem hafa vanist því að vera nokkuð einráðir um aðgerðir á vinnumarkaði. Sú deila sem nú er risin út af vænt- anlegu fiskverðu getur orðið rikis- stjórninni erfið, þótt hún sé búin að vinna hana hálfa nú þegar með samn- ingum þeim, er tókust milli annarra launþega í landinu og miðast við sex mánuði og 3.25% launahækkun. Mátti raunar skilja á foruslumanni sjómanna nú nýverið, að ekki væri óhugsandi að sjómenn sættu sig við að falla í far almennra launasamn- inga. Sé það viðhorfið verður leik- urinn auðveldari en nú horfir. Aðeins citt bagar stóriega, og það er sú staðreynd, að okkur hefur enn ekki tekist að gera verðbólguna að úl- flutningsvöru. Taktfastar hækkanir á fiskverði til framleiðenda hafa þýtt það, að við höfum spennt fiskverð svo á erlendum mörkuðum, að það á í raun ekki annað fyrir sér en að lækka. Samt skal enn freistað að flytja út verðbólgu undir nafninu þorskur og ýsa. Sjómenn telja sig eðlilega ekki vera að veiða verðbólgu á nýlegum og stórtækum fiskiskipa- flota, útgerðarmenn frábiðja sér að þeir séu að gera út verðbólgukollur, og þeir sem kaupa fiskinn og verka hann telja sig auðvitað ekki vera að hausa og slógdraga verðbólgu. En það er sama hvað menn þykjast ekki vera að gera. Þeir standa allir í því upp fyrir haus að fiytja út verðbólgu. Þeir einu sem ekki taka mark á þessu eru erlendir viðskiptavinir fisksölusam- bandanna. Þá varðar ekkert um ís- lensku verðbólguna og hafa kannski ekki heyrt hennar getið. Þeir vilja bara kaupa það sem viðskiptavinur- inn geturélið. Þannig er þá komið högum aðalat- vinnuvegar þjóðarinnar, að hann er orðinn aukageta i verðbólgusölunni á erlendum mörkuðum. Jafnvel þótl sjómenn sættu sig við sömu kjarabót og aðrar vinnustéttir í landinu, breytti það litlu, vegna þess að þau 3.25% sem þeir fengju yrði að flytja út með einum eða öðrum hætti. Og þá kemur til kasta stjórnvalda að beita sínu galdrabragði, sem felst í því að breyta genginu og efla þannig enn verðbólguna til útflutnings síðar Íslenskt þjóðlíf er hvorki stórt eða flókið. Samt virðisl öllu þannig fyrir- komið hér, að vandamálin hæfa milljónaþjóðum. Svarthöfði — mætti maður halda. Ekki þarf mikla snillinga til að sjá, að við getum ekki haldið svona áfram endalaust. Myntbreytingin varð gerð m.a. til að auðvelda okkur að telja seðla. Sú talning er nú að ná fyrra erfiðleikastigi. Hún er orðin næsta timafrek eftir árið. Svonefndir raun- vextir ætla ekki einu sinni að koma bönkunum til góða, þvi uppi eru raddir um að pína þá þannig í við- skiptum við Seðlabankann, að vaxta- aukningin geri meira en éta sig upp. Áftur á móti hefur raunvaxtastefnan haft þau áhrif á atvinnulífið, að þar fást engar vitlegar niðurstöður h vern- ig sem menn velta þeim i gegnum reiknivélarnar. Og þetta gildir ekki hvað mest um fiskvinnsluna og frysti- húsin. Hvað vextina snertir mætti segja að „normalt ástand” væri rúm- lega sextíu prósent verðbólga að þeim óbreyttum. Og kannski verður það lausnin innan skamms tíma, af því verðbólga virðist þegar á allt er litið vera okkur helsti og vænlegasti út- flutningsatvinnuvegur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.