Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. 1 ; i I I i i ► t f Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hérna megin járntjalds hefur menn hungrað í ítarlegar og áreiðanlegar fréttir af atburðum í Póllandi, eftir að herlögin gengu í gildi. En með því að símtöl eru ritskoðuð ogslitin, ef þau snúast um hluti, sem „varða öryggi landsins”, hafa menn litla saðningu fengið. Helzt berast fréttir með ferðafólki, sem á fimmta og sjötta degi herlaganna fékk að fara úr landi. Jan Stage, fréttamaður danska blaðsins „Politiken ”, skrifaði í blað sitt þessa grein, sem hér er endursögð, og lýsir að nokkru við hvaða skilyrði hinir vestrænu fréttamenn verð að starfa. Þeir voru allmargir staddir í Póllandi, þegar allt lokaðist. KVEDJA ÚR SNJÓSKAFU í VARSJÁ Victor Kowalski liðþjálfi, númer 4223 í öryggissveitum höfuðborgar- innar pólsku, rétti sig snögglega upp í ekilssætinu og kveikti blá viðvörun- arljósin. Framundan sá hann það, sem hann hafði lengi skimað eftir. Einkabíll með útlendum skrásetning- arspjöldum, fullur af blaðamönnum og ljósmyndurum. Ljósmyndavélarnar voru mundað- ar á lofti og kannski gerði Kowalski sér í hugarlund, að hann heyrði bæði tikkið í vélunum og skrjáfið í kúlu- pennunum, þegar þeir runnu yfir vasakompur blaðasnápanna. Loks rann upp stundin í fimmtán mánuði — frá því að Einnig var viðurkennd sem Iögleg verkalýðshreyfing með tilheyrandi tjáningarfrelsi — hafði liðþjálfinn mátt horfa upp á sitt lítið af hverju, án þess að fá nokkuð við því gert. Nú gat hann í trausti herlaganna og með blessun Jaruzelskis hershöfð- ingja bætt sér það upp. Kowalski brunaði upp að hlið einkabílsins, og síðan fram fyrir hann á gráu VW-rúgbrauði sínu svo að hinn ekillinn varð að nema stað- ar. Hann snaraði sér út. Án þess að vita það og örugglega óviljandi var liðþjálfinn orðinn einn aðalleikarinn í leikþætti um, hvernig útlendir fréttamenn standa að öflun frétta og fréttamynda og reyna að koma þeim úr landi, sem algerlega er ein- angrað frá umheiminum. Blaðamennirnir sáu Kowalski stika götuna til þeirra. Hann slétt- aði úr hrukkum einkennisjakkans og snart eins og ósjálfrátt skamm- byssuhylkið. — „Nú fáum við heimsókn,” sagði einn. Allir í biln- um voru sjálfsagt með hugann við erfiðleikana, sem þeir höfðu átt við að glíma í starfi þessa daga, síðan Pólland komst undir stígvélahæla hersins. öryggisverði en umferðarlögreglu- þjóni vestan tjalds, sem grunar mann um ölvun við akstur. — Kurteisi er Pólverjum i blóð borin og þeir kunna illa við sig inni á kontór. Einhver hefur líkt hinni pólsku þjóðarsál við Chopin-tón- leika, sem þurfa háan himinn, stór- an sal og hjarta, sem slái einhvers staðar annars staðar en inni í lág- kúrulegri, reykmettaðri skrifstofu. Kowalski skilar föngum sínum í hendur ungum embættismanni sem byrjar á því að harma að til af- skipta skyldi þurfa að koma. En hann vill sem sé gjarnan vita hverju hinir heiðruðu blaðamenn og Ijós- myndarar hafa verið að huga að á ökuferð þeirra um Varsjá. Um leið vill hann gjarnan vekja athygli á því að ákvæði númer tvö í „Ráðum hersins til þjóðfrelsisins” kveður skýrt á um hver staða blaðamanna er í Póllandi. Nefnilega einfaldiega hvergi og engin. Þar á eftir vill hann vinsamlegast fá að sjá filmurnar sem allt málið snýst um. Hann ætlar samt ekki að skrifa neina skýrslu um málið, hvort sem það er af leti eða vegna þess að hann hefur- í mikilvægari málum að snúast. En filmurnar vill hannn fá afhentar. Flókið vesen Nú skýtur ljósmyndarinn því fram að á þessum umræddu filmum séu myndir af mannúðarmálum. Hann hafði nefnilega komið inn í landið daginn fyrir innleiðingu her- laganna. Því var hann eins og allir aðrír algerlega óvitandi um að upp kynni að koma ,,ný staða”, eins og danskir sósialdemókratar kalla ástandið í Póllandi. Eiginlegt erindi hans til landsins var að taka myndir af afhendingu sjúkragagna hjá Ein- ingu, sjúkragagna sem mannvinir í Danmörku höfðu safnað. Þetta flækir ögn málið. Hvernig á embættismaðurinn að skilja „mann- úðarmyndir” teknar, meðan Eining var lögleg, og „ólöglegar myndir” teknar eftir á. Auk þess þarf neyðarástandsstjórnin ekki síð- ur á aðstoð að halda erlendis frá heldur en Varsjárstjórnin áður svo að ekki er skynsamlegt að styggja Sussað niður Dauðir símar, óvirk telextæki, skert ferðafrelsi, vegatálmar, glamp- andi byssuhlaup, eilífar skilríkja- skoðanir, hornaugnagotur og upp- lýsingasvelti. Er þá fátt eitt talið upp af hindrunum þess frjálsa upp- lýsingastreymis sem Helskinkisátt- málinn kveður svo fallega á um. Á vissan máta var ástandið skýr- ara hjá hinum pólskun fréttamönn- um. Annaðhvort störfuðu þeir hjá flokksfnálgögnum eftir skýrt mörk- uðum reglum. eða að þeir voru allir sendir heim i launalaust frí. í út- varpi og sjónvarpi voru þeir leystir af hólmi af mönnum í brúnum ein- kennisbúningum. Þeir menn báru ereinileRa með sér að vera sendir beint út úr fjölmiðladeildum hers og flokks. En þeir fimmtíu útlendu blaða- menn, sem af tilviljun eða yfirveg- uðu ráði voru í Póllandi á einmitt þeirri stundu, þegar allt fór af stað, höfðu sízt af öllu frí í huga. Starfs- skilyrðin voru þó verri en það, sem daglega er kallað erfið. — Blaða- maður getur alltént púslað saman frásögn sinni í huganum og lagt sér á minnið. Ljósmyndari verður að hafa sitt efni á filmunni. Og það var einmitt hin rökrétta ályktun Kowalskis liðþjálfa þegar hann kurteislega en ákveðið skipaði ljósmyndaranum út úr einkabílnum. Að forminu til hafði hann fyrst og fremst áhuga á vegabréfum en augu hans dvöldu við myndavélina þegar hann gekk aftur til lögreglubílsins og kallaði varðstofuna upp í tal- stöðinni. „Komdu með þá á stöð- ina,” brakaði einhver rödd í stöð- inni. Kowalski ók á undan eftir kulda- legum strætum Varsjár þar sem meira bar á her- og lögreglumönn- um en fólki á ferli. Jan Stage skrífar um, hvernig; örfáar pólskar fréttamyndir berast umheimin- um úr einangrun Póllands. um of fulltrúa slíkra útlendra hjálp- araðila. — Ólöglega filmu eyðilegg- ur maður með því að hleypa ljósi að henni en á þessari óframkölluðu filmu er blendingur af löglegum og ólöglegum myndum. Uhumm, vesen! Með vinsemd og viröingu Svona hugsanagang skilur Ijós- myndarinn auðveldlega. Hann leyfir sér að vera hinn samvinnuliprasti. Af því að hann veit að það var svo sem enginn sérstakur fréttamatur í þessum myndum, sem hann tók, sveiflar hann hoffmannlega út höndum og harmar vesenið. En hann segir síðan, að hann muni ekki taka það illa upp, þótt filman eyðilegðist öll í ljósi. Embættismaðurinn nistir út sína sextándu sígarettu í öskubakkann og tekur filmuna í hendurnar. Aftur og enn harmar hann þessi leiðindi, en dregur alla filmuna úr hylkinu og út í ljósið. Ónýtri filmunni er hent í ruslakörfuna. — Hinn geðþekki Ijósmyndari sannar enn, hvað hann er samvinnþýður. Hann dregur upp aðra filmu úr vasa sínum og réttir embættismanninum. Kannski hefur hann steingleymt að skýra frá því að hún er sömuleiðis ónotuð. Kannski viil hann ekki skyggja á ánægju þessa þægilega embættis- manns. Seinni filman fær sömu af- greiðslu og hin. Það er kvatt með handabandi. „Gerið þetta aldrei aftur!” — Því er hátíðlega lofað. Allt er hey í harðindum Nú liggur leiðin frá lögreglustöð- inni. Stefnt er til baka að snjósköfl- unum. Filmuhylkin — þau réttu — eru hirt upp. Ljósmyndarinn tekur viðkvæmnislega á þeim, eins og týndum börnum, sem heimt hafa verið aftur úr óvissunni. Nokkrum stundum síöar eru þau í fórum sendiboða, sem slegizt hefur í för með lest til austurþýzku landa- mæranna. Degi síðar liggja mynd- irnar framkallaðar á borðum rit- stjóra fréttablaða víða um heim og þeir rýna í þær. „Dauflegar mynd- ir,” segja þeir og gretta sig jafnvel. En þær eru þó skýrar og birtingar- hæfar. Og þar sem þær eru einu myndirnar, sem þeir hafa frá Pól- landi, ganga þær út eins og heitar lummur. Þær eru hversdagsgrár sannleikur um Pólland. Brynvagnar á götum, kuldastirðnuð andlit fólks og auð stræti, þar sem áður var daglegur ys og þys. Þær eru kveðja frá snjó- skafli í Varsiá. Góð ráð dýr Kannski hefur verið móða á aft- urrúðunni, nema liðþjálfinn hafi verið svona öruggur með sig. En í fólksbílnum gerðust nú atburðir sem Kowalski tók ekki eftir. Er naumast unnt að liggja honum á hálsi fyrir það. „Pressan” getur verið handfljót við að losa sig við sin gögn, þegar á reynir. Sneggri en við að afla þeirra. Ljósmyndari getur verið fljótari að skipta um filmu í vél sinni en diplómat að skipta um skoðun. Og til hvers eru snjóskaflarnir í Varsjá ef ekki til þess að geyma um stund- arsakir filmuhylki, sem varpað er í þá, svo að lítið beri á. — Þrívegis féllu hylki hljóðlaust í mjúkan snjó- inn. „Þarna geymast þau djúp- fryst,” laumaöi ljósmyndarinn glottandi út úr sér. Hann er sér ekki vitandi um það að eftir tvo daga veröa þessar frystu myndir komnar á forsíður helztu blaða heims. Það spillir þeim ekki þótt þær liggi nokkra stund I snjónum. — Og enn síður hvarflar það að Kowalski. í höndum réttvísinnar Eins og aðrir afbrotamenn fyrir framan varðstjórann á Ijósmyndar- inn í erfiðleikum með að leyna feginleik sínum og sjálfsánægju yfir að hafa tekizt að losa sig við „stoff- ið”. „Kamara!” heimtar Kowalski aftur kominn að bíldyrunum hjá blaðamönnunum eftir að stöðvað var við lögreglustöðina sem stendur i miðborginni. Leiðin liggur nú upp tröppurnar í skítuga byggingu sem ber þessa stundina sérstök merki annríkis af völdum nýju herlaganna þar sem allt er bannað. Safnazt hafa í hauga hljóðbönd, veiðibyssur, minjar úr stríðinu eins og gamlar vélbyssur og fleira og fleira. Þetta má ekki vera við höndina til þess að leiða ein- hvern í freistingu á æstu andartaki. — Þetta er á fyrstu dögum og menn enn samvinnufúsir svo að þeir standa í röðum til þess að skila inn loftbyssum og fleiri bannmunum. Þeir bíða hinir þolinmóöustu eins og þeir eru ávallt vanir að bíða þess að röðin komi að þeim. Hvort það er til þess að skila af sér eða til þess að kaupa brauð. Mjúkir stálhanzkar Það reynist ekki ýkja mikið öðru- vísi að vera yfirheyrður af pólskum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.