Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. 33 Menning Menning Menning cý y Áfengislaus nýársfagnaður ad Hótel Sögu — Lækjarhvammi nýársdag — föstudag 1. janúar 1982! Hefst meö boröhaldi kl. 19.00 VÖNDUÐ SKEMMTIATRIÐI: SKEMMTUN FYRIR ALLA ÞÁ, SEM VILJA SKEMMTA SÉR ALGÁÐIR. Miöar seldir í Skóbúðinni, Laugavegi 62, kl. 9— 19 þriðjudag 29/12 og miðvikudag 30/12 og aö Borgartúni 23,2. hæð, kl. 20—22 sömu daga. Upplýsingar í síma 27440 og 27655. Skemmtinefiid Freeport-klúbbsins Þrátt fyrir að vera barnamynd að flestu leyti, eða alla vega að höfða til barnsins i okkur öllum, þá ber myndin stundum húmanískan og vel tímabæran boðskap. Mynd fyrir barnið í okkur öllum Flest atriðanna eru spaugileg, en aldrei drepfyndin enda svo sem ekkj tiljiess ætlast. Jón Oddur og Jón Bjarni. Loikstjóri: Þráinn Bortelsson. Leikendur: Póll og Wilhelm Sœvarssynir, Steinunn Jóhannesdóttir, Egill Ólafsson. Framleiðandi: Noróan 8. Sýningarstaflur: Hóskólabíó. Hver hefði trúað því fyrir svona 5 ár- um, að á jólunum 1981 myndu vera sýndar tvær íslenskar kvikmyndir, myndir sem standast kröfur unt gæði? Þetta er samt tilfellið og virkilega ánægjulegt. Það er að bera í bakkafull- an lækinn að ræða gæði „Útlagans”, enda tæpast jólamynd. ,,Jón Oddur og Jón Bjarni” stendur hins vegar undir nafninu jólamynd/fjölskyldumynd, ennfremur sem íslensk kvikmynd sem nýtir sér sjónarhól barna og sakleysi þeirra, með þvi að sýna okkur spaugi- lega — jafnt sem alvarlega — atburði daglegs lífs. Myndin er því röð atburða — kafla úr bók? — sem hafa sinn eiginn stíg- anda og ris. Það er ekki mikið um þessa atburði að segja og vart annað hægt en að fagna fagmannlegum vinnubrögð- um allra aðstandenda í gerð þeirra. Margir kynnu ef til vill að halda að myndir væri þá ekkert annað en röð af „skissum” og hefði ekkert heildayfir- bragð. Þráinn kentur kvikmyndun á bókum Guðrúnar Helgadóttur (sem ég hef ekki lesið, en hyggst gera) lil hjálp- ar með þvi að láta heimsókn og brott- förn Kormáks afa mynda rantma um alla þessa títtnefndu atburði, Áður- nefndur skortur á heildaryfirbragði er því ekki fyrir hendi. Flest atriði myndarinnar eru spaugi- leg, en aldrei drepfyndin enda svo sem ekki til þess ætlast. Húmorinn er eðlilegur og verður til úr atvikum sem gætu gerst oggerast oft, eins og t.d. hið spaugsama atvik þegar pabbi tvibur- anna tapar fötum sínum og eftirleikur þess. Þrátt fyrir að vera barnamynd að satt. Ósannindi og hræsni (afmælisboð ömmu Dreka) eru aðeins til hjá full- orðnum, og má með sanni segja að full- orðnir geti talsvert af Jóni Oddi og Jóni Bjarna lært. Öll predikun í kvikmyndum er mér talsvert á móti skapi, en einmitt það tekur nokkurn brodd og trúverðugheit úr umfjöllun myndarinnar um vangefin börn og jafnvel vandainál (vont orð) aldraðra. Flest í kringum vangefnu stúlkuna Selmu er vandræðalegt og boðskapurinn — predikunin öllu frek- ar— uppáþrengjandi. Þrátt fyrir þennan galla, sem verður að telja minniháttar, þá líður myndin hratt og vel áfram. Þráinn kann að byggja upp sín atriði og Iteld ég að öll FLUGELDAMARKAÐUR FISKAKLETTS Býður upp á fjölbreytt úrval af flugeldum á hagstæðu verði. Aðal útsölustaður [ Helluhraun - t Fjarffar- Hjallahraun 9 kaup Sími 52634 Trönuhraun. Styrkið starf björgunar- sveitarinnar Pris-ma c 5 c o t Flugeldar Blys— Sólir Gos — Stjörnuljós Fjölskyldukassar á kr. 130,- kr. 180,- kr. 250,- Útsölustaöir einnig: Strandgötu 4 Lækjargötu 32 Reykjavikur vegur h Athugið: Flugeldasýning 29. des. kl. 20.00 að Hjallahrauni 9. Jóiatrés- skemmtun verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 3. janúar 1982 og hefst kl. 15 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur að Hagamel 4. ____ Miðaverð: Börn kr. 45,00 fullorðnirkr. 15,00 Tekið verður á móti pöntunum í símum 26344 og 26850. Verzlunarmannafólag Reykjavíkur. flestu leyti, eða alla vega að höfða til barnsins i okkur öllum, þá ber myndin stundum húmanískan og vel tímabær- an boðskap. Boðskapur þessi fjallar yf- irleitt um umgengnisvenjur og siðferð- isreglur dagsins í dag, hversu rangar þær eru og oft hvernig þær ættu frekar að vera. T.d á að Ijúga þegar sannleik- prinn kann að meiða? Við vitum að bórn eru saklaus og því engin furða þegar tvíburarnir skilja ekki foreldra sina fyrir að skamma þá fyrir að segja Kvikmyndir Örn Þórisson frásögnin sé auðgripin fyrir börn, án þess þó að vera barnaleg. Leikarar standa sig tneð prýði, ungir sem aldnir. Engir ofleika, frekar und- irleika fallega eins og Sleinunn og Egill 1 hlutverkum foreldra tvíburanna. Krakkarnir standa sig allir prýðilega, þrátt fyrir framsagnarerfiðleika. Hvað frammislöðu krakkanna varðar má þakka leikstjórn Þráins og natni Itans við smávægilegustu atriði. Vísanir i eldri islenskar kvikmyndir eru skemmtilegar og takast að öllu leyti. Ég ætla að sleppa lesendutn við allar upptalningar á gæðuin og göllum vinnu fólks sem lagt hefur a.m.k. Itálfl ár af ævi sinni til að búa til 90 mínútna mynd. Ég kýs frekar að hvetja fólk til að sjá fyndna og þroskandi (annað vont orð) kvikmynd, sem að mörgu leyti er í betra jafnvægi en aðrar is- lenskar myndir. „Jón Oddur og .lön Bjarni” er kjörin fyrir börn (varla yngri en aðalpersónurnar) og ekki síður ákjósanleg fyrir uppalendur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.