Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 35
35 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Sjónvarp Nýársnótt: SJÓNVARPJÐ TIL MIÐNÆTTIS - ÚTVARPIÐ TIL KL 03 Það verður reglulega myndarleg dagskrá kringum áramótin bæði hjá útvarpi og sjónvarpi. Við kynnum hana nánar á morgun en hér eru fáeinir punktar: Áramótaskaup sjónvarpsins verður kl. 22.30 og stendur í rúman klukkutíma eða þangað til ávarp út- varpsstjóra, Andrésar Björnssonar, hefst, kl. 23.40. Sjónvarpsdag- skránni lýkur á miðnætti. Áramótaskaup Ríkisútvarpsins hefst hins vegar ekki fyrr en upp úr miðnætti, kl. 00.10. Nefnist það Frjálst útvarp um áramót, undir umsjón Jónasar Jónassonar og stendur til kl. 01.00. Eftir að Frjálsar veðurfregnir hafa verið lesnar leikur hljómsveitin Fryðrik til kl. 01.40 en þá kemur Adda örnólfsdóttur og rabbar um dægurlagastjörnur fyrri ára. Hún er sjálf ein þeirra. Loks kemus»plötusnúðurinn Halldór Árni og snýr plötum milli kl. 2.10og 3.00. Útvarpsdagskránni lýkur ekki fyrr en kl. 03.00. -IHH. 1» Það er stundum kapphlaup milli brenn- unnar og áramótaskaupsins i sjón- varpinu á nýársnótt. DV-mynd: Sv. Þ. Séra Helgi Sveinsson var prestur í Hveragerði þegar hann lézt, árið 1964. Hann átti létt með að kasta fram stöku en stundum leyndist ádeila undir léttu yfirbragði. RADDIRUM NÓTT — Ijóðalestur kl. 21.15 lútvarpi: Prestur- innog skáldið í kvöld kl. 21.15 les Hjalti Rögn- valdsson ljóð eftir séra Helga Sveins- son. Séra Helgi var fæddur 1908. Var hann prestur á Hálsi í Fnjóskadal, Arnarbæli í Ölfusi og seinast í Hvera- gerði. Hann lézt árið 1964. Að honum látnum var gefið út úrval úr ræðum hans og ljóðum, sem heitir Presturinn og skáldið. Er mest það efni andlegs eðlis. En í raun var Helgi kunnastur fyrir hagmælsku sína. Hann var gæddur þeim öfundsverða eiginleika að geta kastað frant stöku fyrirhafnarlaust um atvik stundarinnar. Urðu ýmsar þeirra landfleygar. Sýnishorn af þessu er að finna i ljóðabók hans sem kom út meðan hann iifði. Heitir húnRaddir um nótt. Hjalti mun lesa úr henni, meðal annarí kvæðið Flokkurinn sem er nöpur ádeila á stjórnmálamenn sefn nota fagrat hugsjónir til að pota sjálfum sér áfram. Og víða í bókinni kemur fran nokkur ádeilubroddur. Við birtum ein< vísu hér: Hún lýtir á íslandi andlitið sú ætt, sem á smáa vini. Ég legg til, að menn séu varaðir við að vera af almúgakyni. Frankfurt George Town/C o Bay/Jamaica ena/Kolumbia ÆVINTÝRA- SIGLING 24.jan~14.feb >>„Cí Sto. Tomas/ ‘ ' Guatemala^^d| etown/Barbado^ Be1ém/Brasília*\}>. Reci,e/Brasilia Vegna sérstakra samninga getum við nú boðið uppá eina glæsilegustu ferð sem íslendingum hefur gefist kostur á. Flogið verðurtil Frankfurt, Vestur Þýskalandi og þaðan með breiðþotu í beinu leiguflugi til Montego Bay, Jamaica. Þar verður stigið um borð í lúxusskipið Berlin, sem búið er öllum hugsanlegum þægindum. Siglingin með viðkomum tekur 20 daga og verður efnt til skoðunarferða á öllum viðkomustöðum. Að lokinni siglingu, verður flogið frá Recife Brasiliu um Frankfurttil íslands. íslenskur fararstjóri verður með hópinn allan tímann. on/Mtlk FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580. Veðurspá dagsins Veðurspá dagsins: Vaxandi 990 mb lægð austur af Færeyjum en 1042 mb hæð yfir Norður-Grænlandi. Veður . fer kólnandi. Veðurspá næsta sólarhring: Suðurland: Norðan 4—6 og síðar 6—8, víðast léttskýjað. Faxaflói og Breiðafjörður: Norðan eða norð- austan 5—7 og síðar 7—9, sums staðar él þegar líður á daginn. Vest- firðir til Austfjarða: Norðan eða norðaustan 5—7 og siðar 7—9, snjókoma. Suðurland: Norðan 5— 7 og síðar 6—8, léttskýjað. Veðrið hér ogþar Kl. 6 í morgun: Akureyri, snjókoma —3, Bergen, léttskýjað —6, Helsinki, snjókoma —2. Kaupmannahöfn, þokumóða — 1. Osló, snjókoma —7. Reykja- vik, léttskýjað —4. Stokkhólmur, alskýjað —7. Þórshöfn, snjókoma — 1. Veörið þarog hér: Aþena, léttskýjað 12. Berlín, þokumóða —5. Chicagó, snjókoma —3. Feneyjar, rigning, 2. Frankfurt þokumóða —2. Nuuk, skýjað —1. London, þokumóða 2. Luxemborg, skýjað 1. Las Palmas, skýjað 21. Mallorka, rigning 16. Montreal, snjókoma —3. New York, léttskýj- að 8, París, rigning 7. Róm, skýjað 12. Malaga, alskýjað 15. Vin, þokumóða —2. Winnepeg, isnálar —24. Gengið Gangisskráning nr. 248. 29. dasember 1981 kl. 09.15 peröa “ ------------ nianna Einingkl. 12.00 Kaup Sato .IjúaldayHr 1 BandaríkjadoUa 8,204 8,228 9,050 1 Steriingspund 15,534 15,580 17,138 1 Kanadadoltar 6,948 6,968 7,664 1 Dönsk króna 1,1105 1,1138 1,2261 1 Norskkróna 1,4036 1,4077 1,5484 1 Saensk króna 1,4712 1,4755 1,6230 1 Rnnsktmark 1,8701 1,8755 2,0830 1 Franskur franki 1,4274 1,4316 1,5747 1 Betg. franki 0,2141 0,2147 0,2381 1 Svlssn. franki { 4,5376 4,5509 5,0059 1 HoHenzk florina 3,2882 3,2978 3,6275 1 V.-pýzktmark ' 3,6141 3,6247 3,9871 1 flötsk Hra , 0,00677 0,00679 0,00746 1 Austurr. Sch. 0,5155 0,5170 0,5687 1 Portug. Escudo 0,1253 0,1257 0,1382 1 Spánskur pasati 0,0843 0,0845 0,0929 1 Japanskt yen 0,03698 0,03709 0,04079 1 Irskt Dund 12,888 12,926 14,218 8DR (sérstðk 9,5162 9,5440 dráttairéttlndl) 01/09 Slmsvari vagna genglsskréningar 22190. -IHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.