Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 6
6 Spurningin Hvernig fannst þór jóladagskrá sjónvarpsins? Einar Guðnason: Ég horfí yfirleitt litið á sjónvarp. Eitthvað sá ég hó um jólin, en enginn dagskrárliður er mér minnis- staeður. Ellert Róbertsson: Hún var óvenju góð. Sérstaklega var dagskráin góð annan í jólum, til dæmis leikritið hans Daviðs, Abbaþátturinn og góður vestri í lokin. Guðjón Ben. Sigurðsson: Hún var nokkuð góð. Sérstaklega fannst mér þátturinn hans Ómars frábær. Það mætti endurtaka hann. Hannes Kristinsson: Ég var bara ánægður með hana. Þátturinn hans Ómars var góður og reyndar dagskráin öll annan i jólum. Guðmunda Einarsdóttir, 10 óra: Ég man það bara ekki. Jú, þátturinn um garnla karlinn (Stiklur) var góður. Svo fannst mér Stundin okkar líka ágæt. Einar M. Sigurbjömsson: Hún var nokkuð sæmileg. Ég horfði annars ekki mikið á sjónvarp. Bezt var dag- skráin annan í jólum. Lesendur DAGBLADIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Lesendur Lesendur UTBOÐIVEGAKERFK) G.R.A. skrifar: Bundið slitlag á vegi, 15 ára áætl- un, 10 ára áætlun, 5 ára áætlun! Allt þetta hefur heyrzt áður. Þrátt fyrir það ökum við íslendingar á uppþorn- uðum, rykmettuðum og holóttum vegum ár eftir ár um mestan hluta landsins. Árlega eyðum við hundruðum milljóna króna í að gera upp og lag- færa þær moldarbrautir sem kallaðar eru þjóðvegir. Við þessu ástandi er hægt að gera á tiltölulega auðveldan hátt, ef vilji er fyrir hendi. Lausnin er útboð I vega- lagningar með bundnu slitlagi. Útboðið á að gera á alþjóðlegum markaði. Þetta hefur verið gert, t.d. varðandi framkvæmdir við Hraun- eyjafossvirkjun, þar sem erlendir aðilar taka að sér ákveðnar fram- kvæmdir, uppsetningu véla, lagnir, o.n.,o.fl. Auðvitað myndi islenzkt vinnuafl vinna verkið en undir stjórn og verk- töku erlendra aðila sem flyttu með sér fullkomin verkfæri og tæki til landsins og þekkinguna til fram- kvæmda. Höfum við ekki þekkinguna? spyrja nú einhverjir. Jú, ef til vill. Við höfum þó ekki þær fullkomnu vélar sem víðast erlendis eru notaðar Lesendur Franzisca Gunnarsdóttir við vegagerð og tækniþekkingu höf- um við ekki eins fullkomna. Það sama gildir um erlenda verkþátttöku við virkjanir okkar og þess vegna sækjum við hana út fyrir landstein- ana. Eða er kannski einhver önnur skýring á því fyrirbæri? Fjármagn? Auðvitað í erlendum lánastofnunum. Við erum farnir að eiga svo mikil viðskipti við araba að þeir myndu samstundis lána fé til framkvæmda sem taldar eru arð- bærar. Vegalagning er ein þeirra framkvæmda. — Við leggjum kant- steina fyrir Saudi-araba. Þeir myndu áreiðanlega vilja lána okkur fé til þess að leggja varanlegt slitlag hér! „Árlega eyðum við hundruðum milljóna I að gera upp.og lagfæra þær moldarbrautir, sem kallaðar eru þjóðvegir,” segir G.R.A. Hann vill að við látum geta alþjóðlegt útboð I lagfæringu á vcgakerfi okkar. „Frjálst útvarp 5150—6235 skrifar: Mikil umræða hefur verið í gangi undanfarna mánuði um video og fl. tengt því. Þar inní myndina hefur að sjálfsögðu komið útvarp og margir telja útvarpslögin eldgömlu löngu úrelt. Er það nema von? Það er raunar alveg furðulegt að árið 1981 skuli enn vera ríkiseinokun á þessum 2 áhrifamiklu fjölmiðlum. Oft hafa verið lögð fram frumvörp á þingi varðandi málið en þau hafa alltaf annaðhvort verið svæfð í nefnd eða ekki hlotið meirihlutafylgi al- þingismanna. En nú horfir málið öðruvísi við. Eftir að búið er gjörsamlega að video- væða Breiðholtið, þar sem menn eru farnir að gera jafnvel „localþætti”, blasir sú staðreynd við að hér eru sem fyrst” risnar upp kapalsjónvarpsstöðvar. Og þá eru lögin um einkarétt ríkisins til sjónvarps og útvarps píp eitt. Allt saman bull og blaður. Fyrst hægt er að komast upp með slíkt í sambandi við sjónvarp, því þá ekki alveg eins í sambandi við út- varp? Hræsnin og hræðslan við kjós- endur hefur sett alþingismenn i mjög slæma stöðu. Þeim er nánast stillt upp við vegg. Og skotsveitin á bara eftir að segja: Viðbúnir, tilbúnir, skjótið. . . . Og það fer brátt að líða að því, þ.e.a.s ef út I hart fer. Og þá verður „hart á móti hörðu”. Að lokum þetta. Kæru vinir. Ég er handviss um að áður en 1982 er liðið munum við höfuðborgarbúar eiga þess kost að hlusta á 2—9 frjálsar út- varpsstöðvar. Frjálst útvarp sem fyrst. l( Vegna Mini-Pops: Gróðavænlegt dæguriagasam- sull slævir tónlistarvitundina Aifreð S. Böðvarsson nemi skrifar: Ein af þeim erlendu skífum sem tröllriðið hafa fjölmiðlum núásjálfri aðventunni ber það undarlega heiti Mini-Pops. (Hefur liun m.a. verið auglýst í Skonrok(k)i.) Mun plata þessi runnin undan rifjum K-tel útgáfunnar er sérhæfir sig i eyði- merkurmúsík, þ.e. gróðavænlegu dægurlagasamsulli. Á áðurnefndri hljómplötu herma nokkrir dægilegir krakkar á forskólaaldri eftir ýmsum „stórmennum” i poppinu, s.s. Sheenu Easton og Shakin’ Stevens. Tilgangurinn með útgáfu plötunnar er auðvitað sá að notfæra sér vinsældir ýmissa þekktra nafna og al- þekkt aðdráttarafl snoturra krakka- unga til þess að græða dálítið. Það út af fyrir sig er auðvitað ekkert slæmt. Það er hins vegar aðferðin sem er svolítið skuggaleg. Ýmsir segja nú að ekkert þýði að vera að fárast yfir slíkum hlutum, þetta sé bara það sem fólkið vilji. Vilji, nota bene. Þessi röksemd er eigin dálítið fáránleg því ég varð alla vega ekki var við neina fjölda- hreyfingu Sem barðist fyrir tilbún- ingi plötunnar Mini-Pops. Svo maður tali nú ekki um hinn mjög svo hlægilega Shakin’ Stevens, Sheenui Easton, Newton-John, Dallas og spilað er á gagnrýnislausan al- o.s.frv. Ergo, „viljinn” er búinn til menning eins og fínasta djúkbox. Því „Ein af þeim erlendu skífum sem tröllrióið hafa fjölmiólum nú á sjálfri aðventunni ber það undarlega heiti Mini-Pops," skrifar Alfreð S. Böðvarsson. Alfreð lizt ekkert á þróun tónlistarmálanna. er þetta spurning um framleiðslu og auðvitað lifir hinn ósvífnasti og klók- asti en ekki hinn hæfasti, eins og reyndar I allri „heilbrigðri” sam- keppni. Jæja, þetta vita nú allir. En það sem fer fyrir hjartað á mér í þessu er það stig sem þessi fram- leiðsla er komin niður á. Með Mini- Pops held ég að einu af allra neðstu stigum fáránleikans og úrkynjunar- innar hljóti að vera náð. Því ekki er nóg með að fólk sé platað til þess að þykja jafnvel Shakin’ Stevens og Newton-John „skemmtileg” heldurá það líka að kaupa barnalegar eftirlík- ingar af þessu liði. Þetta er hreinlega móðgun af svívirðivirðilegasta tagi og að þetta skuli yfirleitt viðgangast er lýsandi dæmi um það hve búið er að njörva tónlistarvitund fólks niður á algert Silfurkóraplan. Og jafnframt er komið i veg fyrir að fólk geti notið almennilegrar tónlistar, því sölu- músíkin hefur lætt inn í fólk fordómi um, flatneskjuviðmiðun og þeirri af- stöðu til tónlistar sem torveldar þroskun tónlistarsmekks. En þetta hefur nú líka gerzt I kvikmyndum, bókmenntum o.s.frv. og er ekkert hættulegt. . . .eðahvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.