Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VfSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Kjallarinn ÓlafurHauksson Meðal þeirra má nefna þessi: 1. Útvarp er of mikilvægt til að láta það í hendur einkaaðilum. 2. Einokun ríkisins tryggir vernd gegn misnotkun. 3. Einokun tryggir menningarlega dagskrá í háum gæðaflokki. 4. Fjölgun stöðva mundi leiða til „hopps” hlustenda milli stöðva, í leit að „ómenningarlegum” dag- skrám, t.d. skemmtiefni. 5. Einokun tryggir aðgang minnihlutahópa að útvarpi. 6. Fólk getur ekki hlustað eða horft á nema eina stöð í einu. Til hvers þá að hafa fleiri en eina stöð? Kostirnir við samkeppnina Við þessum fullyrðingummenmng- arvita átti útvarpsnefnd Hægri- flokksins sæg af svörum. Þau helstu eru þessi: 1. Skortur á samkeppni leiðir til stöðnunar. Þrátt fyrir fjölgun starfsmanna hjá norska rikisút- varpinu, hefur dregið þar úr dag- skrárgerð. Sambærilegar útvarps- stöðvar í löndum þar sem sam- keppni er frjáls, hafa mun meiri afkastagetu við dagskrárgerð. 2. Ríkisstjórnir eru gjarnar á að reyna að hafa flokkspólitísk áhrif á ríkisútvarp með pólitískri skipan i stöður. 3. Starfsfólk ríkisútvarpsins hefur einokunaraðstöðu innan ein- okunarútvarpsins. Persónuleg af- staða þess og áhugamál einkenna dagskrána. 4. Frjálst útvarp (þ.e. samkeppni út- varpsstöðva) tryggir valkosti og kemur í veg fyrir einhæfni, án þess að minni kröfur séu gerðar til dag- skrárgerðar. 5. Einkaútvarpsstöðvum myndi á margan hátt svipa tii norsku blaðapressunnar. Fjölbreytni þar er mikil, samkeppnin heilbrigð og völ á sérstöku blaði sem þjónar hverju byggðarlagi. 6. Þegar boðið er upp á útvarp og sjónvarp á fleiri en einni rás, fjölg- ar hlustendum og áhorfendum. Fleiri nota þessa fjölmiðla en þegar rásin er aðeins ein. Því er engin leið að halda því fram að ein rás nægi. 7. Með tilkomu Nordsat mun fram- boð sjónvarps- og útvarpsefnis frá öðrum Norðurlöndum stóraukast. Því er ekki eðlilegt að halda aftur af þeim aðilum í Noregi, sem geta og vilja bjóða upp á annað efni en ríkisfjölmiðlarnir. Einokunarrétt- ur norska útvarpsins miðast nú orðið aðeins við að banna öðrum en ríkinu að senda norskframleitt efni út á norskri grund. 8. Fjölgur. rása hjá ríkisútvarpinu Fylgja íslendingar i fótspor WiIIochs og norsku stjórnarinnar? og sjónvarpinu er bara sami grautur í sömu skál. Sjónvarpsrás númer 2 á vegum einkaaðila Ekki leggur Hægriflokkurinn til að sjónvarpsstöðvar verði fyrst um sinn reknar í hverju byggðarlagi. En flokkurinn vill að samtök verði milli einstaklinga og fyrirtækja um að starfrækja rás 2 í sjónvarpi, sen nái til allra landsmanna. Kapalkerfi í borgum og bæjum verði hins vegar leyfð og sem flestir fái að tengja saman loftnetskerfi til að auðvelda móttöku og fjölga valmöguleikum. En hverjir eiga að fá að starfrækja útvarpsstöðvar i Noregi? Útvarps- nefnd Hægriflokksins lagði fram skýrar línur um það. Þeir sem þess óska fái að útvarpa. Svo einfalt er það, en leyfin verða háð tæknilegum skilyrðum og skilyrðum um fjöl- breytni i dagskrárgerð. Minnstar kröfur verði gerðar til staðbundinna stöðva, en auka megi kröfurnar eftir því sem stöðvar ná til stærri svæða og landshluta. Norska rikisútvarpið og sjónvarpið hafa aldrei birt auglýsingar, og leggur Hægriflokkurinn til að svo verði áfram. Einkastöðvar fái hins vegar að hafa tekjur sínar af auglýsingunt. Á íslandi er þorri manna fylgjandi því að einkarekstur útvarpsstöðva verði leyfður. Þetta hefur komið fram í tveimur skoðanakönnunum Vísis og Dagblaðsins. Á undan- förnum mánuðum hafa svokallaðir ráðamenn þjóðarinnar farið að snú- ast á sveif með almenningsálitinu, sumpart vegna þess að uppgangur videoklerfa hefur þrýst þeim til jtess og sumpart vegna þess að það er ekki hollt að vera á skjön við fólkið sem kýs. Það sem er að gerast í Noregi er því ákaflega áhugavert, og verður spennandi að fylgjast með því hvernig þeim gengur. Framtíð útvarps og sjónvarps á ís- landi mun án vafa mótast að einhverju leyti af reynslunni frá Noregi. Ólafur Hauksson. stunda pólitik í skólum landsins á kostnað hins opinbera og fá síðan skattborgarann til að borga sér laun að „nárni” loknu við að halda áfram uppteknum hætti. Vinnuveitandinn er þá að sjálfsögðu hið opinbera. Þá er einnig augljóst, að sú hugmynda- fræði, sem dýrkar vald hins opin- bera, situr í fyrirúmi. Fyrirlestur um landflótta og Iffskjör íslendinga Stefán Ólafsson, lektor, flutti opinberan fyrirlestur í boði Félagsvís- indadeildar Háskóla íslands um of- angreint efni fimmtudaginn 10.12. ’81. Höfundi þessarar greinar er þetta efni sérstaklega hugleikið af ýmsum ástæðum, en ein þeirra er sú, að Bandalag háskólamanna hélt ráð- stefnu um mjög svo skylt efni fyrir nokkrum árum. Ráðstefnan hét „Lífskjör á íslandi”, en landflótti kom þá að sjálfsögðu til umfjöllunar. Það eru ekki ýkjur, að nefndur fyr- irlestur olli greinarhöfundi veruleg- um vonbrigðum og kom honum til að velta fyrir sér spumingum varðandi kennslu í þeim greinum Félagsvis- indadeildar Háskóla íslands, sem heita félagsfræði, stjórnmálafræði og mannfræði. I fyrirlestri sínum reyndi Stefán að brjóta til mergjar spurninguna um það, hvers vegna íslendingar yfirgefa land sitt. Tilraunin er að sjálfsögðu góðra gjalda verð, og ég vona, að Stefán taki gagnrýni mína sem vin- samlegar ábendingar. Einnig má hann hugleiða sitt næsta nágrenni í Háskólanum varðandi vísindaleg vinnubrögð. Kjarninn í fyrirlestri Stefáns var línurit um brottflutning Islendinga frá landinu (þ.e. brottflutning að frádregnum aðflutningi) eftir árum og samanburður við breytingar á lifs- kjörum milli ára. Niðurstaðan var sú, að veruleg fylgni er þar á milli. Rýrn- un lífskjara hefur næstum ófrávíkj- anlega leitt til aukins brottflutnings. Annað af því sem Stefán bar á borð er tæpast umtalsvert í fræðilegum skilningi. — I fyrsta lagi er það að segja, að þetta er ekki ný niðurstaða. Þetta kom fram á áðurnefndri ráð- stefnu BHM og mig minnir, að dr. Ágúst Valfells hafi gert þessu atriði góð skil með ýmsum hætti fyrir nokkrum árum. Ýmsir aðrir hafa bent á þetta i ræðu og riti á undan- förnum árum. Það var því fremur lít- ið nýtt í þessum fyrirlestri. En það er annað, sem gert verður hér að umtalsefni. Verulega ósann- gjarn pólitískur blær var á fiestum tilraunum Stefáns til að dýpka um- ræðuna eða klæða hana „fræðileg- um” búningi. Verða nú tilfærð nokk- urdæmi: 1. Þrisvar sinnum getur Stefán þess, að upphaf umtalsverðs brott- flutnings hafi verið 1960, þ.e. við upphaf Viðreisnar. Sönnu nær er, að skömmu eftir stríðið kom fyrsta bylgjan, en í byrjun sjöunda áratug- arins var einnig nokkur brottfiutn- ingur, en fyrsta umtalsverða stóra sveiflan gerist um 1968-1969 og síðan á siðasta áratug gerast miklar sveifl- ar, og töluverður brottfiutningur er nú. Það var svo sem allt í lagi að minnast á brottfiutninginn við upp- haf Viðreisnar, en að vera sífellt að tönnlast á þeim tíma og einnig út frá öðru neikvæðu sjónarmiði, eins og síðar getur, er grunsamlegt. Auk þess hefði Stefán átt að minnast á það, að fjárhagslegir átthagafjötrar minnk- uðu verulega í upphafi Viðreisnar. Hluta landflóttans má því skýra með „uppsöfnuðum brottflutnings- áhuga” frá fyrri haftaárum. 2. Flestir brottfluttir íslendingar hafa setzt að á Norðurlöndum þ.e. Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Siðan koma Bandaríkin. Stefán var með bollaleggingar um skýringar, og hann sleppti aö geta þess, að verulegur inn- fiytjendatakmarkanir eru í gildi í Bandaríkjunum. Þess vegna eru allar vangaveltur um skýringar marklaus- ar, ef þær taka ekki tillit til stjóm- valdsaðgerða af því tagi. — Stefán gerði að umtalsefni, að mun fleiri konur hafa fiutzt til Bandarikjanna en karlar. Skýringin sem Stefán gaf, var Suðurnesjaástandið eða eitthvað i þeim dúr, þ.e. neikvætt. Banda- rikjamenn næla sér i kvenfólk! — Það má rétt vera, en flestir munu lesa annað úr tölunum. Mun færri karlar flytjast til Bandaríkjanna en vilja vegna innflytjendatakmarkana. Með giftingum er leiðin opin. — Engin til- raun var gerð til að skýra það, að enginn brottfiutningur á sér stað til kommúnistarik ja. 3. Stefán gerði tiraun til að skýra ásóknina til Svíþjóðar og af orðum hans mátti ætla, að félagsleg réttindi fólks, tekjutryggingar og húsaleigu- bætur o.fi., væri hvað þyngst á meta- skálum. Vissulega eru það atriði, sem hafa sína þýðingu fyrir suraa, en lík- lega er skýringin fremur sú, að laun eru há í Svíþjóð og auðvelt er fyrir ís- lendinga að fá þar atvinnu, auk þess sem Norðurlönd eru menningarlega tegnd íslandi og ýmis gagnkvæm rétt- indi eru í gildi. Auk þess kvartaði Stefán yfir þvi, að þeir, sem helzt fiytjast á brott, eru ungir og á bezta starfsaldri. Þeir eru því að öllu jöfnu minna að slægjast eftir félagslegum kjaraatriðum en aðrir. 4. Fyrirlesari reyndi að gera því skóna, að kjaraskerðingar hafi verið fyrst og fremst afleiðingar af gerðum ríkisstjórna. Þetta skýrði hann með því að helztu kjarnaskerðingar undan farinna ára hefðu verið mun meiri yf- irleitt en rýrnun þjóðartekna sömu tímabil. í opinberri auglýsingu fund- arins er tekið fram, að sérstaklega verði fjallað um möguleika ríkis- stjórna til að hafa áhrif á þróun landsfióttans. Af þessu mátti helzt draga þá ályktun, að ríkisstjórnir bæru verulega ábyrgð á landflóttan- um með vondum stjórnvaldsaðgerð- um, sem fela i sér kjaraskerðingar, sem eiga sér aðeins að hluta til efna- hagslegar forsendur. Ríkisstjórnir eiga að láta af þeim illgjarna ósóma að skerða kjör fólks Þetta er margslungin hagfræðileg spurning, og mér er það mjög til efs, að þjóðfélagsfræðingar geti fremur gefið svör við henni en hagfræðingar. Þegar helztu kjaraskerðingar hafa gerzt eru i öllum aðalatriðum efna- hagslegar skýringar á þeim, en of langt mál yrði að fjalla um slíkt hér. í sumum tilvikum er spurningun sér- staklega fiókin vegna erlendrar skuldasöfnunar eða hins gagnstæða, innlends sparnaðar, en slíkt hefur að sjálfsögðu áhrif á iífskör bæði til skamms tíma og þegar til lengri tíma er litið. Tilraunir Stefáns til að grípa til skýringa af áðurnefndu tagi voru ákaflega yfirborðskenndar og virtust bera keim af þeirri kenningu rauð- liða, að þjóðarkökukenningin sé fals- kenning. 5. Tvisvar sinnum sagði Stefán, að kjaraskerðing án kreppu hefði gerzt við upphafi Viðreisnar. Eins og áður er getið, minntist hann Viðreisnar að- eins á neikvæðan hátt. Eins og kunn- ugt er, hefur verið vaxandi kjara- skerðing nú undanfarin ár án kreppu (og beinlínis góðæri), en töluverður landfiótti hefur verið án þess, að það yrði gert að umtalsefni með sama hætti. Með Viðreisn gerðust geysilegar breytingar í íslenzku efnahagslífi eins og flestum er kunnugt um. Aflétt var margháttuðum hömlum, og bylt- ing gerðist í framboði á vörum og þjónustu. Vísitölugrunnurinn gamli var orðinn ákaflega rangur, enda var hann endurnýjaður um miðjan sjö- unda áratuginn. Ef gera á grein fyrir þróun kjara launþega yfir viðreisnar- tímabilið og tengja hana við land- flótta, verða menn að hafa mun meiri yfirsýn en Stefán. Það er meira að svgja ekki til viðunandi mælistika fyrir lífskjör á sama tíma og einn visi- tölugrunnurinn kemur í stað annars. Hvernig metur maður kjarabætur. sem gerast með byltingarkenndri aukningu á fjölbreytni í vörufram- boði? Verður nú staðar numið, en af ýmsu öðru er að taka. Það má segja, að hvert einstakt aðfinnsluatriði varðandi fyrirlestur Stefáns sé kannski ekki ýkja stórt, en verra er, þegar fyrirlesturinn í heild er litaður. Það fór vart á milli mála, að Stefán var að vara við nýrri Viðreisn, án þess að gera grein fyrir máli sínu. Þingmál eða málþing Ýmsar spurningar hafa sennilega vaknað hjá flestum þeim, sem sáu sjónvarpsþáttinn „Þingmál” mið- vikudagskvöldið 9.12. sl. Þar hittust fjórir alþingismenn frá stjórnmála- flokkunum og umræðuefnið var stjórnmálin. Þaóei engin nýlunda að menn rifist og seu ekki alveg sam- mála. En þáttur formanns þingflokks Alhýðubandalagsins var i senn van- virða Ivrir Alþingi <hj Félagsfræði- dcild Háskóla íslands. en alþingis- maðurinn er prófessoi í þeirri deild en í leyfi. Orðagjálfrið var með þeim ósköpum, að fáheyrt er. Það var sem alþingismaðurinn reyndi að kjafta sig yfir allt og alla eins og jarðýta ekur yfir þúfnabarð. Rökstuðningur eða virðing fyrir skoðunum og athöfnum annarra voru sem smáþúfnakollar, sem ekið er yfir. Það þarf ekki mikla þjóðfélagsfræði til að sjá, hvað hér er á ferðinni. Háskólinn hefur skyldum að gegna Verðbólga orðsins á sinn þátt í þeirri upplausn, sem nú einkennir allt þjóðfélagið. Það er ekki bara útþynning gjaldmiðilsins, sem gerir fólki erfitt fyrir að fóta sig á íslandi í dag. Stjórnmálamenn eru farnir að taka þátt í tryllingslegum hringleikj- um eins og skylmingaþrælar. Líta verður með söknuði til þeirra tíma er háskólamenn á borð við dr. Gylfa Þ. Gislason og Ólaf Björnsson báru hróður fræðimennsku inn í sali Al- þingis. Þegar litið er yfir farinn veg og hugleitt úr hvaða pólitísku sauða- húsi ósanngjörnustu árásirnar á þessa nefndu tvo menn komu, ætti fræði- mönnum að vera ljóst, hvaða stjórn- málakenningar eru sízt til þess fallnar að auka veg Háskóla íslands. l)r Jónas Bjarnason gfc „Það er augljóst, að það er mikil freisting ^ fyrir suma að stunda pólitík í skólum landsins á kostnað hins opinbera og fá síðan skattborgarann til að borga sér laun .. segir dr. Jónas Bjarnason, sem fjallar um póli- tískan lit á umfjöllun ýmissa félagsfræðinga um viðfangsefni sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.