Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Einleikarinn eftir Jack Higgins Út er komin hjá Leiftri bókin „Einleik- arinn” eftir Jack Higgins. Áður hafa fimm bækur komið íit eftir Higgins á íslensku, en þeirra frægust er vafalaust „örninn er sestur”. Um efni bókarinnar segir meðal annars svo á bókarkápu: Mikali var heimskunnur og eftir- sóttur einleikari. Hvar sem hann fór var honum tekið sem aufúsu- gesti. Þá var kvenhylli hans við brtiiLð- ið. En hann iifði tvöfjöldi lífi, þvi að jafnframt var hann einnig grimmlynd- asti morðinginn, sem lagði leið sína um stórborgir Evrópu. Hann vann verk sitt eingöngu vegna spenningsins, en hvorki af hugsjón né i hefndarskyni. Einleikarinn er 224 blaðsíður að stærð, Ólafur Ólafsson ísienskaði. Leiftur hf. prentaði. Ég vil líka lifa eftir Ednu Hong Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér bókina Ég vil líka lifa eftir bandaríska rithöfundinn Ednu Hong.. Sr. Jónas Gíslason dósent þýddi bó',..na. Ég vil líka lifa er þroskasaga Gunthers, sem var fæddur fatlaður. Hann var talinn einskis nýtur og látinn, afskiptalaus. Honum er komið fyrir á heimili fyrir vangefna og fatlaða og þar mætir hann í fyrsta sinn kærleika og umhyggju. Er því lýst hvernig hann verður smámsaman nýtur þegar hann fær verkefni við sitt hæfi. Edna Hong er bandarísk og er Ég vil líka lifa ein af þekktustu bókum hennar. Hlaut hún árið 1977 heiðursdoktorsnafnbót við Saint Olav College í Minnesota. Ég vil líka lifa vekur til umhugsunar á ári fatlaðra. Prentverk Akraness annaðist prentun og bókband og Guðlaugur Gunnarsson teiknaði kápu- mynd. Úr fylgsnum fyrri tíöar Ólöf Jónsdóttir tók saman Komin er út hjá Bókamiðstöðinni bókin Úr fylgsnum fyrri tiðar og er það annað bindi í ritsatni með þessu nafni sem Ólöf Jónsdóttir hefur tekið saman og búið til prentunar. Fyrra bindið kom út fyrir þremur árum og hafði að geyma frásagnaþætti eftir 15 íslend- inga. Þetta bindi fiytur frásagnir 10 þjóð- kunnra íslendinga um lifsreynslu þeirra og frásagnarverða þætti úr lifi þeirra og kennir þar margra grasa. Þeir sem eiga þætti í öðru bindi af bókinni Úr fylgsnum fyrri tiðar eru: Sverrir Júiíusson, dr. Hallgrímur Helgason, Helgi S. Eyjólfsson, Baldvin Þ. Kristjánsson, Ingvar Agnarsson, Ormur Halldórsson, séra Björn Jóns- son, Zóphonías Pétursson, Ásgeir Guðmundsson og Þorsteinn Matthías- son. Er hér um mjög fjölbreytt frá- sagnarefni að ræða og kennir margra grasa úr islenzku þjóðlífi. Útgefandi er Bókamiðstöðin. GSTslBJÖRG SKilíRÐARÍKVn ii Voríð kemur bráðum . Vorið kemur bráðum... eftir Ingibjörgu Sigurðardótt- ur Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út bókina Vorið kemur bráðum eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Bókin fjallar um heitar ástir,, tryggðarof og mannlegan breiskleika. Ástin er þó ætíð það afi sem fer með sigur af hólmi í viðureign við sálarkuld- ann . . . . og vorið kemur. Söguþráðu’r bókarinnar er spennandi og lýsir íslenzkum raunveruleika. Vorið kemur bráðum er 188 blað- síður aðstærð. Prentverk Odds Björns- sonar annaðist prentun. Með sand í augum eftir Jónas Guðmundsson Bókaútgáfan Skáprent í Reykjavík hefur gefið út ijóðabókina Með sand í, augum eftir Jónas Guðmundsson rit- höfund. Er þetta 16. bók höfundar en önnur ijóðabókin sem hann iætur frá sér fara. Á kápu bókarinnar segir Helgi Sæmundsson ritstjóri meðal annars: Jónas Guðmundsson er iöngu þjóð- kunnur af skáldskap sínum og mál- verki og hér dregur hann upp einkenni- legar og áhrifaríkar ljóðmyndir sem sprottnar eru úr islenzkum raunveru- leika en búa yfir töfrum og dul ef betur er að gætt. Umhverfis kvæðin vakir aðsteðjandi veður og nálægð hins mislynda úthafs er umlykur hólmann römmum blævi og yfirskilvitlegri birtu þegar brugðið getur til beggja vona á snöggu augabragði iíðandi stunda. Með sand i augum er 56 blaðsíður að stærð, kápu teiknaði Þorvaldur Skúla- son. Skáprent prentaði en bókbands- vinnu annaðist Bókfeii hf. Lykillinn að Rebekku eftir Ken Fallett Lykillinn að Rebekku heitir bók sem Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út. Höfundur bókarinnar er Ken Follett en Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Þetta er hörkuspennandi njósnasaga úr seinni heimsstyrjöldinni. Sögusviðið er Kairó árið 1942. Rommel sækir að höfuðborg Egyptalands með eyði- merkurher sinn og vinnur hvern sigur- inn á fætur öðrum. Honum tekst hvað eftir annað að koma óvinum sínum að óvörum og það er eins og hann viti um allar þeirra ráðagerðir. í Kairó starfar þýzkur njósnari og honum tekst að afla dýrmætra upp- lýsinga um bardagaaðferðir banda- manna. Þeim upplýsingum tekst honum að koma til Rommels með því að nota dulmál. Lykillinn að dulmáli hans er því jafnframt lykillinn að sigri nasista í Egyptalandi. Líkaböng hringir eftir Gunnar Bjarnason Bókaforlag Odds Björnssonar hefur sent frá sér bókina Líkaböng hringir eftir Gunnar Bjarnason. í þessari bók segir Gunnar Bjarnason frá ýmsum afskiptum sínum af mál- efnum landbúnaðarins. Fyrst og fremst er þetta þó sagan um eins vetrar skóla- stjóradvöl hans á Hólum í Hjaltadal, forsögu þess og eftirmála. Á meðan Gunnar var skólastjóri á Hólum voru geysilega mikil blaðaskrif um störf hans þar. Endaði það með því að hann var hrakinn frá störfum af flokksbróður sínum, Ingólfi Jónssyni frá Hellu, þáverandi landbúnaðarráð- herra. Fleiri háttsettir menn komu hér við sögu og í bókinni jafnar Gunnar reikningana. Líkaböng hringir er 279 blaðsíður að stærð. Prentverk Odds Björnssonar prentaði. Andandi eftir Kristján Hreinsmögur Komin er út ljóðabókin „Andandi” eftir Kristján Hreinsmögur. Höfundur gefurbókina út. Andandi er fjórða ljóðabók Kristj- áns, en áður hafa komið út eftir hann bækurnar Málverk, Og, og Friðryk. í bókinni eru tólf ljóð, en bókin er 29 blaðsíður að stærð. Ljósmynd á kápu tók Linda Jóhannsdóttir. Bókin er sett og brotin um hjá Acta hf. Filmur voru unnar i Prentþjónustunni hf., en prent- un hjá Sóinaprent hf. Gull í mund eftir Þuríði Guðmundsdóttir Gull í mund heitir ný skáldsaga eftir Þuríði Guðmundsdóttur frá Bæ og er þetta fjórða bók höfundar á síðustu fimm árum. Þetta er saga ásta og sveitalífs eins og það var lifað hér fyrr á árum og hafa söguhetjurnar verið kynntar í fyrri bókum Þuríðar og einnig sögusviðið. Er haldið áfram að segja ástar- og baráttusögu ungra hjóna á fyrstu tugum aldarinnar og gerist sagan öll fyrir vestan. Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ hefur náð háum aldri en lætur engan bilbug á sér finna og sendir frá sér nýja bók á nær hverju ári. Stutt er síðan ljóðmæli hennar voru gefin út og Þuríður er með skáldsögu í smíðum um þessar mundir. Gull í mund er gefin út af Bókamið- stöðinni sem annast hefur prentun, en bókin er sett hjá Prentsm. Ásrún. Bókin er 158 bls. Guðjón Sveinsson GIAUMBÆINCÍAM Á FERÐ OG FIIK rl Glaumbœingar á ferð og f lugi eftir Guðjón Sveinsson Bókaforlag OJds Björnssonar hefur gefið út bókina Glaumbæingar á ferð og flugi eftir Guðjón Sveinsson. í þessari bók koma við sögu sömu persónur og í bókinni Glatt er í Glaumbæ, sem út kom fyrir nokkrum árum. Hér segir frá fjölskyldu sem býr i sveit og segir einn yngri fjölskyldu- meðlimurinn frá. Fjölskyldan fer til Reykjavíkur og lendir þar, og á leið-. inni, í ýmsum skemmtilegum ævin- týrum. Einnig er sagt frá daglegum störfum í sveitinni á raunsæjan hátt, enda er höfundurinn bóndi. Glaumbæingar á ferð og flugi er einkum hugsuð sem barna og unglinga- bók. Hún er 190 blaðsíður að stærð, Prentverk Odds Björnssonar sá um prentvinnu. Ennþá sigli ég sjóinn Ennþá sigli ég sjóinn er annað bindi sjóferðasagna Hrafns Valdimarssonar, fært í letur af Gunnari M. Magnúss rithöfundi. Fyrra bindið, Ég sigli minn sjó, kom út fyrir tíu árum og vakti þá mikla at- hygli. í þessum bókum segir Hrafn frá sjóferðum sínum um öll heimsins höf en hann er eins og Hollendingurinn fljúgandi, á sifeldri ferð um heims- höfin. Á ferðum hans ber margt fyrir augu og Hrafn segir á lifandi og hressilegan hátt frá því sem fyrir augu ber í fram- andi og fjarlægum löndum. í formála segir Gunnar M. Magnús m.a.: „Hann hefur siglt langferðaleiðir um heimshöfin, komið í allar álfur og séð meira af heiminum en fiestir eða allir aðrir íslendingar. Hrafn hefur oftar en talið verður farið yfir mið- jarðarlínuna og kynnst veðrum úthaf- anna, einnig notið draumalífs far- mannsins. Frásögn Hrafns er hreinskil- in og forvitnileg.” Ennþá sigli ég sjóinn er 167 bls., út- gefandi Bókamiðstöðin sem annaðist prentun en setningu vann Prentver. Almanak Jóðvina- félagsins Ný bók er komin út eftir Ólaf Hauk Símonarson og nefnist Almanak Jóð- vinafélagsins. Það er Mál og menning sem gefur bókina út. Ólafur Haukur Símonarson er vel kunnur af verkum sínum og hefur komið víða við. Eftir hann hafa komið út skáldsögur, ljóð og smásögur. Hann hefur samið leikrit, lagatexta og söng- lög sem komið hafa út á hljómplötum o.fl. Á siðasta ári kom út hjá Máli og menningu skáldsagan Galeiðan sem fékk lofsamlega dóma en kunnastur mun Ólafur Haukur vera fyrir skáld- sögu sína Vatn á myllu kölska sem kom út hjá sama forlagi 1978. Almanak Jóðvinafélagsins er ljóð- saga. Ólafur Haukur ritar dagbók sem er skráning alls í senn: Leitar skáldsins að óvininum sem ætlar að tortíma heiminum í kjarnorkustyrjöld innan næstu 1050 daga frá því sagan hefst, hversdagslega skáldlegs lifs í Reykja- vík, vonar, vonleysis og ótta, tilhlökk- unar skáldsins og eftirvæntingar meðan það bíður þess að verða faðir. Frásögnin er full af ádeilu og skopi, fleyguð ljóðum og hversdagslegri lifs- speki. Almanak Jóðvinafélagsins er í vasa- bókar- eða dagbókarbroti, 83 bls. að stærð. Sigrid Valtingojer gerði kápuna. Bókin er unnin i Prentsmiðjunni Hólum hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.