Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning HEIM TIL HENNAR Tryggvi Emilsaon: KONA SJÖfMANNSINS og aðrar sögur. IVIál og menning 1981,263 bls. Æviminningar Tryggva Emilssonar skipuðu honum þegar í stað í fremstu röð íslenskra minningahöfunda fyrr og siða . Og i fyi rrúm í bókmenntum samtímans. í herlu lagi var verk hans i senn ávöxtur af og skýr vitnisburðui um þá alþýðlegu bókmenningu sem við gjarnan teljum að verið hafi einn uppistöðuþáttur íslenskrar menning arsögu um aldur. Bókmenntir Ólafurlónsson En Tryggvi hefur fleira lagt til bók- mennta. Ekki vert að gleyma þvi að hann byrjaði ritstörf með Ijóðabók- um sem allténd sýndu Ijóslega vald höfundarins á þjóðlegri braghefð og mælskulist, ásamt ítökum fornra og nýrra bókmennta i hugarheimi al þýðuskáldsins. Eins og raunar minn- ingar hans báru með sér hvers virði bókmenntir höfðu reynst honum i baráttunni um brauðið. Og nú eykur hann við allstórri skáldsögu, rúmlega 200 bls. að stærð, svo sem helmingi stærri bók en þær skáldsögur ungra höfunda sem helst vekja á sér athygli þessa dagana. Um karl og konu Kona sjómannsins sver sig að frá- sagnarefninu til í ætt við endurminn- ingar Tryggva Emilssonar, lýsir frá öðru sjónarhorni hinum sama þætti þjóðarsögu. Ef til vill næst lagi að líta á söguna sem lofgerð alþýðukon- unnar, sem stendur staðföst við hlið mannsins síns og hann á um síðir sig- ur í lifsbaráttunni, ef til vill sjálft líf sitt að launa. Sigurinn er réttara sagt þeirra sigur beggja, hvorugt væri heilt án hins. Sagan hefst í sveitinni til forna, uppvexti Sigríðar bóndadóttur á kot- inu Hamri fyrir norðan. Það kemur eins og af sjálfu sér að Sigríður eign- ast um fermingaraldur fósturson, barn sem móðir hennar, ljósmóðir í sveitinni, bjargar frá vergangi og vís- um dauða. Þegar foreldrar hennar. falla frá og Sigríður komin um tví- tugt kemur ekki til álita að skila drengnum á sveitina. Hún verður að leita þeim báðum lifsbjargar í kaup- staðnum Eyrareyri sem enn hýrist undir ægishjálmi hálfdanskrar versl- unar. Og þegar hún gerist ráðskona hjá ungum sjómanni sem nýskeð hef- ur misst konu sína frá tveimur ungum dætrum kemur það á sama máta eins og af sjálfu sér að hún gerist þegar hina sömu nótt, án fyrirvara, eigin- kona hans og lífsförunautur. Eftir það rekur sagan baráttu þeirra hjóna fyrir brauðinu og lífi sinu, börnum og heimilinu, allnákvæmlega í fyrstu en fer síðan örar yfir, uns þau eru komin á efrialdur. í sögulokin er Hreggviður „kouunn heim úr síðustu sjóferðinni, heim til hennar”, blind- ur maður og örkumla eftir vinnuslys á togara. En lifið heldur áfram. Það eru enn börn í húsi þeirra, og hjónin fær um að sjá sér og sínum farborða. Það fer ekkert á milli mála að uppistaða þessarar sögu er í öllum meginatriðum hin sama og endur- minninganna: sagan lýsir eins og minningarnar uppreisn öreiga til sjávar og sveitar til mannsæmandi lífs, baráttu þeirra fyrir frelsi og frama sjálfra sín og barna sinna. Og sigur vinnst umfram allt í krafti sam- taka og samstöðu. Hreggviður velur sér ekki hlutskipti í lífinu neitt heldur en Sigríður. En þau miklast bæði af því að berjast til sigurs í þeim hlut- verkum sem lífið, uppruni þeirra, umhverfi og samfélag, úthlutar þeim. Veruleiki og skáldskapur Að vísu eru efnistök allt önnur í skáldsögu en I sannorðum æviminn- ingum. Eitt er sú elskusemi og aðdá- un sem höfundurinn umvefur sögu- fólk sitt. Þau eru svo vel af guði gerð, Sigríður og Hreggviður, að þrátt fyrir harðneskju aldarfarsins er þeim sig- urinn vís í hverri raun vegna hreysti sinnar og heilinda. Hreggviður er or- ustumaður verkafólks á Eyrareyri. Þegar lengst gengur er honum þess vegna vísað úr skipsrúmi og hefur þó litlu fyrr bjargað heilli skipshöfn úr sjávarháska. En jafnvel þetta snýst á besta veg. Skipstjóri hans gefur hon- um trilluna sína í þakkarskyni fyrir lífgjöfina, kaupfélag er til taks að kaupa af honum fiskinn, Hreggviður getur séð sér og sínum farborða eins og áður en jafnframt sinnt verkalýðs- baráttunni í landi. Þegar honum er boðið skipsrúm á ný hafnar hann þvi málstaðarins vegna. Það kemur til verkfalis á Eyrar- eyri, og verkfallið vinnst vegna sam- stöðu verkafólksins og stuðnings verkalýðsfélaga annarstaðar sem lengra eru komin. í sögunni er að vísu sagt að örlögum einstaklingsins „ráða að mestu ytri aðstæður: heimilishagir, félagsleg umsvif og allt samfélagið, þjóðlífið”. Samt sem áð- ur gerist þessi saga í alveg einkenni- lega lokuðum heimi, eins og svo mörg alþýðleg sveitasaga fyrr og síð- ar, þar er svo sem engin útsýn til þjóðfélagsins utan hins litla samfé- lags á Eyrareyri. Þar er eins og allt gerist af sjálfu sér eftir að veldi faktors hefur einu sinni verið hnekkt: hvergi er í sögunni nefnd heimsstyrjöld, hernám eða stríðs- gróði, og hlýtur hún þó að hefjast fyrir eða um fyrra strið en ljúka eftir hið seinna. Allt hið félagslega efni sögunnar eni hér lika hneppt í form ástarsögu — „félagslega ástarsögu” mætti kannski kalla hana. Ástin lýst- ur Sigríði fyrstu nóttina í faðmi sjó- mannsins, kallar hana til hlutverks síns og hlutskiptis. Og sögunni lýkur þegar hún hefur um siðir alheimt manninn til sín og sigur er unninn í lifsbaráttu. Reyfarinn og Irfið Það er líka mála sannast að Kona sjómannsins er eftirtektarverðara verk vegna einstakra efnisatriða, mannlýsinga og atvika í sögunni en úrlausnar þeirra í samhengi frásagn- arinnar. Og þrátt fyrir raunsæislegt yfirbragð frásagnarefnisins gætir í meðferð þess umfram allt róman- tískra og sumpart reyfaralegra sögubragða. Það er eftirtektarvert um Tryggva Emilsson sem alið hefur mestallan sinn aldur á mölinni, sjálfur verka- maður alla ævi, að honum lætur (tarlegt og vandað ættfræðirit Dlöndalsættin Lárus Jónsson: Blöndaisœttin. Niðjatal Guðrúnar Þórðardóttur og Bjöms Auðunssonar Blöndals. Skuggsjá, Hafnarfirði 1981. LVII + 524 bls +138 ótötusottar myndasíður. Höfundur þessa mikla rits var þjóðkunnur maður, lengi lögmaður og alþingismaður, síðan hæstaréttar- dómari, Lárus Jóhannesson. Lárus Jóhannesson sótti skírnar- nafn sitt bæði til Blöndals og Thorar- ensena, sem að honum stóðu, en einnig átti hann skammt að telja til Hafsteinsættar, svo að segja má, að hann hafi verið kominn af þjóð- kunnu fólki í allar kynkvíslir. Jón Gíslason póstfulltrúi og ætt- fræðingur hefur búið rit þetta til prentunar, en sonur Lárusar, Guðjón læknir Lárusson, skrifar að því ræki- legan og fróðlegan inngang. Þar segir hann m.a.: „íslendingar eru ekki þekktastir að góðu umtali hver um annan t lifanda lífi, og á þvi fá þeir ekki sízt að kenna, sem engir eru meðalmenn.” Ávinningur af þvi að kynnast persónulega þeim mönnum, sem um hafa leikið sviptibyljir stjórnmála eða annarra deilumála dagsins á opinber- um vettvangi, getur verið tvisýnn. Margur hugsar sem svo: „Spyrja er bezt til válegra þegna”, eins og kuldalegt fornmælið hljóðar. En þó er það trúa mín, að oftar en hitt séu slík kynni mjög til hins betra fyrir þá, sem utan við styrinn standa. Ein níð- vísa eða skammagrein fyllir oft huga manna illu eitri, sem lengi getur eimt eftir af hjá þeim, sem ekki þekkja til manna né málavaxta. Lárusi Jóhannessyni voru ekki allt- af vandaðar kveðjurnar meðan hann var og hét. Af því hefði mátt halda, að hann hefði verið harðneskjumað- ur. Lengi vel hafði sá, sem þetta ritar, ekki nema spurnir einar af mannin- um. En síðasta áratug ævi sinnar vandi hann mjög komur sínar á Þjóð- skjalasafn. Ég tel mér það mikið happ að hafa kynnzt Lárusi, þó að þau kynni hæfust ekki fyrr. Hann var allra manna Ijúfastur og vingjarnleg- astur í viðkynningu, en þó fyrir- mannlegur og hafði á sér höfðingja- snið. Ég held, að það hafi verið ann- aðhvort Maurer eða Heusler, sem kallaði íslenzka þjóðveldið Aristo- Demokratie. Vafalaust hefur Lárus kunnað slíku veldi vel. í Blöndalsættinni getur að lita mik- inn og góðan árangur af iðju og iðju- semi Lárusar á efri árum hans. Þó eru engan veginn öll kurl til grafar komin með þessu verki, því að yfir- titill þess er: Lárus Jóhannesson: Niðjatal. Fyrsta bindi. í inngangi Guðjóns læknis kemur fram, að Lár- us vann einnig á síðustu árum sínum að niðjatali Þórarins sýslumanns á Grund Jónssonar, forföður Thorarensenættar, svo að Lárus hef- ur einnig þar ráðizt i stórvirki. Fljótlega eftir að Lárus var „setzt- ur að” i Þjóðskjalasafni, tóku skjala- verðirnir að hafa orð á þvi, að hann gengi alveg sérstaklega kerfisbundið ■og skipulega að verki, tæmdi hvert heimildarrit, sem hann fékk í hendur, eftir fyllstu föngum og færði allar þær upplýsingar, sem hann komst yf- ir.íspjaldskráogminnisbækur. . Ég fyrir mitt leyti hef yfirleitt ekki verið ginnkeyptur fyrir niðjatölum, þar sem hver einstaklingur er ekki annað en liður í ættartölu. Hins veg- ar er ég veikari fyrir æviskrám, þar sem greindur er uppruni manns, rak- inn ferill hans og getið barna. Er þá oftast fenginn góður efniviður i ætt- artölur fyrir þá, sem það girnast, eftir því sem æviskrárnar hrökkva til. Lifsferill manns er einnig sjaldan svo snauður, að vitneskja um hann geti ekki komnið í góðar þarfir við ein- hvers konar rannsóknir. Það er einn meginkosturinn við Blöndalsættina, þó að hún sé byggð upp sem niðjatal, að þar er að finna ótrúlega rækilega æviskrá fjölmargra, sem af ættinni eru. Að vísu má ýmislegt af því finna i prentuðum heimildum, en margt er líka frumsamið, auk þess sem þægi- legt er að fá allan þennan fróðleik saman kominn á einn stað. í þessari stuttu ritfregn er þess eng- inn kostur að ritdæma slikt stórvirki, sem Blöndalsættjn er. Til þess þyrfti mikinn tíma og margháttaðar athug- anir.Það verður ekki gert af neinu viti nema með þvi að þræða fiest spor höfundarins. Þess ber einnig að gæta að sumt af þeim ættarfróðleik, sem ritið geymir, er ekki að finna í þeim skjallegu heimildum sem komnar eru á söfn. Margt er haft eftir fólkinu Það krefst hestaheilsu Friða Á. Sigurðardóttir: SÓUN OG SKUGGINN Skóidsaga. Skuggsjá, Bókabúð Olivers Stains sf. (ekkert órtal, hvergi heima). Friða likir sjúkrahúsinu við marg- arma kolkrabba og hún lýsir fyrir okkur þvi lífi sem lifað er í kol- krabbahúsinu út frá sjónarhóli Sigrúnar. Sigrún, rétl rúmlega þrítug, þriggja barna móðir, er ein af þessum ólán- sömu manneskjum sem lenda í bíl- slysi og ætlar aldrei að batna. Hún er hrifin út úr starfssömu lífi og setl á veikindabekkinn — og er allt í einu upp á aðra komin. Hún gelur varla gengið úl undir berl loft án þess að detta í yfirlið og annar fóturinn er svikull. Vítiskvalir leggur frá herðum og upp í höfuð og halda fyrir henni vöku. I þrjú ár hefur enginn iæknir fundið, hvað eiginlega er að. En svo kernst hún á sjúkrahúsið til rann- sóknar, ósköp fegin því að nú fari loksins eitthvað að ske. Og hvað skeður? Ég læt lesanda um að svara því. Að gagnrýna læknana er dauðasynd Sannast sagna hélt ég að sjúkra- húsvist gæti ekki verið svona and- styggileg, — að það væri eins og í kolkrabba (hvernig sem maður á nú að ímynda sér. lífið í svoleiðis dýri). Ég hef legið fjórum sinnum á sjúkra- húsi (fyrir utan fæðingardeildina sem var náttúrlega sér á parti — stórkost- leg), og alltaf fundist það vera eins og ég væri á hóteli með fyrsta flokks þjónustu. Ástæðan er kannski sú að ég átti aldrei bágt, það voru bara bein sem þurfti að skera og Bókmenntir RannveigG. Ágústsdóttir æðar sem þurfti að hnýta, ég var ekki svo veik að hægt væri að gera lítið úr mér. Ég var með öðrum orðum eins og Gugga lýsir því svo hressilega (bls. 40) bæði við hestaheilsu og með stál- taugar eins og þarf til þess að vera sjúklingur. Þess vegna er Sólin og skugginn ný reynsla fyrir mig og afar mikils virði. Hvernig stendur á því að heim- ur sjúkrahúsanna er svo rigbundinn í stéttarskiptingu sem leiðir af sér vald- beitingu eins og I einræðisríki? Erum við svo andskoti hrædd við dauðann að við þorum ekki að gagnrýna lækn- ana? Já, því ef við gerum það fremjum við dauðasynd. Hress fram í andlátið vinur og ekkert múður Bókin er kennsla i beitingu valds og í þvi hvernig komast skal undan þessu valdi. Það er rætt um frelsið — hið eiginlega frelsi, sem er frelsi hug- ans. Ennfremur sýnir sagan berlega að það geta verið áhöld um hverjir séu raunverulegir sjúklingar i svona kolkrabbahúsi — anstalti hins opin- bera, og hverjir læknar í orðsins fyllstu merkingu. Ég sé ekki betur en að yfirlæknirinn Karl megi teljast til sjúklinga, en sú með heilaæxlið, Gugga, og þessi lamaða og mállausa; Halldóra, séu í raun þeir læknar sem lækna Sigrúnu. Svona óvanalegum skoðunum miðlar höfundur okkur með yfir- burðaþokka, undirbyggir og púkkar upp svo að okkur finnst röksemdar- færslan bæði eðlileg og sjálfsögð. Þær kenningar læknisins til dæmis að hér sé um hýsteríu að ræða i sjúklingnum Sigrúnu — sem vel gæti stafað af erfiðleikum í hjónabandinu (engin rök fyrir því) sýna svo að ekki verður um villst að Karl læknir er sjálfur hýsterískur og meira en lítið klikkaður. Það má fyrir alla muni ekki rugla saman höfundi og persón- um bókar, eins og hendir suma gagn- rýnendur. Hin viktoríanska afstaða Karls læknis er auðvitað ekki skoðun höfundar. Mér finnst eitt lýti á útgáfu þess- arar bókar og verður að skrifast á reikning útgáfunnar — og það er kápan. Hvers vegna í ósköpunum þarf að klessa auglýsingu upp við titilinn? Það er ósmekklegt. Látum vera það sem stendur á baksíðu. Það er hvort sem er allt saman satt og rétt: „Sagan er þrungin áhrifa- magni. . . ” o.s.frv. Suma daga Suma daga er meira gaman að lifa en aðra. Til dæmis þá daga sem Friða Á. Sigurðardóttir. maður les góða bók — eins og þessa. Vandamálin verða viðráðanlegri — eins og maður finni allt í einu sjálf- sagðar lausnir á hverju og einu og vex svo í augum sjálfs sin. Öllu þessu hefur höfundur komið til leiðar þar sem hann situr örmagna að verki loknu. Ég sendi honum hugskeyti uppfull af góðum áheitum og fróm- um óskum um endurnýjun krafts og áframhald á sömu braut. Rannveig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.