Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 18
/ 18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR29. DESEMBER 1981. íþróttir Brian Clough. Cloughfékk hjartaáfall Brian Clough, framkvæmdastjóri Nottingham Forcst og einn þekktasti maður í ensku knattspyrnunni, liggur nú á sjúkrahúsi i Derby. Fékk hjarta- áfall á heimili sinu í gær og var fluttur á sjúkrahús. Áfallið er ekki alvarlegt og talið að Clough verði kominn heim á ný eftir 3—4 daga. Hann verður þó að taka sér alveg hvíld frá knattspyrnunni um tíma. Forest-liðið í góðum höndum þó þar sem Peter Taylor er. Hann hefur verið hægri hönd Clough um langt ára- bil. -hsím. Barcelona efst — entapaði Barcelona tapaði í gær á útivelli fyrir Real Betis i 1. deildinni í knattspyrn- unni á Spáni. Heldur þó enn forustu — aðeins þó einu stigi á undan Real Madr- id og Real Sociedad. Úrsiit í gær. Cadiz-Castello Betis-Barcelona Real Madrid-Racing Bilbao-Socidad Osasuna-Atl. Madrid Espanol-Sevilla V alencia-Hercules Zaragoza-V alladolid Staða efstu liða er nú þannig: Barcelona Real Madrid Sociedad Zaragoza Betis Bilbao 17 11 3 17 11 2 17 10 4 17 9 4 17 9 1 17 8 2 46-16 25 32-16 24 32-17 24 25-21 22 24-17 19 27-22 18 Lið Allison gerir það gott Sporting Lissabon, liöið, sem enski þjálfarinn frægi, Malcolm Allison, fyrrum þjálfari Man. City, Crystal Pal- ace og fleiri enskra liða, gerir það gott í 1. deildinni í Portúgal. Liðið sigraði Estoril í gær 3-2 á heimaveili og er þremur stigum á undan Benfica, stór- liði þeirra Portúgalsmanna. I gær sigr- aði Benfica Penafiel 0-3 á útivelíi. Porto tapaði hins vegar á heimavelli 1-2 fyrir Rio Ave og féll við það niður í þriðja sæti. Forusta Sporting jókst því í þrjú stig í gær. Staða efstu liöa: Sporting 13 9 4 0 30-12 22 Benfica 13 9 1 3 26-8 19 Porto 13 6 6 1 13-6 18 Rio Ave 13 7 3 3 11-8 17 Gamlárshlaup Camlárshlaup ÍR fer fram á gamlárs- dag og hefst kl. 14 við ÍR-húsið, Tún- götu. Hlaupinn er 10 km hringur um Seltjarnarnes, Ægisíðu og Suðurgötu. Búast má við mikilii baráttu um fyrstu sætin eins og verið hefur í hlaupum vetrarins, Ágúst Þorsteinsson, UMSB, sem er við nám og æfingar í Texas, er hér í jólaleyfi og keppir. Hlaup þetta er öllum opiö og vitað er um þátttöku ýmissa, sem ekki hafa keppt i víða- vangshlaupum vetrarins. Vilja ÍR-ingar hvetja alla, konur og karla, sem eitt- hvað eru að hlaupa, til að koma og vera með. Verðiaun til 3 fyrstu í karla og kvennaflokki verða afhent að hlaupi koknu. fþróttir íþrótt fþróttir Iþrót Kevin Keegan velti Swansea af toppi 1. deildar: Man. City f efsta sæti Trevor Francis tryggði City 2-1 sigur á USfunum fjórum mín. fyrír leikslok Enski landsliðsfyrirliðinn Kevin Keegan velti Swansea af toppnum í 1. deildinni ensku i gær, þegar hann skor- aði tvívegis fyrir Southampton í síðari hálfleik í 3—1 sigrinum á Swansea á The Dell. Um tíma héldu 22 þúsund áhorfendur i Southampton að Dýrling- arnir væru i fyrsta skipti í sögu félags- ins í efsta sæti í 1. deild. En svo komu fréttir frá Malne Road í Manchester að Trevor Francis hefði skorað sigurmark Man. City fjórum mín. fyrir leikslok og þar með tryggt liði sinu sigur 2—1 á Úlfunum og efsta sætið í 1. deild. Fyrir leikina í gær var Swansea efst en féll niður í þriðja sætið. Man. City verðskuldaði þó varla að ná forustunni í deildinni með þeim leik, sem það sýndi gegn einu af botnliðum deildarinnar, Wolverhampton, og það á heimavelli. City-liðið óþekkjanlegt frá leiknum við Liverpool á laugardag og átti sannarlega í basli með Úlfana. Heppið að sigra. Joe Gallagher skor- aði fyrir Úlfana í fyrri hálfleik en markið var dæmt af og tvívegis bjarg- aði Joe Corrigan mjög vel. Man. City virtist í fyrri hálfleiknum jafnvel enn meira botnlið en Úlfarnir. f s.h. náði Asa Hartford forustu fyrir City á 53. mín. Peter Daniel jafnaði fyrir Úlfana á 72. mín. eftir að aukaspyrna hafði verið dæmd á Corrigan utan vítateigs. Lokakaflann reyndi Man. City mjög að tryggja sér stigin þrjú og það tókst þegar Trevor Francis skoraði á 86. mín. Nokkru áður hafði verið bjargað frá Reeves á marklinu Úlfanna. Áhorf- endur rúmlega 40 þúsund. Úrslit í leikjunum í gær urðu annars þessi. 1. deild Brighton—Aston Villa 0—1 Everton—Coventry 3—2 Man.City—Wolves 2—1 Southampton—Swansea 3—1 Strax á þriðju mín. náði David Arm- strong þó forustu fyrir Dýrlingana, þegar hann skoraði beint úr auka- spyrnu. Júgóslavinn Ame Rajkovic jafnaði á 14. mín. með þrumuskalla eftir hornspyrnu Leighton James. Á 37. mín., var Kevin Keegan felldur innan vítateigs. Vítaspyma sem Keegan tók sjálfur. Spyrnan mjög mis- heppnuð, alveg við Dai Davies, sem varði auðveldlega. En Keegan, sem lék sinn 400. deildaleik í gær, átti eftir að bæta fyrir mistökin í s.h. Undir lok hálfleiksins komust þeir Bob Latch- ford og Robbie James í færi, sem þeir misnotuðu. Klaufar þar og Swansea hefði svo hæglega getað haft forustu í hálfleiknum. Tvö mörk Keegan 2. deild Bolton—Blackburn Cardi ff—Charlton Norwich—Luton Oldham—Leicester I síðari hálfleiknum hafði South- ampton hins vegar umtalsverða yfir- burði. Leikurinn prýðileg skemmtun fyrir áhorfendur, hiti um fimm stig og milt í rigningarúðanum. Á 50. mín. náði Keegan forustu fyrir Dýrlingana með góðu marki. 13. deildamark hans á leiktímabilinu og hann jafnaði þar með sinn bezta árangur áður hvað deildamörkum viðkemur. Skoraði 13 með Liverpool leiktímabilið 1972— 1973. Og Keegan átti eftir að bæta metið. Á 61. mín. skoraði hann aftur og gulltryggði sigur liðs síns. Átti mjög góðan leik og Swansea-liðið var heppið að fá ekki á sig fleiri mörk. Dai Davies afar óöruggur í marki þó honum heppnaðist að verja vítaspyrnu Keegans. Við tapið féll Swansea af toppnum, Man. City efst og Southampton í öðru sæti. Liðin voru þapnig skipuð. Southampton. Katalinic, Golac, Nic- höll, Waldron, Holmes, Williams, Ball, Armstrong, Keegan, Moran og Channon. Swansea. Davies, Thomp- son, Irwine, Rajkovic, Hadziabdic (Marsustik), Stanley, Mahoney, Leighton James, Latchford, Robbie James og Curtis. Það voru því fjórir Júgóslavar í leiknum. Tveir í hvoru liði. 3. deild Exeter—Plymouth Gillingham—Newport Millwall—Brentford Heppnissigur Villa Jafnræði var með Southampton og Swansea í fyrri hálfleiknum í gær. Kevin Keegan — met, 14 deildamörk. síðari hálfleiknum en Tony Morley tókst að skora á 62. mín. Eina mark leiksins, sem færði Villa öll stigin þrjú. Foster og Grealish áttu báðir skot í þverslá marks Villa en inn vildi knötturinn ekki þrátt fyrir mikla yfir- burði heimaliðsins í leiknum. Fyrri hálfleikur Everton og Coventry var bráðskemmtilegur og vel leikinn. Fimm mörk þá skoruð en siðari hálf- leikurinn var slakur. Mark Higgins, sem fyrir leikinn hafði skorað tvö mörk í 73 leikjum með Everton, skoraði tví- vegis i leiknum. Sharp þriðja markið. Coventry tókst tvívegis að minnka muninn, bakvörðurinn Thomas og Bodak skoruðu. í 2. deild skoraði Luton þrívegis á fyrstu 15 mín. í leiknum í Norwich, White og Steen, en síðan fóru leik- menn liðsins að taka lifinu með ró. Það nægði þó Norwich ekki. John Deehan, lánsmaður frá WBA, skoraði eina mark liðsins í s.h. Luton hefur nú sjö stiga forustu í deildinni. 16.577 áhorf- endur í Bolton sáu Chris Thompson ná forustu fyrir heimaliðið á 15. mín. Aylott jafnaði og Stonehouse náði forustu fyrir Blackburn, þegar hann skoraði úr vítaspyrnu rétt fyrir hálfleik. Tony Henry jafnaði fyrir Bolton á 52. mín. og þar við sat. Alan Gowling var þó tvívegis nærri að skora fyrir Bolton undir lokin. Lynex skoraði fyrir Lei- cester eftir aðeins þrjár mín. í Oldham og þrátt fyrir mikla sókn heimaliðsins tókst því ekki að jafna fyrr en rétt í lokin. Þá dæmd vítaspyrna á Leicester sem Roger Wylde skoraði úr. 13. deild átti Stan Bowles, fyrrum enskur lands- liðsmaður, stórleik með Brentford en' Gary Roberts skoraði sigurmark Brent- ford. Þrátt fyrir gott veður á suður- strönd Englands í gær var frost, snjór og kuldi annars staðar. Fjölmörgum leikjum frestað. Staðan er nú þannig: 1. deild Man. City Southampton Swansea Man. Utd. Ipswich Tottenham Nottm. For. Everton 20 10 19 10 20 10 18 9 16 10 17 9 Brighton Arsenal WestHam Liverpool WBA A. Villa Coventry Stoke Leeds Wolves Birmingham Notts. Co. Sunderl. Middlesb. 18 19 19 16 16 17 18 19 20 18 18 18 16 17 19 18 29—22 34 35—28 33 31—31 33 28—15 32 28—19 32 26— 19 29 23— 23 29 27— 25 28 24— 19 27 15—12 27 33—22 26 24—19 24 23—19 24 23—23 22 10 29—32 22 10 23—28 20 8 18—32 20 9 12—25 19 6 23—23 8 24—31 11 16—33 10 16—30 18 17 14 12 -hsim. Aston Villa vann mikinn heppnis- sigur í Brighton. Átti í vök að verjast allan fyrri hálfleikinn en Jimmy Rimmer hélt liðinu á floti með snjallri markvörzlu. Lítið skárra hjá Villa í AFTUR SIGUR H0LLENDINGA —unnu 90:70 á Akranesi ígærkvöldi Leikmenn íslenzka landsliðsins í körfuknattleik átti í miklum erfiðleik- um með hina hávöxnu leikmenn Hollands þegar þeir áttust við á Akra- nesi í gærkvöldi og mátti ísland þola 20 stiga tap 70:90. Hollendingar náðu strax góðum tökum á ieiknum þar sem leikmenn islenzka iiðsins hittu illa í byrjun leiksins. Þá náðu Hollendingar næröllum fráköstum. Staðan var 45:34 fyrir Hollendinga í leikhléi og í seinni hálfleik var sigur þeirra aldrei í hættu. 275 áhorfendur sáu leikinn og olli hann nokkrum von- brigðum. íslenzku leikmennirnir náðu sé aldrei á strik og bar lítið á Jóni Sigurðs syni, leikmanninum snjalla úr KR Símon Ólafsson var stigahæstur — U stig, Torfi Magnússon 13 stig, Jóna: Jóhannsson 9 og Kristján Ágústsson 6. Þriðji landsleikur þjóðanna fer fran í Vestmannaeyjum i kvöld. „Það vantaði meirí kraft og sigurvilja” sagði Hilmar, landsliðsþjálfari. Þriðji landsleikurinn við Dani á Akranesi í kvöld Torfi Magnússon sendir knöttinn i körfu Hollendinga en það dugði skammt. DV-mynd Friðþjófur. — Það vantaði meiri kraft og sigur- vilja hjá strákunum. Þeir tóku ekki eins ákveðið á móti Dönunum — eins og í fyrri leiknum, því fór sem fór, sagði Hilmar Björnsson, landsliðsþjálfari eftir landsleikinn i gærkvöldi. — Okkur hefur vantað meiri kraft til að leika 2-3 leiki í röð án þess að gefa neitt eftir. Það er ekki nóg að leika fyrsta Ieikinn á fullu en slaka síðan á. Við erum nú að reyna að gera þarna breytingar á með því að leika 3 lands- leiki eða fleiri í röð eins og nú gegn Dönunum, sagði Hilmar. Hilmar sagði að varnarleikurinn hefði brugðizt — Danirnir hefðu fengið tækifæri til að skora mjög ódýr mörk og það hefði dugað þeim til sigurs. — Nú fóru leikmenn ekki eftir þeirri fyrirskipun þinni að skjóta uppi á danska markvörðinn? — Nei, þeir virtust algjörlega lokast fyrir því um tíma. Þegar þeir skutu uppi lá knötturinn yfirleitt í netinu en aftur á móti varði danski markvörður- inn vel niðri — alls 12 skot í leiknum. Hilmar sagði að sóknarnýtingin hefði verið 49%. Það er nýting sem að öllu eðlilegu hefði átt að færa okkur sigur. islendingar og Danir leika sinn þriðja landsleik á Akranesi í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.00. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.