Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLADIÐ& VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neyten Svona geram við þegar við þvoum okkar þvott Hvaða meðferd þolir hver efnistegmd? —það borgar sig að athuga það þegar flíkin er keypt Eitt af því sem allir ættu að athuga áður en þeir kaupa sér flík er það hvernig má og ber að þvo hana og þurrka. Er hægt að setja hana í þvottavélina, í þurrkarann eða verð- ur að þvo hana i höndunum og leggja hana flata meðan hún þornar? Er flíkin úr litekta efni og má þá þvo hana með öðrum eða verður að þvo hana sér? Má jafnvel alls ekki þvo hana heldur verður að setja í hreins- un? Þarf að sjrauja flíkina eða ekki? Og að síðustu, eru á henni skraut- borðar eða merki sem lita út frá sér eða þola ekki þvott? Til þess að reyna að svara nokkrum þessara spurninga fara hér á eftir nokkrir fróðleiksmol- ar úr norska neytendablaðinu um ýmis af algengustu efnum í fötum. kosti þeirra og galla ásamt þvotta- leiðbeiningum. EFNI Allar flíkur æltu að vera inerktar vel og vandlega. Á merkinu á þess að vera getið nákvæmlega hvaða efni eru í flíkinni. Ef slíka merkingu vant- ar ætti fólk ekki að kaupa flíkina, það bendir til þess að hún sé úr veru- lega óvönduðu efni. Öll efni hafa sína kosti og galla. Það þarf að velja gaumgæfilega með tilliti til þess hvernig flíkin á að not- ast. Oft er tveim eða fleiri efnisteg- undum blandað saman þannig að bezlu kostirnir úr hvoru eða hverju þeirra nýtist. í viðbót við að velja efnið þarf einnig að velja vefnaðar- gerðina. Er flíkin of gisin, of þétt, of gróf eða of fín? í heild má skipta öllum fataefnuin í tvo flokka: náttúruleg efni og gervi- efni. Náltúruleg efni eru frá náttúrunn- ar hendi þannig að það er hægt að spinna úr þeini þráð. Algengustu náttúrulegu efnin eru bómull, lín, ull og silki. Gerviefni er vítt hugtak sem felur i séi öll efni sem eru búin til í verk- smiðjum. Þeim er síðan aftur skipt 'f flokk efna sem búin eru til úr frum-1 efnum náttúrunnar sem brotin eru upp á ýmsan hált. Þetta kalla Norð- menn regenart-efni og ég hef ekkert betra orð og læt það því flakka. Hins vegar eru efni sem algjörlega eru búin til á kemískan hált með hjálp tækn- innar. Al'lur slettum við útlenda orð- inu, þau kallast syntetísk. NÁTTÚRULEG EFNI Búmull drekkur í sig raka, er þægi- leg i að vera og rafmagnast ekki eins og gerviefnin. Hún er mjög sterk og þolir vel að blotna. Gallinn við bómullina er hins vegar sá að hún krumpasl mikið, óhreinkast illa og vinzl. Því er gerviefninu pólýester ofl blandað saman við bómull. Pólýesler bælir verstu galla bómullarinnar. Þvi er sú blanda algeng í hvers konai fatnað. Gisinn bóim iarlatnaður er eldfimur. Lín er dyrt efni nú á dögum. Því er það meslmegnis notað i borðdúka, servíettur og lleira þess háttar cn minna í föt. Línið drekkur vel i sig raka, það er svalt viðkomu en það er stíft og óteygjanlegt, krumpast mikið og er þvi óhentugt í föt. Ull er hlý, óhreinkast lítið en raf- magnast ef hún er nudduð. Ef ullar- föt eru þvegin á rangan hátt krump- ast þau og missa fegurð sína. Ef fatn- aður er merktur „Hrein ný ull” má ekki vera meira en 5% af efninu í henni af öðrum toga. En það er mjög algengt að öðrum efnum sé blandað í ullina. Til dæmis er blandan 55% pólýester og 45% ull mjög algeng. Hún er sterk og krumpast ekki mik- ið. UIl er einnig oft blönduð með akrýl. Áferð á fötum úr þvi efni er lik ullarflíkum en það er auðveldara að þvo þau. Þau eru reyndar ekki eins sterk og föt úr ull og pólýester og hnökra frekar. Silki er sannkallaður munaður. Það er dýrt hér á norðlægum slóðum en jafnvel þess virði. Silki er glans- andi efni, fallegt, krumpast lítið, er sterkt, drekkur vel i sig raka og er þægilegt i notkun. Hægt er að nota silki i næstum hvaða fatnað sem er. GERVIEFNI Gerviefni skiptast í tvennt eins og áður sagði. Fyrst verður fjallað um REFENERTEFNI Viskóse (ræcn) er algengast al þessum efnum. Það hefur marga svipaða eiginleika og bómull. Það drekkur vel í sig raka og er þægilegt í notkun. Efnið er sterkt þegar það er þurrt en styrkurinn minnkar þegar efnið blotnar. Því þarf að þvo það variega. Viskóse krumpast mikið og getur undizt. Því er oft settur selló- lósi (trjákvoða, fæst í brúsum í búð- um) í þessi efni til þess að stífa þau. Viskós er notað eitt sér í margs konar föt. En það er ekki síður al- gengt í bland með öðrum efnum. Til dæmis bómull, ull og pólýester. Modal er viskósefni sem þróað hef- ur verið sérstaklega. Það líkist enn þá meira bómull og er notað í efnis- blöndur með bómull til dæmis í sængurföt og nærföt. Það er jafn sterkt blautt sem þurrt. Acelal er efni sem oft er blandað trjákvoðu eins og reyndar viskóse og modal. En það líkist eigi að síður meira syntetísku efnunum. Brot tolla sérstaklega vel í acetati en það er við- kvæmt í hita og verður því að pressa það eða strauja varlega. Það lítur úi líkt og silki og krumpast og vinzt lít- ið. En það drekkur mjög lítið í sig raka og er því oft kalt viðkomu. Acetat veikist við að blotna og verður að þvo það varlega. Triacelal er acetat sem hefur kom- izt lengra á þróunarbrautinni. Eigin- leikar þessu eru því enn líkari eigin- leikum syntetískra efna. Triacetat krumpast nær ekkert, það heldur ágætlega brotum og þolir þvott og hita betur en acetat. En það drekkur ekki betur í sig raka og er því kalt við- komu. Sumar flíkur má ekki hengja upp heldur verður að þurrka flatar. SlSkt tekur tíma. DV-mynd Bj. Bj. Það er óneitanlega þægilegt að geta stungið flikunum beint í þvottavélina og þaðan jafnvel í þurrkarann. Athugiö vel áður en föt eru keypt hvort þau þola slíka meðferð. DV-mynd Einar Ólason. SYNTETÍSK EFNI Syntetísk efni eru sterk bæði blaut og þurr, þáu krumpast mjög lítið við notkun og þau þorna fljótt. Þau drekka í sig minni raka en náttúruleg efni. Því getur flík úr þessum efnum verið köld viðkomu. Syntetísk efni rafmagnast mikið og því dragast að þeim óhreinindi. Því þarf að þvo þau oft en það má yfir- leitt gera í þvottavélum og er þvi fljótlegt. En þau þola fremur illa hita og verður að passa hitastig bæði á þvottavatninu og straujárninu. Algengustu syntetísku efnin eru pólyamid, pólyester og akrýl. Polýamid (nælon) er eitt sterkasta fataefni sem gefst. Það er seigt og teygjanlegt og því oft notað i það sem á að þola mikla og erfiða notkun. Sérlega er þó efnið vinsælt í föt sem eiga að vera þunn jafnframt því sem þau eiga að vera sterk. Má nefna hinar frægu nælonsokkabuxur því til sönnunar. Pólýamid krumpast lítið, vinzt ekki og er auðvelt í þvotti. Það drekkur lítið i sig af raka og er kalt og rakt íveru. Pólýester er efni sem brot tolla vel í. Það krumpast lítið, er stinnt og er því gott sem fylling í sængur, svefn- poka og púða. Pólýester er mikið notað í blöndur með öðrum efnum. Við það eykst styrkur flíkurinnar sem saumuð er úr efninu, hún krumpast síður og heldur betur lögun sinni. Pólýester og ull er mikið notað í bux- ur og önnur utanyfirföt og pólýester og bómull í skyrtur, sængurföt og fleira þessháttar. Pólýester skitnar fljótt en er auð- velt i þvotti og þurrkun. Akrýl hefur marga eiginleika svip- aða og ullin. Það er þvi oft notað í föt sem áður fyrr var eingöngu ull í. Akrýlefnin eru fremur sterk og krumpast litið og vindasLekki. Það er auðvelt að þvo þau en þau þola illa háan hita. Því verður að þvo föt úr akrílefnum á litlum hita ella krump- ast þau til lífstíðar. Akrýl er eldfimast af syntetísku efnunum. Því gisnari sem flikin er því eldfimari og sé hún með loðnu yfir- borði getur eldurinn læst sig um hana á augabragði. Modakríl er þróað akrýlefni. Það er ekki eins sterk en brennur ekki. -DS/Þýddi úr Forbrugerrapporten. Er fallega ullarpeysan sem þú sást í búðinni þess virði að þurfa alltaf að þvo hana í höndunum. Slíkt er tima- frekt en ullin borgar margfalt fyrir gúða meðferö. Ég hef stórtapaðá verðkönnunVerðlags stofnunar og Neytendasamtakanna í sumar sem leið gerðu Vct ðlags- skrifstofan og Neytenda.samtökin verðkönnun í 10 verzlunum á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þar sem l'ram kom að vörumarkaður einn í Hafnar- firði var með lægsla vöruverðið i verðkönnuninni, sem var í 19 al - riðum. Ég hef verzlað mikið í þessum vörumarkaði, þar sem ég laldi mig vera að spara verulega l'yrir heimili mitt, ekki sízt vegna þess að ábyrgir aðilar sem að slíkri verðkönnun standa, eru óbeini að vísa fólki á ódýruslu malarkaupiu. l-.kki alls fvrii löngu heyrði ég i úl- varþinu að vörumarkaðurinn Kosia- kaup í Hafnarl'irði auglýsli hangikjöl l'rá Húsavík sem er miit uppáhalds hangikjöl. Ég fór þangað lil að katipa úrbeinaðan hangikjöls- framparl sem ég ætlaði að hafa i jóla- matinn og keypli þá lleira al' kjöl- vörum i leiðinni. Mér til mikillar undunar sá ég þá að verðið á hangikjölsframpartinum hjá Kosta- kaup var mun lægra en þar sem ég hal'ði áður verzlað. Siðan fór ég að ailiuga verð á lleiri kjö'.örinu og ekki varð uik. im iii’ .mnni við það. Skal ég nel’na aöeins eilt dæmi máli mínu lil sluðnings: Ég var búin að kaupa hamborgarhrygg í vörumarkaðnum, sem varð númer eilt i nefndri verðkönnun. Þar koslaði hamborgarhryggur. sem var 2.550 kg að þyngd, 435,80 kr, eða eill kíló 170,90 kr. Hjá Koslakaup koslar eitl kíló I49,(X) og þá mun jal'nþungl stvkki af hamborgarhrygg kosla þar 379,95 kr.. sem sýndi mér að ég hefði sparað 55,85 kr. á einni mállið. Þeila er aðeins eitl dæmi sem sýnir misinun sem nemur lugum króna, en margi lleira mæili benda á i sama dúr. Það sem ég vil bcnda Verðlags- skrifstofunni og Neylendasamlöktm- iim á er það að í verðkönnnn þaif að laka miklu meira tillit til kjotvöru, sem ci einn siicrsti liðurinn í matar- innkaupum heimilanna. Þessi vöru- markaður sem var númer eilt í þess- ari verðkönnun var með læplega líu krónum lægra verð heldur en Kosla- kaup á öllum þessum 19 liðum könn- unarinnar. Þar sem verðkönnun getur hafl mikið auglýsingagildi, eins og ég hef áður benl á í þessu bréli. er ég furðti lostin vegna þess að ég hefði gelað sparað slórkosllega á því eimi að kaupa kjölvörur á réilum slað. Ég ireysli því að í framtiðinni. — segirhúsmóðir íGardabæ þegar Verðlagsskrifstofan og Neytendasamtökin gera verðkönnun, sem á að koma heimilunum til góða þá verði settur rétt saman listi yfir þær vörur, sem notaðar eru á einu heimili. Það má ekki eiga sér stað. að svo áhrifamiklir aðilar sein Verðlags- skrifstofan og Neytendasamtökin villi um fyrir neylendum, eins og hér hefur verið gert. Þeir verða að nola öruggar aðferðir til að gela sagt fólki réll og sati frá livar ódýrast er að verzla. llúsmóðir í Gaðabæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.