Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐID& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. frjálst, áháð dagblað Útgéfufélag: Frjáb fjöbnlðkin hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. FramkvœmdastjóH og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellart B. Schram. Aðstoóarritstjóri: Haukur Haigason. Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson. Auglýaingastjórar: Páll Stsfánssón bg Ingóffur P. Stainsson. Ritstjóm: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiðsla, éakriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverhoiti 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjómar 88611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hílmir hf., Siðumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverð á mánuðf 100 kr. Vorö í iausasöiu 7 kr. Helgarhiað 10 kr. Maóurársins Jólahaldið gekk um garð með friðsæld og hátíðar- brag eins og vera ber. Væringar þjóða í milli eru í lág- marki þessa stundina og andi hinnar helgu hátíðar var ekki kæfður með hergný og vopnaskaki eins og svo oft áður. En þótt allt sé með kyrrum kjörum á yfirborðinu er síður en svo ástæða til að telja friðvænlegt fram- undan. Skuggi átakanna í Póllandi grúfir yfir Evrópu og þar eru veður öll válynd. Meðan við átum jólasteikina og ornuðum okkur við birtu jólanna, sátu þúsundir Pólverja hnípnir í fangels- um, héldust við í óupphituðum tjöldum og skulfu sér til hita. Á annað þúsund námamenn hafa lokað sig af niður í dimmum og köldum námagöngum. Milljónir Pólverja sitja við nauman kost og pólitíska ofsókn. Pólska þjóðin fékk frelsissviptingu í jólagjöf. Mannréttindabarátta Pólverja er öllum kunn. Af ótrúlegri þrautseigju, viljafestu og kjarki hafa Pólverj- ar þokast í átt til frelsis, smokrað af sér fjötrum kommúnismans. Margar fórnir hafa verið færðar, en engin þeirra hefur verið svo stór, að Pólverjar hafi ekki fúsir lagt þær á sig til að endurheimta stolt sitt og manndóm í krafti frelsis og mannréttinda. Einn maður hefur orðið tákn þessarar baráttu. Það er Lech Walesa, verkalýðsforinginn smávaxni, sem áunnið hefur sér heimsfrægð, aðdáun og virðingu fyrir forystu sína og framgöngu. Máttur hans er ekki fólg- inn í hnefanum heldur huganum, styrkur hans er ekki herlið heldur þjóðin öll. Nú er þessi maður lokaður inni, hnepptur í fjötra þagnar og einangrunar. Frelsisást hans var of sterk, heimskommúnisminn þolir ekki dagsbirtu og tjáning- arfrelsi. Það fer svo sannarlega vel á því, að Walesa sé kjör- inn maður ársins. Enginn hefur borið frelsiskyndilinn af meiri dirfsku, enginn hefur afhjúpað jafn rækilega falskenningar kommúnismans. Walesa er persónugerv- ingur pólsku þjóðarinnar, tákn þeirrar frelsisbaráttu, sem mannkynið mun enn og ævinlega heyja gegn kúg- un og valdbeitingu. Rödd Walesa er kæfð, en hugsjón hans hljómar. Og hver er sú hugsjón? Hún er sú, að frelsið er dýr- mætara en friðurinn. Betra er að vera dauður en rauð- ur. Sú kenning mætti vera áminning og aðvörun til þeirra heybróka, sem hæst tala um frið með því að hörfa undan einræðinu og ógnarstjórninni. Vissulega er friður eftirsóknarverður en hvaða verði skal hann keyptur? Skyldi pólska þjóðin fagna þeim friði, sem yfirvöld þar í landi hamast við að auglýsa? Skyldu námamennirnir loka sig af niður í námunum af einskærum fögnuði yfir friðnum í landi þeirra? Skyldu marséringar hermannanna í Póllandi hljóma friðsam- lega í eyrum verkalýðsins, sem sviptur er frelsi og rétti? Atburðarásin í Póllandi hefur tekið geigvænlega stefnu. Enginn sér fyrir endann á þeim örþrifaráðum sem valdstjórnin og kommúnistaflokkurinn kann að grípa til. Hitt skal vera ljóst, að ekkert fangelsi, hversu stórt sem það kann að vera, engin valdstjórn, hversu grimmdarleg, sem hún reynist, getur hneppt frelsis- þrána i fjötra. Þess vegna mun Walesa og frelsishug- sjón hans sigra að lokum, þess vegna er lífið þess virði að lifa því. Walesa er maður ársins. En nafn hans mun lifa um ókomin ár sem tákn um þau sannindi að friður verður aldrei keyptur með frelsi. ebs. Hugmyndirnar aðbaki f rjálsu útvarpi í Noregi íslendingar eru einu til tveimur árum á eftir Norðmönnum í þróun útvarpsmála. Nýlega leyfði norska ríkisstjórnin 40 aðilum að hefja út- varpsrekstur í tilraunaskyni. Ekki er við því að búast að slíkt skref verði stigið hér á landi fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. En það verður stigið. Að vissu leyti hafa Norðmenn búið við sömu aðstæður í útvarpsmálum og íslendingar. Ríkið hefur rekið eina hljóðvarpsstöð og eina sjónvarps- stöð. Báðar stöðvarnar hafa sætt gagnrýni, eins og gefur að skilja þegar um svo fáa valkosti er að ræða. Innan norska Hægriflokksins hefur vilji verið fyrir hendi í mörg ár til að gefa útvarpsrekstur frjálsan, þ.e. leyfa fleiri aðilum en ríkinu að spreyta sig á honum. Þess ber að gæta að Norðmenn geta náð til ótal margra útvarpsstöðva á meginlandi Evrópu og danskra og sænskra sjónvarpsstöðva. En áhuginn hefur verið áað fá fjölbreytt innlent efni. Svipuð með- og mótrök og hér á landi Nefnd á vegum Hægriflokksins gerði ítarlega skýrslu um þróun út- varpsmála í Noregi og kannaði einnig ástand útvarps í öðrum löndum Nefndin tók saman helstu rök á móti afnámi einkaréttar ríkisút- varpsins og helstu rök fyrir afnám- inu. Flest þessi rök hafa heyrst af vörum þeirra sem berjast með eða móti frjálsu útvarpi hér á landi. Helstu rökin gegn afnámi einokun- ar norska ríkisútvarpsins eru af menningarpólitískum toga spunnin. ^ „Ekki er viö því aö búast, að slíkt skreí veröi stigið hér á landi fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. En þaö verður stigið,” segir Ólafur Hauksson, sem telur íslendinga geta lært af reynslu Norðmanna í útvarpsmálum. Þjóðfélags- fræði eðarauð- liðaáróður? Er þjóðfólagsfrœði til? Nokkur umræða hefur nýverið skapazt um kennslu í þjóðfélags- fræði í skólum landsins. Þykir sum- um sem rauðliðar hafi í frammi áróð- ur í opinberum kennslustundum og skrifi og noti kennslubækur, sem séu í hæsta máta ávísindalegar og aðal- lega áróður. í 2. hefti tímaritsins „Frelsið” 1980 gagnrýna þeir Þorvaldur Búa- son, eðlisfr. og Hannes H. Gissurar- son, sagnfræðingur, tvær kennslu- bækur, sem notaöar eru í framhalds- skólum landsins. Þar er um að ræða „Samfélagsfræði” eftir Gísla Páls- son og „Samfélagið” eftir Joachim Israel (í þýðingu Auðar Styrkársdótt- ur). Nýlega mátti lesa í blöðum, að vafasamt námsefni í félagsfræði hefði verið notað í Menntaskólanum við Hamrahlíð, en rektor skólans lýsti því yfir, að það kennsluefni hefði verið notað án sinnar vitundar, og yrði það að endurskoðast. Það er skemmst frá því að segja, Kjallarínn Jónas Bjamason að þróun þjóðfélagsfræði — kennslu við evrópska háskóla hefur verið með stormasömum hætti. Sumir háskólar eru svona rétt búnir að jafna sig eftir þá áróðursbylgju, sem hófst á sjöunda áratugnum og sem tókst næstum því að eyðileggja suma af rótgrónum og frægari háskólum Vestur-Evrópu. Nú hefur aldan liðið hjá, en það er fyllsta ástæða fyrir ís- lendinga til að vera á varðbergi, en al- kunna er, að evrópskar hugmyndir berast gjarnan hingað með verulegri seinkun. — Án þess að afstaða sé tek- in hér til hugmyndafræði rauölið- anna, sem er mál út af fyrir sig, má segja, að það séu vinnubrögðin, sem séu fyrst og fremst áhyggjuefni. Áróðurshyggja og hópsálardýrkun eru andhverfur heilbrigðs háskóla- starfs, sem líður undir lok, ef visinda- legri þáttagreiningu (analysu) og sönnunarbyrði er sleppt. „There is no sociology”: sagði hinn frægi N. Parkinson á fundi á Hótel Sögu fyrir nokkrum árum. „Þjóðfélagsfræði er ekki til”; sagði hinn aldni húmoristi bæði í gamni og alvöru. Það er augljóst, að það er mikil freisting fyrir suma, a.m.k., að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.