Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 21
DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 29. DESEMBER 1981.
21
MEÐ ARNARFLUGI í PLÖTU-
FLUGITIL ENGLANDS
—f lugvél f rá Arnarf lugi
sóttifullfermiaf
hl jómplötum í tvígang
ánokkrum dögum
tilLuton
„Arnarflug býður cinum manni með
í plötuflug til London i dag, komið til
baka um hádegi á morgun,” sagði ril-
stjórinn. Þetta var um hádegi síðasta
mánudag fyrir jól, og tilefnið var að
Arnarflug var að senda aftur flugvél til
Bretlands eftir metsöluplötunni „Mini
Pops”. Föstudaginn næsta á undan
hafði sama flugvél einnig farið utan
fyrir Steina hf. og sótt á fimmta þús-
und plötur og kassettur af þessarri vin-
sælu plötu.
Þvi var það að undirritaður var kom-
inn út á Reykjavíkurflugvöll þennan
mánudagseftirmiðdag og leggja átti
upp þaðan klukkan fjögur. Farkostur-
inn Piper Cheyenne, tveggja hreyfla
skrúfuþota, beið á stæðinu og voru
flugvirkjar að yfirfara hana fyrir flugið
yfir Atlantsála. í nógu var að snúast
hjá afgreiðslumönnum Arnarflugs, jól-
in á næsta leiti, og margir hugsuðu á
heimferð út á land fyrir hátíðarnar.
Flugstjóri í þessari Bretlandsferð var
Jón Grímsson, og nú birtist hann og
sagði smátöf verða á brottför því hita-
kerfið í vélinni væri að stríða okkur og
flugvirkjarnir væru að lagfæra það.
Piper Cheyenne er nefnilega „alvöru”
flugvél, búin jafnþrýstiklefa og getur
fiogið langt yfir tuttugu þúsund fet.
Þar uppi er yfir 40 stiga frost svo betra
er að hafa hitakerfið í góðu lagi.
Jón flugstjóri sagði veðurútlit á Bret-
landi ekki of gott, þar væri snjokomai
og lélegt skyggni. Það hafði vist heldur
ekki farið framhjá neinum að á meðan
við sæjum fram á rauð jól þá höfðu
Bretar átt í hinu mesta basli vegna
mikilla snjóa.
Klukkan var farin að halla langt i
fimm þegar við stigum um borð og nú
skyldi lagt aTstað. Þar eð aðeins einn
flugmaður var 'í þessari ferð, þá var
mér boðið til sætis vinstra megin i flug-
stjórnarklefanum, þar sem aðstoðar-
flugmaður á annars sæti.
Það eru mörg handtök sem flugstjóri
þarf að gera áður en hægt er að leggja
upp í flugferð, en brátt fóru hreyflarnir
að suða, og lagt var upp frá Reykjavík-
urflugvelli. Næsti ákvörðunarstaður
var Brellandseyjar.
Flogið með aðstoð
tölvu
Það var þægileg tilfinning að sitja
um borð i flugvélinni, útifyrir möluðu
hreyflarnir og fluttu okkur æ hærra
upp á við í yfir tutlugu þúsund fet.
Mælarnir í mælaborðinu tifuðu lélt og
í takl hver við annan. Stefnan var tekin
fyrst á Vestmannaeyjar og sjálfstýring-
in eða „autopilotinn” eins og hann
heitir á flugmannamáli sá um að halda
réttri hæð og stefnu eftir fyrirskipun
frá Jóni flugstjóra. í þessari flugvél er
hin fullkomnasta flugleiðsögutölva,
sem tekur við merkjum frá flugstefnu-
vitum og sér síðan um að leiðrétla
stefnu flugvélarinnar. Einnig sýnir
lölva þessi flughraða og fjarlægð frá
þeim stefnuvita sem hún er slillt á.
Eftir þessari tölvu er hægt að fljúga
nær alla leiðina til Bretlands, aðeins i
unt 40 minútur inissir tölvan samband
við stefnuvitana sitt hvoru megin hafs-
ins og.þá verður að fljúga samkvæmt
Gert klárt fyrir flugtak. Plötupakkarnir
fylltu nær farþegarýmið i vélinni.
Farmurinn var á sjöunda hundrað kiló.
öðrum tækjum og tólum flugvélarinn-
ar, en af þeim er nóg svo ekki eru nein
vandræði að halda réttri stefnu.
Öðru hvoru og eftir ákveðnum regl-
um höfum við samband við flugstjórn-
armiðstöðvarnar, fyrst í Reykjavik, en
síðan í Skotlandi. Kallmerki flugvélar-
innar er TF-VLH, en í þessu flug ber
hún flugnúmerið VL 606. Um borð i
vélinni er tæki sem sendir frá sér merki
sem kemur fram á ratsjárskermi i fiug-
stjórnarmiðstöðvunum. Tækið er stillt
á fjögurra stafa tölu sem flugstjórn
ákveður og þessi tala kemur einnig
frain á ratsjánni. Á þennan hátt er unnt
að fylgjast með öllum sem um flug-
stjórnarsvæðið fljúga.
Eftir um þriggja stunda flug tókum
við land í Skotlandi og vegna þess hve
veðurútlilið i Suður-Englandi var
slæmt var stefnan sett á Glasgowflug-
völl. Flugstjórnarmiðstöðin í Glasgow
gaf okkur nákvæmar leiðbciningar um
aðflug í gegnum skýjaþykknið og fyrr
en varði blasti uppljómuð flugbrautin
við. Hálf napurt var hjá skozkum,
tveggja stiga frost og kalsastrekkingur.
Eftir að hafa pantað viðbótareldsneyti
á flugvélina var haldið á vit tolls og út-
lendingaeftirlits. Fylla þurfti út hina
ýmsu pappíra og kíkja á vegabréf far-
þegans. Þá lá næst fyrir að fá nánari
upplýsingar um veðurfar á þeim áfanga
sem eftir var leiðarinnar. Veðurstofan
var uppi á lofti og eftir mikið lykla-
hringl hjá skozkum tollvörðum kom-
umst við í gegnum þeirra hindranir og á
vit veðurspámanna.
Veðrið í Suður-Englandi var ekki of
spennandi, snjóhraglandi og lélegt
skyggni. Því var gerð flugáætlun á
Lutonflugvöll í útjaðri London, sem
var ákvörðunarstaður okkar og til vara
á Manchester, en þar var öllu skárra
veður.
Um Luton, ákvörðunarslað okkur
vissi ég harla lítið, annað en að þetta
var borg skammt fyrir norðan London
og það eina sem ég mundi um þá borg
var það að þar er knattspyrnufélag sem
gengið hefur misvel í brezku knatt-
spyrnunni. Luton town, en svo heitir
félagið, komst víst ef ég man rétt í
fyrstu deild fyrir um tuttugu árum, datt
síðan niður aftur, en mun víst vera, að
sögn þeirra sem gerst þekkja til, efst í
annarri dcildinni þessadagana.
Á leiðinni til Luton fengum við þær
upplýsingar að veðrið þar hefði eilítið
skánað svo stefnan var sett á „Stangar-
hól” eða flugleiðsöguvitann á Pole
Hill, sem er þanfyrir norðan.
Smávegis hríðarhraglandi var á
Lutonflugvelli þegar við lenlum þar á
ellefta tímanum um kvöldið. Jón kall-
aði til starfsmanna Brittaniaflugfélags-
ins, en þeir sjá um þjónustu við flugvél-
ar Arnarflugs á flugvellinum, og komu
þeir að vörmu sj,">ri að sækja okkur.
Brittania og Arnarflug hafa liaft með
sér samstarf á liðnum árum og á síðasta
ári voru áhafnir frá Arnarflugi við
störf á Boeing 737 leiguvél fyrir Britl-
ania.
„Eruð þið komnir aftur að sækja
plötur” spurði Brittaniamaðurinn þeg-
ar hann kom að sækja okkur, og var
greinilegt að honum fannst mikið um
þennan áhuga íslenzkra á mini-poppur-
unum.
Starfsfólk Briltania var með jóla-
fagnað þetla kvöld á flugvellinum, og
var okkur boðið að taka þátt i honum,
en þar eð við áttum langt flug fyrir
hönduin inorguninn eftir þótti okkur
betra að halda til hótcls og halla okkur.
Það var greinilegt er lil Stratmore-
hótelsins kom að jólin voru á næsia
leiti. Jólaskreytingar úlivið i miðborg
Luton.og á hótelinu var að Ijúka ein-
hverskonar jólafagnaði, og slreymdi
þaðan kátt fólk með marglita hatla.
Eftir að hafa fengið samloku fyrir
inilligöngu móttökustjórans þá var far-
ið að halla sér, því heima í Reykjavík
hafði okkur verið sagt að plöturnar
yrðu klárar til flugs klukkan átta um
morguninn. Starfsmenn Briltania töldu
þó einhverja meinbugi þar á og sögðu
okkur að þær yrðu varla tilbúnar fyrr
en uin hádegi.
„Engar plötur fyrr en á
hádegi"
Strax fyrir átta næsta morgun var
haft samband við flugvöllinn, en engar
plötur þar. Þvi næst var haft samband
við K-Tel, en þaðan áttu plöturnar að
koma. Þar svaraði einhver, sennilegast
næturvörður, og benti okkur á að þar
yrði enginn við fyrr en um klukkan níu,
og bætti síðan við hvorl við gerðum
okkur grein fyrir því að klukkan væri
nú aðeins átta!
Meðan við biðum eftir nánari fregn-
um af plötunum góðu, fengum við
okkur göngutúr i miðbæ Luton. Hvar-
vetna var fólk á ferð og fiugi, fólk beið
eftir því að bankarnir opnuðu og í
stórri verzlanamiðstöð rétt hjá hótelinu
voru jólainnkaupin i algleymingi.
Verzlanamiðstöð þessi mun vera ein
Alls staðar þar sem pláss var var plötun-
um komið fyrir. Hér er Jón flugstjórí að
setja plötur 1 geymslurými i nefi flug-
vélarinnar.
DV-myndir JR.
hin stærsta, undir einu þaki í Bretlandi,
og þar mátti sjá nöfn allra þeirra verzl-
ana sem landinn sækir sem mest í mið-
borg London, svo sem C&A, Little-
woods og Debenhams svo nokkur séu
nefnd.
Þegar við komuin úr gönguferðinni
Jólaskreytingar voru hvarvetna i mið-
borg Luton.
biðu okkar skilaboð frá Brittania að
plöturnar yrðu tilbúnar i hádeginu. Þá
lá beint við að storma út á flugvöll og
gera vélina klára til heimflugsins.
Eftir að hafa farið á vit veðurfræð-
inga og gert flugáætlun stóð heiina að
boð komu um að plöturnar væri koinn-
ar. Tuttugu og þrír kassar, 3500 plötur
og kassettur. Starfsmenn K-Tel höfðu
vel og samvizkusamlega pakkað þessu i
stóra kassa, þótl beðið hefði verið um
að sleppa þvi, því i fyrri ferðinni varð
að rifa upp stóru kassana til að koma
plötunum fyrir i flugvélinni. Svo varð
einnig raunin í þetta sinn og var ekki
laust við að við Jón værum komnir
með sultardropa eftir að hafa raðað
plötunum inn í vélina í kuldagjóstinum
á flugvellinum.
Klukkan var orðin eitt þegar við gát-
um klöngrast fram eftir plötukössun-
um i vélinni og lagt upp frá Luton.
Slefnan var tekin á Preswich, en þar
skyldi tekið viðbótareldsneyti áður en
lagt skyldi upp i lokaáfangann lil
Reykjavíkur.
Preswick er einkennilegur staður.
Þessi stóra flugstöð þarna á cnda ver-
aldar var algjörlega mannlaus, aðeins
örfáir vaktmenn og starfsmenn loll-
gæzlu og útlcndingacftirlits sáust á
ferli. Annars var allt lokað og læst.
Á Luton-flugvelli. Plöturnar komnar út aö flugvélinni, og nú var eftir að taka plöt-
urnar upp úr kössunum sem starfsmenn K-Tel höfðu pakkað þeim svo samvizkusam-
lega niður i.
Ekki einu sinni hægt að fá sér brauð-
sneið.
Það var bjartviðri yfir íslandi þegar
við komuin heim. Ljósin iVeslmanna-
eyjum og bæjunum á Suðurlandi
blöstu við og siðan Ijósin i Reykjavik.
Klukkan var rélt um hálf átta þegar við
renndum inn á Reykjavíkurflugvöll
með hinn langþráða plötufarm. Þar
biðu okkar tollvörður og sendibíll frá
Steinum hf. Á morgun var Þorláks-
I verzlanamiðstöðinni var ys og þys enda
jól i nánd.
messa og ,,Mini Pops” kæmist í tæka
tíð i verzlanir til þess síðan að lenda i
jólapökkum ungra aðdáenda.
Þægilegur ferðamáti
Það er ekki hægt að segja annað en
að þessi ferð hafi komið mér á óvart-
með það hve þægilegt er að skjótast á
þennan hátt yfir pollinn. Þótt Piper
Cheyenne vélin sé dálitið lengur á leið-
inni en þotur Flugleiða, þá sparast
langur tími i ferðir til og frá flugvelli.
Vélin tekur 7 farþega og sé miðað við
túr til Luton, þá koslar slíkur túr um 30
þúsund krónur, eða um 4300 krónur á
inann fram og til baka. Hægl er að láta
vélina bíða eflir hópnum i tvo þrjá
daga án mikils aukakostnaðar, lil
dæmis frá fimmtudagskvöldi til sunnu-
dagskvölds. Fyrir kaupglaða íslcndinga
virðisl allt vera við hendina þarna i
Luton, ágætt hótel og góðar verzlanir.
En einnig er auðvelt að skjótast niður
til miðborgarinnar i London ef menn
vilja það heldur. Vilji menn skjótasl að
heiman til írlands koslar slikur túr um
20 þúsund krónur fram og til baka.
Í miðborg Luton skiptast á gömul vina-
leg hús og nýjar glæsibyggingar.
Það má teljast vist að þessi fcrðamáti á
mikla framtið fyrir sér fyrir þá sein
vilja ferðasl án þess að vera bundnir af
áætlunarflugi.
-,IR
Plöturnar komnar til Reykjavikur. Jón Grimsson flugstjóri og Steinar Berg með
nokkrar af hinum vinsælti plötum.
MENNTASKÓLINN
VIÐ HAMRAHLÍÐ
Innritun nýnema í öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð fer fram laugardaginn 9. jan.
1982 kl. 9—12 f.h.
Rektor.