Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981.
7
.esendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hurðaskellir leiddur á brott frá Alþingishúsinu. DV-mynd: Friðþjófur.
Opið bréf til lögreglunnar:
Osvífni og dónaskapur
að handtaka jólasvein
_i . f_____i a .
eitthvað þvíumlíkt, en þeir eru þara
venjulegt fólk eins og við.
Til þess að gæta sanngirni skal þess
getið að hér er ekki lögreglunni um
að kenna heldur dyravörðum Al-
þingis. Þeir kölluðu út lögregluna og
verður hún að sinna slíku kalli.
Hurðaskellir fór aðeins í smáökuferð
meðlögreglubílnum. -FG.
aiuiim ungui uuigdii
12 ára skrifar:
í Dagblaðinu & Visi sá ég þann 21.
12. jólasveina í máli og myndum að
gefa alþingismönnum epli. Sá ég ekki
annað en þeir tækju brosandi við og
þökkuðu vel fyrir sig.
Þá þurftuð þið endilega að koma
og taka Hurðaskelli fastan. Er ekki
alveg eins gott að taka engan jóla-
svein?
Þetta kalla ég ósvífni og dónaskap
því að þeir voru að gleðja fólk og því
má ekki lika gleðja alþingismennina
eins og annað fólk? Eru þeir kannski
eitthvað öðruvísi en annað fólk? Það
mætti halda að þið hélduð að þeir
væru geimverur frá Mars eða
Hver vill f ram-
leiða hjóltöskur?
—spyr hugvitsmaður
Erlingur Örn Jónsson, blaðberi,
Ferjubakka 8, skrifar:
Mig langar til þess að koma á
framfæri hugmynd að hjóltöskum
eða öllu heldur kössum. Þeir yrðu
áreiðanlega vel þegnir af blaðberum.
Auk þess yrðu kassarnir góður vett-
vangur fyrir auglýsingar.
Ég sendi ykkur teikningar að
þessum kössum. Þá má smíða úr
þunnu blikki og kæmu þeir sér
áreiðanlega vel, þegar veðrið er vont.
Mig langar til þess að komast í
samband við einhvern sem kynni að
hafa áhuga á að framleiða svona
kassa því þeir myndu áreiðanlega
seljast.
Erlingur Örn Jónsson kemur hér á
framfærí ágætis hugmynd að hjól-
töskum eða kössum. Hann hefur
áhuga á að komast i samband vlð
einhvern sem vill taka að sér að fram-
leiða þetta þarfaþing.
Við höfum séð landsmönnum fyrír áramótaf lugeldum og neyðarmerkjum í 65 ár.
Skipablys—skipaf lugeldar—okkar sérgrein. Fjölskyldupokar kr. 200 og kr. 350
r r
65 ARIFARARBRODDI
ÁNANAUSTUM GRANDAGARÐI - SÍMI28855
FLUGELDAR
Geysifjölbreytt úrval
Gerið verðsamanburð