Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐID& VlSlR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 198! 3 3 Menning Menning Menning Menning > illlii : >. ' ÍÍXvÍÍXWÍÍÍÍÍX |j>:>::'>:>'::>'>:::: 27. JANUAR. VERTU ASKRIFANDI Á MÖRGUN t<—T »■ - s o y : :::::::::::i::::-: Ekki verður annað sagt en að Kusk á hvítflibbann hafi verið hin notaleg- asta skemmtan. Partur af þeirri skemmtan er auðvitað ekki siztur sá, að leikritið var heimatilbúið og um fólk og atvik sem eru kunnugleg. Svo er bara alltaf spennandi út af fyrir sig að sjá hvernig þeim hjá sjónvarpinu hefur tekizt upp í hitt og þetta sinnið. Er það annars ekki makalaust að þul- urnar skuli enn þann dag í dag setja gæsalappir í röddina, þegar þær til- kynna að næst á dagskránni sé ,,ís- lenzkt” sjónvarpleikrit? Eins og slík tilkynning ætti ekki fyrir löngu að vera orðinhversdagslegur atburður! En sem sagt — Kuskið var ágætt. Að vísu sá ég einu sinni kvikmynd, sem gerði svipuðu efni betri og nán- ari skil. Sú hét Týnda æran hennar Katrínar Blum og sagði frá stúlku sem fyrir einskæra tilviljun var bendluð viðlhryðjuverkamennog þeg- ar yfir lauk hafði þýzka göturæsis- pressan rúið hana ærunni svo varla varð um bætt. Davíð Oddssyni var þó meira í hug en pressan ein og sér, hann tók líka á beinið rannsóknarlögregluna, fjöl- skylduna, samstarfsfólk og heimilis- vini. Þegar Eiríkur — sléttur og felld- ur framagosi af verstu sort, fyrir til- viljun og illgirni annarra er bendlað- ur við eiturlyfjabrask, er enginn nærri honum reiðubúinn til að trúa á sakleysi hans þar til annað sannast. Blöðin — Blaðið raunar — eru ekki lengi að gera úlfalda úr mýflugunni, Eiríksmálið glennir sig með fullu nafni yfir forsíðurnar og fréttastjór- inn froðufellir ofan i plastmálið sitt af græðgi eftir betra „skúbbi”. Það sem brann á Davíð var dómur- inn, sem féll yfir Eiríki saklausum, framkoma allra í kringum hann, nið- urlægingin, ærutapið. Davíð var þó nokkuð niðri fyrir og það réttilega. Þó hélt hann stillingu sinni allt til enda og nýja fyrirsögnin: „Eru salmonellur i sardínudósum?” hélt enn jafnvæginu á milli alvöru og fyndni. Þannig var Kuskið aldrei harmakvein, ádeila eða áróður heldur góðlátleg saga með fínum broddi. Davíð tókst vel að draga upp mynd af karakterum, koma þeim fyr- ir í kringumstæðum og leysa þá flækju sem þar skapaðist og að hafa um leið lipran og forvitnilegan þráð- inn í hendi sér. Vel af sér vikið. Karakterarnir voru kunnuglegir, enda er það kannski fúttið í að sjá ís- lenzkt leikrit: ræða Eiríks í fyrsta atriðinu gerði hvort tveggja í senn að vera fyndin fyrir hvað hún var leiðin- leg og að sýna Eirík í þeirri hnot- skurn, sem til þurfti svo einhlítt væri hvernig honum Ieið allan tímann sem eftir var Ieiksins. Konan í hreinsuninni, ættfróði fangavörður- inn, ópalætan í löggunni, smáglæpa- maðurinn, önnum kafni fréttastjór- inn. . . allt voru þetta smáar myndir en einkar finlega og kunnáttusam- lega dregnar. Margar spurningar vöknuðu í lok- in. Vinnubrögð lögreglunnar komu mér á óvart, enda þekki ég þar lítið til. Ég hefði haldið að Eiríkur hefði átt að hafa vit á — eða rétt til að fá að tala við lögfræðing strax unt nótt- ina Að sturta og fangabúningur væru ekki sjálfsagðir hlutir — að maður- inn yrði ekki meðhöndlaður sem stórglæpon strax á rannsóknarstigi málsins. Hinsvegar kom mér ýmislegl ann- að á óvart á þeim sviðum, sem ég ÁGÆn KUSK þekki þó betur til á, svo sem hvað varðaði verkleg vinnubrögð á dag- blaði og viðbrögð blaðamanns og fréttastjóra við máli af þessu tagi. Þar leyfi ég mér að taka upp hanzk- .ann fyrir mína yfirmenn. En eflaust tekur Davíð sér skálda- leyfi í leikritinu, ýkir til að ydda broddinn og sá broddur á fullan rétt á sér. Hinu er þó við að bæta, að þessi broddur hefur örlítið sljóvgazt hina síðustu mánuði. Blaðamennska Magdalena Schram af því tagi sem Iýst var í Kuskinu er hér á undanhaldi af þeirri einföldu ástæðu að lesendum hefðu lærzt að sjá í .gegn um hana og jafnvel fyrir- líta. Hvað svo aftur snerti lögreglu- mennskuna hef ég hreinlega of lítið vit á til að segja nokkuð um — en þeir skilja vonandi sneiðina sem eig’ana. Andrési Indriðasyni hefur tekizt vel að finna rétta leikara í hlutverkin og stjórna þeim svo bragð er að. Þó þótti mér á stundum of áberandi munur á reyndum og óreyndum leik- urum og ekki takast sem skyldi að fægja byrjendabraginn þegar þurft hefði. I svo þröngum ramma sem skermurinn er, verður næsta óréttlátt að stilla vönum leikara við hlið reynsluminni manns. Þetta var t.d. Ijóst í ritstjórnar-atriðunum, þegar Borgar Garðarson lék af því gjör- sama áreynsluleysi og eðlileik, sem allt of sjaldan sést, en Gunnari Rafni Guðjónssyni tókst ekki að breiða yfir þá staðreynd að hann var að leika. Sömu sögu má raunar segja líka um samspil Þóru Friðriksdóttur og Elfu Gísladóttur og þeirra Árna Ibsen og Steindórs Hjörleifssonar. Árni Ibsen fór annars bærilega með Eirík — leikmáti hans (af hvaða toga sem sá máti kann að vera spunninn) skar sig úr og undirstrikaði því raunar ráð- villu Eiríks í þessari framandi veröld, sem umlukti hann. Atriðið á skrif- stofunni með „pakkinu” þríeflda lýsti því einkar vel einmitt vegna þess hversu illa Eiríki fór að vera með því yfirhöfuð. Af pakkinu er að auki það að segja að Kagnheiður Arnar- dóttir féll aldrei í skuggann fyrir sér reyndari leikara, honum Sigurði Sigurjónssyni og er þá mikið sagt um þau bæði. Hitt og þetta vildi ég tína til í sam- bandi við leikmyndirnar. Litagleðin keyrði úr hófi fram, til að mynda á skrifstofu lögreglunnar og i fatnaði yngri kvennanna. Óþarflega uppstillt og tilgerðarlegt. Þá þykir mér með ólíkindum hversu illa tekst að gera heimili mannleg í sjónvarpi, þau eru þar alltaf eins og búðargluggaútstill- ingar. En það getur svo sem vel verið að eitthvert fólk búi í svona auglýs- ingarmyndum. Kvikmyndatakan virtist mér yfir- lætislaus og blessunarlega laus við alla stæla, sem ekki hefðu hent efni leikritsins. Yfirhöfuð sýndi Kuskið svo ekki verðum um villzt að tæknilið sjónvarpsins er fullfært um að búa til annað og meira en myndskreytt út- varpsefni ef það á annað borð lætur hendur standa fram úr ermum. Það er líklega allt of sjaldan, sem þeir fá nógu örvandi verkefni. Ms VIÐ TELJUM að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum ARG. TYPA '82 345 DL beinsk. '80 244 GL beinsk. '80 244 GL sjálfsk. '80 244 GL beinsk. '80 244 DL beinsk. 79 245 GL beinsk. 79 245 GL beinsk. 77 244 L beinsk. VtRD 125.000 150.000 155.000 150.000 125.000 135.000 130.000 85.000 ekinn 6.000 ekinn 27.000 ekinn 37.000 ekinn 22.000 ekinn 21.000 ekinn 52.000 ekinn 60.000 ekinn 90.000 VELTIR 35200 SUÐURLANDSBRAUT16 Leiklist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.