Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 19
tir íþróttir * íþrótt Kristján með 75% skotnýtingu Kristján Arason, vinstrihandarskytt- an úr FH, átti snilldarleik gegn Dönum í gærkvöldi. Skotnýting hans var 75%, þá átti hann tvær línusendingar sem gáfu mark og sex línusendingar sem gáfu vítaköst og fjögur mörk. Sóknarnýting íslenzka liðsins var nokkuð góð í íeiknum — 23 mörk voru skoruð úr 47 sóknarlotum sem er 49% nýting. í fyrri hálfleik voru skoruð 12 mörk úr 26 sóknarlotum — 46,1 % nýt- ing og í seinni hálfleik var nýtingin 52,3% — 11 mörk voru skoruð úr 21 sóknarlotu. Árangur einstakra leikmanna varð þessi i leiknum — fyrst mörk (vítaköst- in innan sviga), síðan skot og knettin- um tapað: Kristján A Steindór G Bjarni G Þorgils Óttar AlfreðG Sigurður S Haukur G Ólafur J SigurðurG Þorbjörn J 9(6)—12—1—69.2% 3(0)— 4—1—60% 2(0)— 3—0—66.6% 2(0)— 3—1—50% 2(0)— 5—1—33.3% 2(1)— 5—3—25% 1(0)— 1 — 1—50% 1(0)— 2—0—50% I (0)— 4—0—25% 0(0)— 0—0 7 mörk voru skoruð úr vítaskotum, 6 mörk með langskotum, 4 af línu, 3 úr hornum, 1 eftir gegnumbrot og 1 eftir hraðaupphlaup Steindór Gunnarsson „fiskaði” fimm vítaköst á línunni, Alfreð, Þor- gils Óttar, Haukur og Bjarni Guðmundsson eitt hver. Kristján Arason átti 6 línusendingar sem gáfu vítaköst og Sigurður Sveins- son eina. Kristján átti tvær línusendingar sem gáfu mörk og Sigurður Gunnarsson eina. Einar Þorvarðarson stóð í markinu í fyrri hálfleik — varði 6 skot (6 langskot og 2 skot úr hornum) þannig að við fengum knöttinn og tvö skot þannig að Danir fengu hann aftur. Hann fékk á sig 11 mörk. Kristján Sigmundsson stóð í markinu í seinni hálfleik en kom inn á í tveimur vítaköstum í fyrri hálfleik — varði ann- að. Kristján varði þrjú langskot í seinni hálfleik þannig að við fengum knöttinn en tvö skot þannig að Danir fengu hann aftur. Kristján fékk á sig 13 mörk í leiknum. -sos Kristján Arason, með danskan handlegg á sér, sendir knöttinn í mark Dana. Skoraði níu mörk í leiknum. DV-mynd Friðþjófur. Steindór Gunnarsson sendir knöttinn í danska markið. Eitt af þremur mörkum hans af línu. Tap fyrir Dönum í landsleiknum í gærkvöldi, DV-mynd Friöþjófur. stæða dómgæzlu þýzkra —Islenzka landsliðið hvorki f ugl né fiskur án Þorbergs Aðalsteinssonar. Vömin brást algjörlega í síðari hálfleik íslenzka lansliðið í handknattleik féll niður á heldur lágt plan i lands- leiknum við Dani í Laugardalshöll í gær, oft mikið ráðaleysi í sóknar- leiknum og varnarleikur bókstaflega ekki fyrir hendi langtímum saman. Einkum i síðari hálfleiknum. Danir unnu verðskuldaðan sigur — að vísu með aðeins eins marks mun — og ef ekki hefði komið til mjög hagstæð dómgæzla vestur-þýzku dómaranna hefði tapið eflaust orðið miklu stærra. Danir léku betur en i fyrsta leiknum á sunnudagskvöld, hraði meiri, en það er þó staðreynd, að þetta danska landslið er aðeins skuggi þeirra landsliða, sem Danir hafa átt bezt. Miðlungslið, varla það og það er slæmt að tapa fyrir slíku liði á heimavelli eins góðan stuðning og íslenzku leikmennirnir fengu frá fjöl- mörgum áhorfendum — og frá þýzku dómurunum. Ekkert plan i leik þeirra, einstaklingsframtak ræður rikjum. Varla að flétta sjáist. Harður dómur en því miður merkir undirritaður ekki að um framför sé að ræða, þrátt fyrir efnilega unga leikmenn. Það kom vel í Ijós, að án Þorbergs Aðalsteinssonar er íslenzka landsliðið ekki til stórræða. Kraftur hans og hraði var ekki til staðar í gær og því fór sem fór gegn miðlungsliði Dana. Þorbergur gat ekki leikið vegna höfuðhöggsins, sem hann hlaut í fyrsta leiknum. Það var spenna lokamínútur leiksins, það vantaði ekki. Þó hafði maður alltaf á tilfinningunni að Danir mundu bera sigur úr býtum. Eftir að ísf liðið hafði unnið upp þriggja marka mun Dana, 16—19, og jafnað í 21—21 átta mínútum fyrir leikslok, skoruðu Danir alltaf á undan. Jafnt 22—22 og 23—23 en 22 sekúndum fyrir leikslok tryggði Jen Roepstroff sigur danska liðsins — sigur, sem fyrir löngu hefði átt að vera í höfn fyrir Dani ef ekki hefði komið til dómgæzla þeirra þýzku. Jafnt ífyrri hálfleik Það var mikið jafnræði með liðunum í fyrri hálfleiknum þar sem Einar Þorvarðarson markvörður var bezti maður íslenzka liðsins. Dómararnir voru mjög harðir — ráku danskan leikmann strax af velli eða eftir 90 sekúndur. Slíkt er óvenjulegt og rétt á eftir fékk Kristján Arason að fjúka af velli. Danir komust i 3—1 en ísland jafnaði í 3—3 eftir 10 mín. Síðan var jafnt á öllum tölum upp í 9—9. Um miðjan hálfleikinn kom langur kafli hjá báðum liðum, sem raunverulega átti ekkert skylt við handknattleik. Delluleikur, eins og litlu strákarnir sögðu. Vítaköstum útdeilt til beggja liða i fyrri hálfleiknum og Kristján Sigmundsson kom inn á til að verja viti í stöðunni 8—8. Hraðupphlaup og Óttar Þorgils skoraði. Danir jöfnuðu úr víti. Siðan komst ísland í 11—9 og það þótt varið væri vítakast Kristjáns Arasonar, bezta útileikmanns íslands í fyrri hálfleiknum. Sigurður Sveinsson kom íslandi í 11—9 úr vítakasti. Svo kom að honum að láta verja frá sér vítakast. Siggi bætti það upp með góðu marki, 12—10. Danir jöfnuðu í 12— 12. Það var staðan í hálfleik. Hvar var vörnin? Lengi vel í síðari hálfleiknum var varnarleikur ísl. liðsins algjörlega í molum. Iðulega stóðu tveir til þrír Danir dauðafríir í línu og það var lítið gaman fyrir Kristján Sigmundss. sem, hafði tekið stöðu Einars, að standa i markinu. Jafnt var þó 14—14 en svo fóru Danir að síga fram úr. Komust þremur mörkum yfir 18—15 eftir 12. mín. ísland skoraði varla mark nema úr vítaköstum — Kristján Arason. Leikurinn í molum í vörn og sókn hjá íslenzka liðinu. En svo kom, smáglæta — dönskum leikmönnum tvívegis vikið af velli. Munurinn fór að minnka smám saman og Siggi Gunn.skoraði falleg- asta mark leiksins. Þrumuskot neðan á slá og inn. Loksins jafnt 21—21. En lokin voru ekki nógu hagstæð. Siggi Sveins skaut framhjá markinu í dauða- færi. Það kom ekki að sök. Bjarni Guðmundsson, sem heldur lítið hafði borið á i leiknum, jafnaði úr hraðaupphlaupi í 22—22 eftir fallega Heimsmethafinn f þrístökki al- varlega slasaður Brasiliski heimsmethafinn í þrí- stökki, Joao de Oliveira, er á batavegi eftir alvarlegt umferðarslys, sem hann lenti i nálægt Sao Paulo i siðustu viku. Bill, sem hann ók, lenti i árekstri. Hann var þegar fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús í Campinas. Hann er alvar- lega slasaður, brákaður á fæti, kjálka- og höfuðkúpu. Einnig blæðing í lunga. Aðgerð lækna heppnaðist vel en það verður þó ekki vitaö fyrr en eftir tæp- an mánuð hvort Oliveira getur keppt aftur. Joao de Oliveira setti núgildandi heimsmet í þrístökki, 17,89 metra, í Mexikó-borg 1975. hsím. sendingu Óla Jóns. Danir komust í 23 —22 fjórum mín. fyrir leikslok. Bjarni jafnaði í 23—23 — sveif inn í teig Dana, fékk sendingu frá Sigga Gunn. og skoraði. Ein mínúta og 37 sekúndur eftir. —ísland í vörn, og þá kom fyrir nokkuð, sem ég minnist ekki að hafa séð áður í jafnri stöðu. Reynt var að taka 2 leikmenn danska liðsins úr umferð. Auðvitað var það á kostnað varnarleiksins og Roiepstroff skoraði 24. mark Dana 22. sek. fyrir leikslok. Það reyndist sigurmark leiksins. Bjarni sveif inn í teiginn rétt fyrir leikslok og fékk knöttinn en áður höfðu þýzku dómararnir dæmt aukakast á Dani. Þar fór síðasti möguleikinn að ná jafntefli. Einar markvörður og Kristján Arason stóðu upp úr í íslenzka liðinu, Steindór átti góða spretti í síðari hálf- leik. Óttar Þorgils Mathiesen ekkert notaður þá eftir að hafa skorað tvö falleg mörk í fyrri hálfleiknum. Flestir leikmenn liðsins lakari en í fyrsta leiknum, þegar okkur tókst að vinna þrátt fyrir óhagstæða dómgæzlu. Þor- björn Jensson aðeins skuggi þess leikmanns, sem hann var kvöldið áður. Sama má kannski segja um fleiri leikmenn. Möguleika á að jafna aðeins metin gegn Dönum kastað á glæ. Það er ekki viðunandi að tapa fyrir þessu danska landsliði, sem er án margra leikmanna, sem munu leika fyrir Danmörku á HM síðar í vetur. Mörk íslands skoruðu Kristján 9/6, Steindór 3, Óttar 2, Alfreð Gíslason 2, Bjarni 2, Siggi Sveins 2/1, Siggi Gunn. 1, Haukur Geirmundsson 1 og Ólafur 1. Fyrir Dani skoruðu Erik Rasmussen 64, Hattesen 4, Roepstroff 3, Gulver 3, Havrun 3, Morten Kristensen 3/1 og Sten Nilsen 2. ísland fékk níu vítaköst í leiknum, Danir sex. Furðuleg breyting frá leiknum kvöldinu áður, þegar ísland fékk ekkert víti. Danir sjöl! — ísl. leikmönnum þrisvar vikið af velli í ;ær, fimm Dönum. -hsim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.