Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. 11 Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf Brezkur miðill hjálpar lögreglunni í Moskvu við að leysa morðgátu Ég varð felmtri slegin, er ég sá fyrir mér morðið á litlu stúlkunni, segir breski miðillinn Suzanne Padfield, sem hjálpaði lögreglunni í Moskvu til að leysa morðgátu. — Sýnin var svo skýr að ég gat heyrt hvað morðinginn sagði. Þetta var eins og sjónvarpsmynd. Sjálfur var miðillinn staddur að heimili sínu á Bretlandi — 2000 mílum frá morðstaðnum. Upphaf málsins var hvarf 9 ára gamallar telpu, Inu Churin, af skauta- svelli í úthverfi Moskvuborgar 1979. Lögreglan gat ekki fundið hana. Faðir hennar vildi ekki sætta sig við þau málalok og leitaði til sálarrann- sóknarfrömuðarins dr. Victors Ada- menko, sem halði svo samband við sál- arrannsóknarfélagið í London. í ágúst 1980 fékk Suzanne senda mynd af Inu ásamt nokkrum skólaverkefnum henn- ar. Um leið og Suzanne opnaði bréfið sá hún endalok litlu stúlkunnar fyrir sér. Hún sá mann koma til hennar á skauta- svellinu og bjóða henni heim með sér til að ,,lita á nýju skautana sína”. Suzanne skrifaði dr. Adamenko og lýsti morðinu á þessa leið: — Er þau komu heim í ibúð manns- ins tóku þau tal saman, en skyndilega lagði maðurinn aðra höndina á öxl telpunnar. — Hún varð hrædd og reyndi að hrópa á hjálp. Hann reyndi að róa hana. Þegar hún reyndi að slíta sig af honum, barði hann hana í höfuðið. Hún féll í gólfið, meðvitundarlaus. Siðan lýsti hún morðingjanum sem breiðleitum manni um þrítugt, þrekleg- um manni með brún augu og þykkar augabrýr. Hún lét þess einnig getið að hann hefði búið í sama húsi og litla stúlkan. Öll þessi lýsing passaði nákvæmlega við nágranna Inu, sem lögreglan í Moskvu hafði handtekið, en orðið að sleppa vegna ónógra sönnunargagna. í bréfi sínu sagði Suzanne líka að maðurinn liefði flutt lík telpunnar með sér í strætisvagni út fyrir borgina. Hefði hann vafið einhverju bláu ulan um líkið. Síðan henti hann því í á. Og reyndar hafði lögreglan i Moskvu fundið Iik telpu, sem vafið var inn i blátt teppi í Moskvu-ánni. En það var þá svo illa farið að ógjörningur reyndist að sanna hvort það var Ina. Dr. Adamenko fór með bréfið til lögreglunnar og er hún tjáði morðingj- anum vitnisburð miðilsins, gafst hann upp og játaði. Var hann síðan dæmdur til dauða og hefur dómnum nú verið fullnægt. Draumatæki letingjans National Arberg, fulltrúar Pana- sonic í Danmörku, hafa nýlega kynnt myndsegulbandið NV 7200, sem er það nýjasta á sviði þeirrar blómlegu tækni. Má segja að tækið sé óska- draumur hinna húðlötu þar sem fjar- stýringin gefur möguleika á 24 mis-- munandi breytingum á tækinu án þess að eigandinn þurfi nokkru sinni að rísa upp úr sófa sínum. M.a. getur eigandinn látið tækið taka upp mynd af einni sjónvarpsrás á meðan hann horfir á aðra. NV 7200 er smíðað á álgrind sem tryggir full- komna nákvæmni í upptökum. samí SLAPP ÓMEIDD Það fór betur en ú horjðist fyrir ökumanninum ú fólksbílnum sem er klemmdur ú milli hinna tveggja ú meðfylgjandi mynd. Ökumaðurinn, sem reyndar var kona, Ruth Clark, fimmtug að aldri, slapp svo til ómeidd úr þessum hörkuárekstri en ekki þarf að taka það fram að bíllinn hennar er gjörónýtur. Afbrýöisemi átti snaran þátt í dauða Natalie Wood Þær sögur ganga nú ljósum logum í Hollywood að það hafi í rauninni verið afbrýðisemi sem leiddi til dauða leik- konunnar Natalie Wood. Grunaði hana fastlega að samband eiginmanns hennar, Roberts Wagners við Stefanie Powers, meðleikenda hans i sjónvarps- þáttunum Hart á móti hörðu væri ann- að og meira en vinátta. Sló oft i brýnu á milli þeirra hjóna vegna Stefanie. Nánustu vinir segja þó að þessi grun- ur hennar hafi verið algjörlega ástæðulaus. Að vísu hafði Wagner gert sér far um að hugga Stefanie eftir fráfall Williams Holdens, en þau Holden voru trúlofuð í 7 ár. Um annað en vináttu var þó aldrei að ræða, en Natalie réði ekki við afbrýðisemina. Wagner tók þessar hugmyndir konu sinnar mjög nærri sér og hélt að Natalie hefði gott af rómantískri helgi um borð í skemmtisnekkju þeirra hjóna við Cata- linaeyju. Með í för var Chris Walken, meðleikari Natalie í síðustu mynd hennar, Brainstorm. Eftir að hafa neytt töluverðs magns af áfengi við kvöldverðinn tók Natalie að ásaka mann sinn fyrir að sinna Stefanie meira en sér. Walken tók undir með henni og sló í harða brýnu. Natalie þaut út í bræði — og sneri ekki aftur lifandi um borð í snekkjuna. Sú rómantiska helgi sem Wagner hafði vænzt svo mikils af varð að sárum harmleik. Robert Wagner og Stefanie Powors: Aöeins vinétta Natasja Kinski: Tók æ vintýratimabilið snamma. Natasja Kinski vitt eignast fjölskyldu Natasja Kinski er aðeins tvítug en líf hennar hefur verið ævintýri Iíkast. — Lif mitt var ósköp venjulegt fram að 13 ára aldri, segir hún. — En á aldr- inum 13—15 var ég eins og ótamið trippi. Mig langaði til að reyna allt. — Eg sé ekki eftir neinu. Mamma reyndi aldrei að stöðva mig og ég held hún hafi haft rétt fyrir sér með það. Allir verða að ganga í gegnnum svona timabil. Ég gerði það snemma — og nú er því lokið. Natasja fæddist í Berlín, dóttir leik- arans Klaus Kinskis og fyrstu eigin- konu hans, Ruthar. Þar til Natasja var 9 ára fylgdu þær mæðgur Kinski vítt um heim er hann vann við upptökur á kvikmyndum. Eftir það settust þær að í Mtlnchen. Þar hitti Nasti, eins og vinir hennar kalla hana, kvikmyndaleikstjórann Roman Polanski. Hún var 15 ára og Polanski bað hana að sitja fyrir á myndum fyrir tímaritið Vogue. Þau urðu ástfangin og ári síðar fór hún til Los Angeles með honum. Polanski var skömmu seinna kærður fyrir nauðgun- artilraun og varð að flýja land. — Ég var mjög ástfangin af honum, segir hún. — Og við erum enn nánir vinir. Það er raunar alveg furðulegt hversu miklu valdi 13—14 ára stúlka geíur náð yfir fullorðnum karlmanni. Ég Iteld að það gæti hvergi gerzt nema í Ameríku. Samt er það bara i Ameríku sem Polanski hefur verið gagnrýndur fyrir samband sitt við mig. Líf ið er stutt í Hollywood Natasja hlaut mikið lof fyrir túlkun sina á Tess í samnefndri kvikmynd Polanskis. Eftir það fór hún til Holly- wood og lék undir stjórn Francis Fords Coppola í söngvamyndinni One from the Heart. Um þessar mundir er verið að ljúka upptöku á myndinni The Cat People en í henni fer Natasja með aðalhlutverk. Þegar henni er lokið hyggst hún flytja aftur til Evrópu. — Lífið er svo stutt hérna, segir hún. — Og ef þú ert ekki nógu sterkur persónuleiki ertu mótuð gjörsamiega að vilja annarra og hefur enga stjórn á lífi þínu lengur. Það er ömurlegt. Líf Natasju Kinski er allt annað en rólegt en hún hefur fulla stjórn á þvi. Hún segist lifa fyrir starf sitt en langar til að finna fastan punkt í tilverunni. — Mig langar til að eignast fjöl- skyldu, segir hún. — Það er afar mikil- vægt og ég er að reyna að búa mig undir það. Strax og ég kemst í meira jafnvægi ætla ég algjörlega að snúa við blaðinu hvað lif mitt snertir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.