Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 36
 Keypti ríkið vatnsrétt- indin af röngum aðila? —ernústefnttilaðgreiöaþauíaimaðsinn Tveim ráðherrum og tveim raf- magnsveitustjórum hefur nú verið stefnt fyrir hönd ríkisins í bæjarþingi Reykjavíkur til greiðslu á rúmlega 2,3 milljónum króna, auk vaxta í 25 ár og kostnaðar, fyrir fossa- og vatnsréttindi i fjórum ám á Vest- fjörðum. Ríkið keypti raunar réttindin í desember 1%1 en stefnendur halda því fram, að seljandi þá hafi eignað sér þau með röngu og líklegast fölsuðu afsali. Það eru tvær systur í Danmörku, dætur og einkaerfingjar Snæbjarnar Fornjóts, sem nú krefja ríkið um þessa greiðslu, nkr. 2.321.182, auk 2% vaxta frá 1.1.1956 og alls kostnaðar, en Snæbjörn átti fossa- og vatnsréttindi í Dynjandisá, Svíná, Mjólká og Hofsá í Auðkúluhreppi, í landi jarðanna Dynjanda, Borgar og Rauðsstaðar. Snæbjörn lézt 13.7.1953, en hafði skilið við konu sína og móður stefnanda 14 árum áður. í desember 1961 keypti ríkissjóður þessi umræddu vatnsréttindi af Orkuvötnum hf. fyrir gkr. 1.880.000, auk vaxta frá í ágúst 1956. Stefnendur nú segja, að þetta félag hafi aldrei eignazt réttindin. Afsal til félagsins frá móður þeirra hafi verið falsað, auk þess sem hún hafi ekki verið erfingi að réttindunum. Afsali Ebbu von Kaulbach til Orkuvatna hf., er þinglýst á ísafirði 19.7.1954, en það dagsett í Malmö í Svíþjóð 29.6. það ár. Það er bæði óundirritað og ekki vottað með undirritunum. í því er vísað til þinglýsts endurrits úr skiptabók Frederiksbergs frá 1953, en þar er ekki minnzt á vatnsréttindin. Loks telja stefnendur sig geta sannað að móðir þeirra og lögmaður, sem var annar tilgreindra votta á afsalinu, hafi ekki verið í Svíþjóð afsals- daginn! Fullyrða stefnendur að frumrit þessa afsals hafi aldreið verið til. Hlutafélagið Orkuvötn var samkvæmt heimildum DV eingöngu stofnað vegna viðskipta með þessi vatnsréttindi og er ekki lengur til. Eigendur þess munu allir vera látnir. Fyrir hönd stefnenda, systranna Bente Marie Kaulbach Fornjótur og Hedde Birgit Stoklund, fer Jón E. Ragnarsson hrl. með málið á hendur ríkinu. Fjármálaráðherra, iðnaðar- ráðherra, rafmagnsveitustjóra ríkisins og framkvæmdastjóra Orkubús Vestfjarða er stefnt fyrir ríkisins hönd. -HERB. Æft af fullum krafti „Þaö er mikffl spenningur í mönnum og afflr ákveðnir í aö gera þetta sem bezt úr garði," sagðiÁrni Reynisson, framkvæmdastjóri ísienzku óperunnar, við DV ímorgun. Æfingará Sígaunabaróninum standa nú yfir. Er ætiunin að frumsýna óperuna 9. janúar næst- komandi. Sem sjá má er eftir að ganga frá í salnum í Gamla bíói. Smíðum er hins vegar að mestu lokið. DV-mynd Bjarnleifur. m Kópavogur: Fjögur hundaleyfi en 70 hundar hreinsaöir —ákveðið að kjósa bæði um hunda og menn í vor Stórþjófnaöurinn á Akureyri: 50. þús. kr. verðlaunum heitið „Við höfum heitið þeim vegleg- um verðlaunum sem stuðlað geta að því að upplýsa þetta innbrot,” sagði Skúli Ágústsson einn af eig- endum Hölds á Akureyri. Talaði Skúli um 50 þúsund króna verð- laun. Heildarverðmæti þess sem stolið var úr peningageymslu Hölds aðfaranótt Þorláksmessu var um 300 þúsund krónur. Þýfið hefur þjófurinn eða þjóf- arnir haft með sér á brott í tveimur skjalatöskum. Fjölskylda Guð- mundar Knudsen dýralæknis á Akureyri fann töskurnar í kanti þjóðvegarins skammt norðan við Akureyri annan dag jóla. í töskun- um voru ávísanir, bensínnótur og önnur verömœt skjöl sem ekki gátu komið þjófnum eða þjófunum að gagni. Verðmætið sem fannst var um þriðjungur þess sem stolið var. Þeir sem gefið geta upplýsingar eru beðnir að snúa sér til rannsókn- arlögreglunnará Akureyri. GS—Akureyri Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti samhljóða föstudaginn 18. des., að samhliða bæjarstjórnarkosningum í vor skuli kosið um hundahald í bæn- um. Átta bæjarfulltrúar samþykktu þetta en þrír sátu hjá. Tillaga um hundakosningarnar kom frá heilbrigð- isnefnd bæjarins í kjölfar árlegrar, lög- skipaðar hundahreinsunar 11. desem- ber, en þá voru færðir þangað um 70 hundar. Hundaleyfi í Kópavogi eru hins vegar aðeins fjögur. Hundahreinsunin hefur verið eins konar óformleg hundatalning í og með undanfarin ár og er niðurstaðan nú sem næst sú sama og í fyrra. Þó er talið að allmörgum hundum sé skotið undan hreinsun og því megi reikna með að Kópavogshundar séu jafnvel á annað hundrað að tölu og þá næstum allir leyfislausir. Þau fjögur leyfi sem i gildi eru hafa verið veitt fólki vegna fötlunar og af sérstökum ástæðum. Óleyfilegt hundahald í Kópavogi hefur verið talsvert vandamál um ára- bil, ekki sízt eftir að hundahald var leyft að nýju í öðrum nágrannabæjum en höfuðborginni eftir tilteknum regl- um. Þegar hundahreinsun í fyrra leiddi i Ijós að tugir óleyfilegra hunda væru í bænum tók Ásgeir Pétursson bæjar- fógeti að sér að semja tillögur um úr- kosti. Er líklegt að kosið verði um þær tillögur í vor í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar nú. Áður hefur verið skýrt frá því í DV að forkosningar vegna bæjarstjórnar- kosninganna í Kópavogi verði í febrú- arlok. Hundakosningarnar verða hins vegar ekki fyrr en i vor. HERB frýálst, úháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 29. DES. 1981. HÖRMULEGTSLYS ÍVOPNAFIRDI: Þriggjaára drengur drukknaöi Það sviplega slys varð við bæinn Fremri-Nípur í Vopnafirði, síðla dags t gær, að þriggja ára drengur féll ofan í vatnskeldu og drukknaði. Drengurinn mun hafa farið út úr húsi um klukkan 15.30 í gærdag og freistazt til að leika sér við kelduna, sem er um eins metra djúp og í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá bænum. Fljótlega var farið að svipast um eftir honum og fannst hann látinn um klukkan 17.30. -JB. Lögbann á þrjár mynd- bandaleigur Lögbannsúrskurður hefur nú verið kveðinn upp yfir þremur myndbanda- leigum að kröfu Jóns Ragnarssonar, eiganda Regnbogans. Regnboginn hefur einkaleyfi á myndum frá EMl. Munu þessar þrjár leigur, Videoval, Video-spólan og Video-miðstöðin allar hafaleigtútmyndirfráEMI. _SSy Ríkiðfékkekki Landmannaafrétt Hæstiréttur hafnaði í gær kröfu ríkisins um eignarétt að Landmanna- afrétti. Klofnaði rétturinn í afstöðu til málsins, þrír dómarar synjuðu kröfu ríkisins en tveir vildu að hún næði fram að ganga. í undirrétti féll dómur í máli þessu síðla árs 1978. Var hann ríkinu í hag.J Áfrýjuðu nokkrir hreppar í Rangár- vallasýslu þeim dómi. -KMU. LOKI Friðjón mun nú hafa fyrirgert rótti sínum til sendiherra- stöðuí Moskvu. q ískalt oeven up. hressirbetur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.