Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 1
 RITSTJÓRN SÍMI 86611 U v • AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA SÍMI 27022 Frjáls DAGBLAÐIЗ VÍSIR 202. TBL. — 72. og 8. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. Telja að færa þurfi500-600milljónir til útgeröarínnaijr Mestur vandinn er af offjárfestingu —segirSteingrímurHermannsson ogsakarútvegsmenn um tvískinnung „Kröfur útvegsmanna nú eru miklu hærri en þeir höföu áður gert grein fyrir. Starfshópurinn sem vann fyrir mig á dögunum taldi að færa þyrfti um 300 milljónir til útgerðar- innar óg þar af fékk hún um 120 milljónir núna í gengismun. Auk þess er unnið að niðurf ellingu ýmissa gjalda á oh'u og verölækkun á henni. En nú telja útvegsmenn vandann nærri helmingi meiri eða um 600 milljónir,” sagöi Steingrímur Her- mannsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV í morgun. „Þetta mat þeirra kann að vera nærri lagi ef menn vilja færa alla út- gerðina niður í núll. En þá er Uka verið aö tala um að setja þá útgerð niöur í núll, sem er með nýleg skip á fullverðtryggðum lánum og sem hafa safnað á sig gífurlegum halla. Ef rekstur þeirra skipa er dreginn frá, er vandinn langt um minni.” Erþaðþá í rauninni offjárfesting í fiskiskipum, sem veldur mestum vandanum núna? „Já, þaö má segja það. Það hefur verið offjárfest í fiskiskipum undan- farin ár og á því bera útvegsmenn fulla ábyrgð; það eru þeir sem hafa pantað þessi skip og gengið eftir leyf- um og fyrirgreiðslu til kaupanna. Að visu er rétt að þeir hafa samþykkt í sínum hópi að staldra við, en þar á móti hafa þeir hver fyrir sig gengiö í þveröfuga átt. Þetta hefur auðvitað verið mikill t vískinnungur. ” Um aðgerðir vegna útgerðarinnar nú sagöi ráöherrann aö mikil vinna væri unnin aö mótun úrlausna, dag- legir fundir og margir aöilar til kvaddir, fulltrúar opinberra aðila, banka, útgerðar og ýmissa fleiri. „Heilsteyptartillögurverða þó varia tilbúnar fyrr en um miðja næstu viku,” sagðiSteingrímur. Stöövun veiða frá og með 10. þessa mánaðar þýðir ekki í raun fulla stöövun þann dag nema hjá bátum í einhverjum mæh. Menn geta róið kvöldið áður og togarar farið á veið- ar, jafnvel siglt í kjölfarið. Stöðvun í raun verður þvi ekki fyrr en undir eða um aöra helgi. HERB Nýsíð- degisblöð i vændum? „Þetta eru svona byrjunarþreif- ingar en það er ekkert komið fram sem hægt er að segja frá,” sagði Kristinn Finnbogason, fyrrum fram-, kvæmdastjóri Iscargo, er hann var spurður hvemig liði sto&iun nýs síðdegisblaös sem hann hefur unniö að undanfarna mánuöL Kristinn sagði að tveir f undir heföu verið haldnir í síðasta mánuði og sá næsti yrði haldinn síðar í þessum mánuði. „Það er ákveöinn hópur sem hefur verið að ræða þetta mál og er enn að því en það eru engar nýjar fréttir af þessu máh að færa. Það væri nær aö tala við Helgarpósts- menn. Þeir eru í sömu hugleiöing- um,” sagði Kristinn. Ekki náðist í ritstjóra Helgarpóstsins í morgun til aðstaðfesta þessi orð. Vitað er að ekki hefur verið lokað þeim möguleika aö Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið taki sig saman um útgáfu síðdegisblaös. Viðræður þess efnis fóru fram eftir sameiningu Dagblaösins og Vísis á síöasta ári, en þær hafa legiö niöri umskeið. -ÓEF Minnihlutastjérn íDanmörku — sjá erl. fréttir bls. 8-9 Pólskustjóminni settir úrslitakostir — sjá erl. fréttir bls.8-9 Margir fylgdust með er kranarnir hifðu hina þungu hluti niður um þak nýju bainamjöis verksmiðjunnar. DV-mynd: Bæring Cecilsson. GRUNDFIRDINGAR FÁ NÝJA BRÆÐSLU —tvo krana þurfti til að hífa ketil og þurrkara niður um þakhennar Það er ekki á hverjum degi sem Grundfirðingar sjá tvo fimmtíu tonna krana á sama tíma í þorpinu. Þaö voru því margir heimamenn sem fylgdust með þvi er tveir shkir risakranar unnu ákveöiö verkefni í Grundarfirði fyrir nokkrumdögum. Hífa þurfti 30 tonna þungan þurrk- ara og 33 tonna þungan ketil inn í nýja beinamjölsverksmiðju sem verið er að reisa í þorpinu. Þurftu kranarnir tveir að hjálpast aö viö aö hifa hina þungu hluti. Voru verksmiöjutækin hifö upp í sjö metra hæð og niöur um þakið á ný ju verksmið junni. Beinamjölsverksmiðjan er sögð mjög hagkvæm. Hún mun geta unnið karfa en slíkt hefur vantað mjög i Grundarfirði. -KMU/Bæring, Grundarfirði. Kartöflubænd- urí Eyjafirði byrjaðirað takaupp — sjá baksíðu I Ennmávænta umbrotaá Kröflusvæðinu — sjábaksíðu Þessiskóflih stungavar leikaraskapur — segirfram- kvæmdastjóri Stein- ullarfélagsins — sjá bls.2 Lögmaður Færeyinga: il íslendingum velkomiðað fylgjastmeð laxveiðum Færeyinga — sjá bls. 3 Heilræðium gerð vfdeómynda — sjá Dægradvöl bls.37 Aldraðir leigv- Mstjórar —sjábls.4 Afvegadeilum íÁrbæ — sjábls.5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.