Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 34
34 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Risakol- krabbi við Noregs- strendur —óvæntur fengur velkomið rannsóknarefni Norömaöurinn Rune Ystebe fékk heldur betur óvæntan feng um daginn. Hann var eitthvaö aö lóna á bátskel á grunnsævi, skammt undan Rad-eyju, þegar hann kom auga á eitthvað tor- kennilegt í sjónum. Er nær dró sá hann að hér var um risa-kolkrabba aö ræöa. Hann skutlaöi dýriö og rotaði síöan, en þegar aö því kom aö innbyröa veiöina, leist honum ekki á blikuna. Næsta dag fór hann þó meö menn sér til aðstoöar og tókst aö ná skepnunni upp. Kolkrabbinn reyndist vega 200 kíló og vera 10,28 metrar á lengd. Fariðvar meö hann á sædýrasafn í Bergen. Þangaö mun aldrei hafa borist annars eins kolkrabbi, enda mun þá venjulega vera aö finna á mun dýpri slóöum. For- stööumanni safnsins þótti mikiö til skepnunnar koma, ekki einungis vegna stæröarinnar, heldur líka vegna þess, aö hún var þaö óskemmd aö hægt var aö gera nákvæma afsteypu af henni. Auk þess var kolkrabbinn velkomiö rannsóknarefni, þar eö lítiö er vitað um þessar skepnur. Rune Ysteby með rlsa-kolkrabbann sinn. A þessari mynd virðist allt leika i lyndi milli þeirra feðginanna Jane og Henry Fonda. Henry fékk óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni On Golden Pond, þar sem Jane lék dóttur bans. SganfSuSw7 Hvorki Jane né Peter Fonda fá svo mikiö sem grænan eyri í arf eftir fööur sinn Henry Fonda. Fimmta og síðasta eiginkona hans, Shirley, og fósturdótt- ir hans, Amy, eru einkaerfingjar aö milljónaauöi leikarans fræga. I erföaskránni gat Henry Fonda þess aö hvorki Jane né Peter erfðu neitt, vegna þess aö hann áliti þau bæöi vera vel stöndug. Á þessa ákvöröun hans bæri því ekki aö líta sem neinn mæli- kvaröa á fööurlegar tilfinningar í garö JaneogPeter. Þ>ótt oft hafi gustað köldu milli Henry Fonda og hinna nafnkunnu bama hans, kom þessi erfðaskrá leik- arans mönnum í opna skjöldu. Flestir þóttust hafa séð öll ummerki endan- legra sátta síðastliðin ár. Ekki síst þótti síöasta mynd Henry, On Golden Pond, hafa stuðlað aö sáttum og sam- vinnu. Þar leikur Jane einmitt dóttur, sem ekki hefur átt sem besta samleiö meö foreldrum sínum, en allt fer þó vel aö lokum. Á meðan á töku myndarinnar stóö, á Jane að hafa látið orö falla um að ekki ætti hlutverkið aö vera fööur hennar framandi. Hann væri skapstirður og oft mjög erfiöur viöureignar. Þaö væri ekki hægt aö búast viö aö fólk tæki stakkaskiptum á gamals aldri. Hvaö sem því líður orkar ekki tví- mælis aö Jane og Peter hafa fariö á mis við drjúgar fúlgur, því faöir þeirra dó auöugur. Ogþá var káttí hollinm Það vantaöi ekki pompiö og prakt- ið er þriðja barn sænsku konungs- hjónanna, Magðalena, var skirð í Hallarkirkjunni íStokkhólmi. Sú litla var þó eitthvaö óánægö með lífið, því hún öskraöi stanslaust undir kórsöngnum og predikunmni. Kannski eru þaö öll nöfnin sem hún þarf aö bera sem fóru í taugamar á henni. Hún heitir nefnilega ekki bara Magðalena, heldur Magöalena Ther- esaAmalía Jósefína. Hans konunglega hátign, Karl Gústaf, reyndi af fremsta megni aö róa dóttur sína og sýndi greinilegaáð hann veit sitt af hverju um meðferð ungbama. Enda er Silvía drottning sögð hörö jafnréttiskona, ekki bara í orðiheldurlíkaíverki. Eldri börnin, Victoría (5 ára) og Carl Philip (3 ára), stóðu sig meö mikilli prýöi. Þama voru margir konunglegir gestir eins og t.d. Ingiríður Danadrottning, Olafur Noregskonungur og Benedikta prinsessa, sem jafnframt er ein af guömæðram Magöalenu. A eftir var haldin mikil veisla í höllinni fyrir um 300 gesti. Þar gátu gestimir virt Magðalenu litlu nánar fyrir sér, en hún var viöstödd veisl- una í vöggu sem einu sinni tilheyrði Evgeníu prinsessu. Er vagga sú gulli slegin og fóöruö með dýrindis silki, heiðbláu með gyUtum kórónum. Sænsku konungshjónin ásamt bömum sinum þremur, Victoríu, Carli Phiiip og hinni nýskirðu Magðalenu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.