Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982.
19
fyrirsjáanleg ný störf í sjávarútvegi
eða landbúnaöi. Þær auðlindir væru
nýttar. Þess vegna yrði aö huga aö
þeirri auölind sem væri ónýtt í orku
fallvatna og jaröhita. ,,Við verðum
aö auka okkar útflutning og viö
getum flutt orkuna út í formi vöru,”
sagöiGunnar.
Gunnar Ragnars fjallaöi einnig um
nauðsyn þess fyrir alla landshluta,
aö hafa einn ákveðinn sterkan
byggöarkjama, sem væri Akureyri á
Norðurlandi. „Þaö hlýtur aö snerta
alla Norðlendinga, aö þessi byggöar-
kjami haldi áfram aö styrkjast,”
sagöiGunnar. Síðansagöi hann:
„Við veröum aö taka ákveöna af-
stööu í þessu máli, þaö dugir ekki aö
stikla i kringum þaö eins og heitan
graut. A síðasta f jóröungsþingi, sem
haldiö var á Húsavík, var ályktað
um stóriðju í Eyjafiröi, þar sem
meira að segja var minnst á ljóta
nafnið; álver. Viö verðum aö at-
hlægi, ef viö ætlum aö fara að þynna
þetta út núna. Þaö vita allir aö Eyja-
fjörður er staðurinn, jafnvel þótt það
stæði „Norðurland” í ályktuninni,
ekki sist vegna þess, að staðvarvals-
nefnd hefur ekki bent á aöra staði á
Norðurlandi.
Ég er ekki viss um, aö álverk-
smiðja viö Eyjaf jörð veröi eins mikiö
deilumál í heimahéraði og menn
vilja vera láta. Auðvitaö em menn
með skiptar skoöanir og þaö eru allt-
af einhverjir til aö vera á móti fram-
faramálum. En ég held að Eyfiröing-
ar séu þaö skynsamir, aö þeir komist
aö niöurstöðu, sem allir geti unað
viö,” sagöiGunnar Ragnars.
Ekki úrtölumenn
Hilmar Kristjánsson, oddviti á
Blönduósi og formaöur orku- og iön-
þróunarnefndar, taldi það veikleika-
merki, ef þingiö sendi frá sér loönari
ályktun um þessi efni en þingið á
Húsavík í fyrra. Sagöi hann þaö hafa
veriö álit meirihluta nefndarinnar,
iaö fyrirsjáanlegt væri aö orkufrekur
iðnaður yröi við hliöina á hefðbundn-
um atvinnugreinum í framtíðinni.
Haukur Steindórsson, bóndi.Þrí-
hyrningi i Eyjafiröi, býr ekki fjarri
þeim staö, sem talinn hefur verið
álitlegur undir stóriðju. Hann gerði
athugasemd viö þau ummæli Gunn-
ars Ragnars, aö alltaf væru til menn
sem væru á móti framförum. Taldi
Haukur slik ummæli óviöeigandi um
þá menn, sem vildu rannsaka áhrif
stóriöju á mannlíf og náttúru í Eyja-
firöi áöur en endanleg ákvöröun er
tekin.
„Þaö er ekki viöeigandi, aö þeir
séu umsvifalaust stimplaöir aftur-
hald, sem vilja athuga máliö. Viö
bændur gerum okkur grein fyrir því,
að stóriöja í nágrenni viö okkur getur
haft ýmislegt gott í för meö sér, en
það getur líka fylgt henni ýmislegt
vont. Þess vegna viljum viö gera
okkur sem gleggsta grein fyrir öllum
þáttum málsins, áöur en viö kveðum
upp okkar úrskurð,” sagði Haukur.
„Þaö hefur engum dottið annaö í
hug en aö þessi kostur veröi rannsak-
aöur til fullnustu áöur en út i fram-
kvæmdir veröur fariö. Ég kalla þá
ekki úrtölumenn, sem taka þessu
meö opnum huga, eins og landbúnaö-
armenn hafa yfirleitt gert. En þeir
menn eru þó til í okkar heimabyggð,
sem hafa tekiö afstööu á móti stór-
iðju i Eyjafiröi, algerlega að óathug-
uöu máli. Viö veröum að taka þess-
um kosti meö opnu hugarfari og
skoöa hann mjög vel,” sagöi Gunnar
Ragnars vegna ummæla Hauks.
Járnblendið ekki vandamál
Ofeigur Gestsson, Borgfiröingur,
sem nýlega hefur tekiö við starfi
sveitarstjóra á Hofsósi, rakti sögu
járnblendiverksmiöjunnar á Grund-
artanga. Sagöist hann hafa tekið þátt
í umræöum á þingi ungmennafélaga
um hana þegar fyrirhugaö var að
byggja járnblendiverksmiðju á
Grundartanga. Sagöist Ofeigur þá
hafa veriö þeirrar skoöunar, aö þaö
væri vita vonlaust og fráleitt, vegna
náttúruskilyröa og röskunar á
byggö, aö byggja járnblendiverk-
smiöju á þessum staö. Þess vegna
sagöist Ofeigur hafa veriö andvígur
verksmiöjunni.
„Nú dylst engum aö verksmiðjan
hefur mun minni áhrif á umhverfi
sitt en menn geröu ráö fyrir. Búsetu-
röskun varö ekki í héraðinu vegna
tilkomu verksmiöjunnar og m?ngun-
arvarnir eru samkvæmt nýjustu
hugmyndum og mengun því hverf-
andi. Sá ótti sem var viö járnblendið
reyndist því ástæðulaus,” sagði
Ofeigur.
Ottar Proppé benti á aö afkoma
stóriöju hér á landi benti ekki til þess
aö þessi kostur væri vænlegur. Þá
gat Ottar þess að samkvæmt skýrsl-
um væru þaö einkum konur sem
byggju viö atvinnuleysi á Noröur-
iandi. Taldi hann litlar likur á að þær
feng ju vinnu í álveri.
Katrín Eymundsdóttir, bæjarfull-
trúi á Húsavík, taldi aöþaöyröi fljótt
hent á iofti, ef Norölendingar létu bil-
bug á sér f inna í þessu máli, því aörir
landshlutar væru tilbúnir að taka á
móti stóriðju. Katrín benti einnig á,
vegna ummæla Ottars um konumar,
að stóriöja skapaði fleira fólki at-
vinnu en því sem ynni innan veggja
verksmiöjunnar. Auk þess taldi
Katrín ástæðulaust að slá því föstu
aö konur fengjust ekki til aö vinna i
álveri.
Jóhann Lárus Jóhannesson, bóndi
á Silfrastööum, tók undir málflutn-
ing Ottars Proppé. Sagöi hann að þaö
stæði okkur nær aö auka framleiöslu
á matvælum handa hungruöum
heimi frekar en að framleiöa málma
sem notaöir væru til hergagnafram-
leiðslu.
Slagsíða á landið
Helgi Þorsteinsson, bæjarfulltrúi á
Dalvík, flutti yfirgripsmikla ræðu.
Meginkjami hennar var sá aö á
Noröurlandi vantaði atvinnutæki-
færi, en spumingin væri hvar ætti aö
taka þau. Komst Helgi aö þeirri
niöurstööu aö heföbundnu atvinnu-
greinamar gætu ekki skapaö þau at-
vinnutækifæri sem þyrfti. Þá væri
ekki annað eftir en taka orkuna,
flytja hana út. „Ef viö ætlum aö
standa okkur, þá veröum viö aö taka
þátt í þessu,” sagöi Helgi.
Helgi gat þess jafnframt aö hér
væri um tilfinningamál að ræða fyrir
marga, sem líkja mætti viö þjóöfrels-.
isbaráttuna á sínum tima. Talaö
væri um að selja landiö og fóma ís-
lenskri menningu. Slikur þanka-
gangur væri mikiö vantraust á ís-
lenska þjóö og íslenska menningu.
Þaö væri sýnt aö slík hræðsla væri
meö öllu ástæöulaus.
„Þetta er hagsmunamál alls f jórö-
ungsins, því viö getum ímyndað okk-
ur þá slagsiðu sem landiö fær, ef öll
stóriöja verður fyrir sunnan,” sagöi
Helgi.
Helgi M. Bergs, bæjarstjóri á
Akureyri, tók undir orö nafna sins á
Dalvík en flutti síðan eftirfarandi
breytingartillögu:
„F.N. haldið á Sauðárkróki 26.—
28. ágúst 1982 bendir á að orkuiönaö-
ur mun í vaxandi mæli veröa undir-
stöðuatvinnu vegur viö hlið heföbund-
inna atvinnuvega í landinu. Þingiö
vekur athygli á, aö á sviöi orkunýt-
ingar eru ónýttir möguleikar, sem
skipt geta sköpum fyrir þjóðarbúiö
allt.
Staðarval orkufreks iönaöar mun
því hafa afgerandi áhrif á byggöar-
þróun í landinu. Fjórðungsþingið
telur eölilegt, aö athugunum og rann-
sóknum til undirbúnings næsta stór-
iöjuvers veröi haldiö áfram og hraö-
aö. Sérstaklega veröi rannsóknum
þessum beint aö Eyjafjarðarsvæð-
inu, enda ljóst aö þaö svæði er á
ýmsan hátt náttúrufars- og umhverf-
islega viðkvæmara en önnur þau
svæði sem Staðarvalsnefnd hefur
bent á. Jafnframt telur Fjóröungs-
þing eitt meginverkefni í byggöa-
mótun Noröurlands aö stuöla aö því
aö í framhaldi Blönduvirkjunar
veröi haldið áfram uppbyggingu
stærri iðnaöar sem víðast á Noröur-
landi, svo sem trjákvoðuverksmiðju
áHúsavík.”
Undir þessa tillögu skrifuöu auk
Helga; Ölfhildur Rögnvaldsdóttir,
bæjarfulltrúi á Akureyri, Kristján
Ásgeirsson, bæjarfuUtrúi á Húsavík,
og Haukur Steindórsson, bóndi í Þrí-
hymingi. Var tillagan samþykkt
meö yfirgnæfandi meirihluta. Þar
með var tillaga iönþróunar- og orku-
iönaðamefndar um staðarval orku-
iönaöar fallin, eft tillaga nefndarinn-
ar um orkumál var samþykkt. Einn-
ig vom samþykktar tillögur frá
nefndinni um stuðning viö steinullar-
verksmiðju á Sauöárkróki, tillaga
um eflingu almenns iðnaðar og til-
laga um atvinnuáætlun fyrir Austur-
Húnavatnssýslu.
DV-mynd G. Bender.
MISSTIFJÓRTÁN
LAXA Á KLUKKUTÍMA
Þaö er margt ótrúlega ótrúlegt, sem
gerist i laxveiðinni, hvort sem þaö er
sunnan heiöa eöa noröan. Hér kemur
ein nýleg. Hjón voru við veiöar á Norö-
urlandi í á einni. Veiðin haföi veriö
sæmileg, höföu fengiö nokkra laxa.
Þau vom aö reyna að ná í einn lax í viö-
bót til aö fylla kvótann. Þaö bitur á hjá
eiginmanninum, sæmilegur lax. Inn-
an stundar er laxinum landaö og viti
menn, um leið losnar úr fiskinum.
Fiskurinn var drki áþurruheldur niöri
í ánni. En eiginkonan var ekkert aö
hika viö þetta, heldur lét sig gossa og
oná laxinn og hélt honum. Hún hlýtur
aö hafa verið í stökkum þessi. Eöa í
fimleikum?
Þaö gerðist víst um daginn aö laxa-
torfa ein sást koma upp í Reyðarvatni,
úr Miöá og Króká. (En þetta er á
vatnasvæði Lýsu). Þetta voru ekki
færri laxar en 10, sumir vel vænir.
Veiöimaöur einn sveiflaöi fiugustöng-
inni og Crosfield flugan lenti í miöri
torfunni. Og einn af þeim stærri tók
fluguna og kom nú heldur betur hreyf-
ing á laxatorfuna. Syntu þeir nú allir
Króká. Meö flugulaxinn í broddi
fylkingar og sáu menn þá hverfa
sjónum. Liklega hefur torfan fariö
miklu lengra og kannski horfiö úti sjó.
Alla vega var ferðin á þeim svakaleg.
Þeir ætluðu greinilega ekki aö láta
veiða sig meira þessir. Hver segir svo
að laxinn hafi ekki vit. Skyldi sá stóri
hafa verið fory st ulax ?
G. Bender.
— þr jár ótrúlegar veiðisögur
fram og aftur, meö flugulaxinn í
broddi fylkingar. Gekk þetta svona um
tíma og mátti varla á milli sjá hvor var
þreyttari, veiöimaöurinn eða torfan.
Þaö þurfti víst aö halda vel við
þennan lax. 1 einni rokunni stökk
iaxinn upp og tók linuna i sundur viö
tauminn. Þar sem veöur var mjög gott
og vel sást um vatniö, mátti sjá þegar
torfan tók strikið niður í Miöá og
Veiöisögur þykja margar hverjar
mjög skemmtilegar og þær sem hér
koma á eftir geta vel flokkast undir
þetta. Þær eru furðulegar og sýna aö
margt skemmtilegt getur skeö í þessu
sporti. Hver segir svo ekki aö veiðisög-
ur séu ótrúlegar?
Langá á Mýrum, þar fréttum viö af
spennandi veiöi, svo ekki sé nú meira
sagt. Hans Kristjánsson var þar aö
veiða í hyljum 11 og 12. Hann kastaði
flugunni Harry Mary þríkrækju nr. 12.
Þaö var bitið á, ekki einu sinni, heldur
fjórtán sinnum. En laxinn slapp alltaf
af og þegar Hans haföi misst þann
fjórtánda þótti honum rétt að kikja á
fiuguna. Hún hlaut aö vera orðin eitt-
hvaö slöpp. Nei, flugan lét ekki á sjá,
haföi ekki einu sinni fellt hár. Sumir
segja bara aö laxinn taki svona
grannt, viö skulum ekki rengja þá um
það. ,,Aldrei lent í þessu fyrr að missa
svona mikiö, alltaf náö einhverju.
Þetta stóö yfir í um þaö bil klukku-
tima, laxinn tók eins og þorskur. Síðan
ekkert meira,” sagöi Hans, er við innt-
um hann eftir þessari furöulegu, en
skemmtilegu uppákomu.
VEIÐIVON
' GunnarBender
SÆMILEG VEIÐI í
ÚLFUÓTSVATNI
. Veiöin á að vera fyrir alla, á öllum
aldri. Hvað er skemmtUegra en aö
renna fyrir fisk í fögru umhverfi, sem
aUs staðar er að finna á íslandi. Þessi
renndi fyrir fisk nýlega í Ulfijótsvatni.
En heimUdir herma að þar hafi bara
veiöst nokkuð vel upp á síökastiö. Við
skulum vona að þessi hafi fengið í
soðið.
DV-mynd G. Bender.