Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER 1982. 15 Frjálshyggja gegn lýöræði Frjálshyggjumenn hafa ævinlega taliö frelsi mikilvægara en lýðræði og engan veginn útilokað, að önnur stjórn- arform en lýðræði gætu tryggt þegnun- um frelsi. Af framansögðu ætti ekki að koma neinum á óvart, þótt frjálshyggjumenn vilji draga úr valdi þjóðkjörinna full- trúa og takmarka möguleika kjósenda á aö taka ákvarðanir um efnahags- og stjórnskipan. Hayek vill lögbinda markaðskerfið, koma ákvæðum í stjórnarskrá þess skrá. Þannig yrði valfrelsi almennings á stjórnmálasviðinu takmarkaö í draumaríki frjálshyggjunnar. Að sjálfsögöu eru til þau svið mann- lífsins, sem ber að vernda gegn almannavaldi. Það gildir fyrst og iö, ráöstöfun framleiðslutækja er ekki einkamál eigenda. Flytji atvinnurek- andi fyrirtæki sitt milli landa verður hann að reka starfsfólk sitt, og beitir það þannig þvingunum. Það er því rangt að vernda efnahags- • „Það eru því viss innri tengsl milli frelsis og lýðræðis, en kenningin um, að lýðræðið ógni frelsinu byggir á þeirri skoðun, að svo sé ekki,” segir Stefán Snævarr. „Hayek vill lögbinda markaðskerfið...” efnis, að ekki megi hrófla við markaðs- skipaninni. Neytandinn hefur alltaf á réttu að standa, kjósandinn aldrei! I svipuðum dúr eru draumsjónir peningamagnssinna um að taka stjórn peningamála úr höndum stjórnmála- manna. Hver á þá að stjórna þeim? Markaösdýrkendur? Einhvers staöar segir Hayek, að at- vinnurekendur séu verstu óvinir markaðarins, þeir leitist við að tak- marka samkeppni, ekki síst með full- tingi ríkisins. Af þessu leiðir röklega, að eina leiðin til að tryggja frjálsa samkeppni er að banna ríkinu í eitt skipti fyrir öll að skipta sér af efnahagslífinu. Það segir sig sjálft, að verði hugsjón- ir frjálshyggjunnar framkvæmdar veröur harla lítiö eftir af því sem við köllum „lýöræði”. Kjósi almenningur yfir sig vinstristjórn getur hún bók- staflega ekkert gert nema að leitast við að breyta hinni hayeksku stjórnar- fremst um einkalífiö, öðru fólki kemur ekkert við hvernig ég nota minn tann- bursta, hversu lýðræðislega sem þaö greiðir atkvæöi um notkun hans. En öðru máli gegnir um efnahagslíf- lífið alfarið gegn almannavaldi, hag- kerfið hefur millistöðu milli einkalífs og opinbers lífs. Frelsi frjálshyggjunnar Frjálshyggjumenn telja einstakl- ingsfrelsi nauðsynlega forsendu lýðræðis, en ekki öfugt. Frelsi skil- greina þeir sem „skort á hömlum” (absence of coercion), fólk sé frjálst gerða sinna, svo fremi það hefti ekki frelsi annarra eða skaði þaö á annan hátt. En hér stendur hnífurinn í kúnni, strangt tekið getur hver einasta athöfn manns skaöaö aðra, fólk deilir enda- laust um hvaða athafnir einstaklinga séu öörum skaölegar og hverjar ekki. Og með því aö skilgreina hugtökin „skaði” og „frelsishöft” nógu vítt má nota þessa frelsishugmynd til að rétt- læta hatrömmustu takmarkanir á persónufrelsi. Eg er því efins um ágæti þeirrar skoðunar Isiaha Berlin og fleiri, að erfitt sé að misnota hina „neikvæðu” frelsisskilgreiningu. En hvaö sem því líður gefur augaleið, að líkur á mis- notkun á þessari frelsishugmynd eru meiri í einræðis- en lýðræðisríki. Spurningunni um hvaða gerðir fólks skaöi aöra og hverjar ekki verður best svarað af hlutaðeigandi, með opinni umræðu og lýðræðislegri ákvarðana- tekt. Það eru því viss innri tengsl milli frelsis og lýöræöis, en kenningin um, að lýðræöiö ógni frelsinu byggir á þeirri skoðun, aö svo sé ekki. Stefán Snævarr. Smáauglýsingadeildin er íÞverholti 11 og síminn þar er27022 Útgerðarmenn - skipstjórar Til sölu línuútgerð. Einnig dráttarkarl og afgoggari. Upplýsingar í síma 97-5661. INNRÓMMUN SIGURJONS Armula 2? Sim»31788 ALRAMMALISTAR MIKIÐ ■Æ ÚRVAL AF RflMMA- Borgny Rusten uppeldisfræðingur heldur erindi um sérkennslu einhverfra og fé- lagslega þjónustu við for- eldra þeirra í Norræna húsinu miðvikudaginn 8. september kl. 20.30. Umsjónarfélag einhverfra ! Landssamtökin Þroskahjálp Styrktarfélag vangefinna Félag íslenskra sérkennara Sáifræðingafélag tslands Félagsráðgjafafélag íslands Þroskaþjálfaf élag tslands. Auglýsing um tollafgreiðslugengi í september 1982. Nýtt tollafgreiðslugengi var skráð 1. september 1982: Sala Bandaríkjadollar USD 14,334 Sterlingspund GBP 24,756 Kanadadollar CAD 11,564 Dönskkróna DKK 1,6482 Norsk króna NOK 2,1443 Sænsk króna SEK 2,3355 Finnskt mark FIM 3,0088 Franskurfranki FRF 2,0528 Belgískur franki BEC 0,3001 Svissneskur franki CHF 6,7430 Holl. gyllini NLG 5,2579 Vestur-þýskt mark DEM 5,7467 ítölsklíra ITL 0,01019 Austurr. sch. ATS 0,8196 Portug. escudo PTE 0,1660 Spánskur peseti ESP 0,1279 Japanskt yen JPY 0,05541 írskt pund IEP 20,025 SDR. (Sérstökdráttarréttindi) 15,6654 Tollverð vöru sem tollafgreidd er í september skal miða við ofanskráð gengí. Hafi fullbúin toll- skjöl borist tollstjórum fyrir lok september skal þó til og með 8. október 1982 miða toliverð þeirra við tollafgreiðslugengi septembermánaðar. Auglýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í september komi eigi til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollaf- greiðslugengi. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra fyrir lok ágústmánaðar skal tollverð varnings reilmað samkvæmt tollafgreiðslugengi er skráð var 23. ágúst 1982 til og með 8. september 1982. Fjármálaráðuneytið, 3. september 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.