Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Ku klux klan á uppleið Sjö félagsdeildir Ku klux klan í Bandaríkjunum og Kanada hafa nú myndað með sér heildarsamtök. Var Don Black, 28 ára gamall leiðtogi klanmanna í Alabama, valinn aðal- stórmeistari nýju samtakanna. Kallaði hann sambandsstofnunina „stærsta krefið í k laneiningu í 50 ár.” Stofnfundurinn var leynilegur og haldinn um helgina í fjallakofa í Georgíu við Stone-fjallið en þar hefur Ku klux klan í f jölda ára átt sér sam- komustað. Mannréttindafólk í Georgíu segir að Ku klux klan hafi vaxið fiskur um hrygg að undanförnu. SKÓLATÖSKUR - PENNAVESKI OG ALLAR AÐRAR SKÓLAVÖRUR Við höfum reynsluna HELGAFELL LAUGAVEG1100 SÍMI 11652 HELGAFELL NJÁLSGÖTU 64 SÍMI 19370 Sprengja íTeheran Nokkrir létu lífið og þar á meðai eitt barn og barnshafandi kona þegar sprengja var sprengd í miðborg Teher- an í gær á helsta umferðartimanum. Fréttir eru enn óljósar af sprenging- unni en hinni vinstrisinna Mujahedin- andspyrnuhreyfingu var kennt um. Hafði sprengjunni verið komið fyrir við inngang iðnaðarráðuneytisins í bif-, reið, sem skilin hafði verið þar eftir. Ráðuneytið er við helstu „bazaar” götu Teheran. Tyrknesku skipi sökkt við íran Þrír menn fórust þegar tyrknesku skipi var sökkt meö eldflaugum Iraka þar sem skipiö var statt út af hafnar- bænum Bandar Khomeini í Iran á laug- ardaginn. Skipið var á leið inn innsigl- inguna. Þrír menn aörir af áhöfninni særöust en aðrir af 29 manna áhöfn skipsins sluppu ómeiddir. Var flogið með þá til Teheran. Irak kunngerði á laugardaginn aö floti landsins og flugher hefðu fyrir- mæli um að halda uppi hafnbanni á Iran. I Bagdad var sagt að tveim olíu- skipum hefði verið sökkt þar sem þau voru á siglingu áleiðis til olíuhreinsi- stöðvarinnar á Kharqeyju og tveimur skipum öðrum út af Bandar Khomeini. Iran hafði borið á móti því að nokkru skipi hefði verið sökkt. Irak og Iran hafa nú staðið í stríði í tvö ár og hefur hvorki gengið né rekiö. ÆVINTÝRAFERÐTILSVISS Á ÓTRÚLEGU VERÐI '.-19. september FERÐAÁÆTLUN: 12.9 Flogið tilZurích og ekið þaðan til Interíaken. Þar er dvalið til miðvikudagsins 15.9. 15.9 Ekið frá Interlaken til Lugano með viðkomu í Grimsel og Gotthard. í Lugano er dvalið til laugardagsins 18.9. 18.9 Ekið frá Lugano til Zurich. Eftirmiðdagur til eigin ráðstöf- unar. 19.9 Flogið frá Zurích til Keflavíkur kl. 14.45. AÐEINS KR. 5.900.00 Innifalið er flug, gisting með hálfu fæði, akstur og leiðsögn. Fu/lyrða má að hór er einstakt tækifærí til að heimsækja hið undurfagra land, Sviss, á verði sem er ótrúlegt. ATHUGIÐ AÐ TAKMÖRKUÐ SÆTI ERU TIL RÁÐSTÖFUNAR. Ferðaskrifstofan Laugavegi 66, 101 Reykjavík, Sími. 28633.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.