Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Blaðsíða 18
18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. „VK> GETUM ÍMYNDAÐ OKKUR SLAGSÍDUNA SEM LANDID FÆR EF ÖLL STÓRIDJA Á AD VERA FYRIR SUNNAN” —Frá umræðum um stóriðju á Fjórðungsþingi Norðlendinga „Fjóröungsþing Norölendinga, haldið á Sauöárkróki 26.-28. ágúst 1982, vekur athygli á aö öryggi í orkumálum þjóðarinnar stóreykst meö tilkomu Blönduvirkjunar og skapar um leið aukna möguleika fyrir iðnþróun á Noröurlandi. Þingiö styöur ákvöröun Alþingis um aö Fljótsdalsvirkjun veröi næsta stórvirkjun, sem ráöist verði í á eftir Blönduvirkjun. Þingið leggur áherslu á, að hafist verði handa við rannsóknir og athuganir á virkjun jökulsánna í Skagafirði, Skjálfanda- fljóts og Jökulsár á Fjöllum viö Hóls- fjöll. Þingið hvetur til þess aö þessir virkjunarkostir komi á eftir þeim virkjunum sem nú þegar eru ákveðnar. Þá varar þingiö viö áformum um breytingar á vatna- skilum og þannig röskun á vatns- búskapeinstakra landshluta. Með tffliti til þess, aö líklegt er aö Landsvirkjun veröi falin fram- kvæmd og rekstur stærri virkjana, er nauösynlegt að landshlutasamtök- in, fyrir hönd sveitarfélaganna, fái áhrif á stjómun málefna sem varöa þeirra landshluta”. Þannig ályktaöi Fjóröungsþing Norðlendinga um orkumál, sam- kvæmt tillögu iönþróunar- og orku- málanefndar. Nefndin lagði einnig fram tfflögu um staðarval orkufreks iðnaöar, en um þá tillögu náöist ekki samstaða á þinginu. Varö staöarval orkufreks iðnaðar í rauninni eina máliö sem einhver afgerandi ágreiningur var um. Aö vísu var ágreiningur um önnur málefni á nefndarfundum, en sá ágreiningur kom ekki upp á yfirboröið á almenn- um þingfundum. Stóriðja, álver, orkufrekur iðnaður eða orkuiðnaður Tillaga iönþróunar- og orkumála- nefndar um staöarval „orkuiðn- aöar” hljóðaöi svo: ,,F.N. haldiö á Sauöárkróki 26.-28. ágúst 1982 bendir á að orkuiönaöur mun í vax- andi mæli veröa undirstöðuatvinnu- vegur viö hliö heföbundinna atvinnu- vega í landinu. Þingiö vekur athygli á, aö á sviöi orkunýtingar eru ónýttir möguleikar sem skipt geta sköpum fyrir þjóöarbúið og byggöaþróun. Staöarval orkufreks iðnaöar getur því haft afgerandi áhrif á búsetu- þróuní landinu. Því telur Fjórðungsþingiö eitt meginverkefnið í byggðamótun Noröurlands aö stuöla aö því aö í framhaldi Blönduvirkjunar veröi næsta stóriöjuveri valinn staöur við Eyjafjörð. Jafnframt verði haldiö áfram athugunum á uppbyggingu stærri iðnaöará Akureyri”. Ottar Proppé, nýráðinn bæjarstjóri á Siglufirði, hóf umræðumar um orkuiönaöinn. Talaöi hann raunar um stóriðju, „eins og þess konar iönaöur hét einu sinni”. Einnig benti Ottar á, að talaö hafi veriö um orku- frekan iönaö í þessu sambandi og aörir hafi talaö um „álver”, en þaö orö væri búiö aö fá á sig nokkurs- konar „grýlu” merkingu imálinu. Ottar sagði, að sér þætti iðn- þróunarnefnd 'hafa markað sér þröngt sviö, þar sem hún heföi nær eingöngu fjallaö um orkuiðnað. Iðn- þróun væri þó stórt orö, en í tfflögu iönþróunarnefndar væri heldur „þunnur þrettándinn” um þróun í þá átt. Þess í staö væri einblínt á nýkomnar tillögur Staöarvals- nefndar. ,,Eg kem ekki auga á þá staöreynd að orkuiðnaöur muni í vaxandi mæli verða undirstööuatvinnuvegur,” sagöi Ottar. I framhaldi af því flutti hann tfflögu um orðalagsbreytingu á þessari málsgrein í tillögu nefndar- innar. „Ég vil aö þama standi „getur í vaxandi mæli oröið undir- stöðuatvinnuvegur”, en ekki „mun í vaxandi mæli verða undirstööuat- vinnuvegur”,” sagði Ottar. Þá taldi Ottar þinginu ekki stætt á því, að velja stóriöju staö viö Eyja- fjörð. Hann sagöist vita til þess aö þar væru deildar meiningar um stór- iöju og engar beiönir heföu komiö frá Eyfirðingum um slíka ályktun frá þinginu. Taldi Ottar hættu á aö tals- menn stóriðju komi til meö aö nota ályktun frá þinginu um stóriðju viö Eyjafjörð sem vopn á stóriöjuand- stæöinga í Eyjafiröi. Þess vegna taldi Ottar rétt, aö í ályktuninni stæði „Noröurlandi” í staö „Eyjafirði”. Flutti hann um þaö tillögu. Sama hvað það heitir Gunnar Ragnars, einn fulltrúi Akureyrar á þinginu, var skeleggur talsmaður með tillögu iönþróunar- nefndar. „Þaö skiptir mig ekki máli hvað þetta heitir, hvort viö tölum heldur um orkuiönaö eða stóriöju. Hér er um aö ræða mismunandi orð yfir sama hlutinn, likt og þegar rætt er um gengissig, gengisaölögun eöa gengisstökk, ” sagöi Gunnar. Síöan benti Gunnar á, aö ekki væru Við bœndur viljum skoða miUð fri öllum hUðum iður en við kveðum upp úrskurð, sagði Haukur Steindórsson. Það dugir ekkl mð stíkla í kringum stóriðju eins og heitan graut, sagði Gunnar Ragnars. Óttlnn við járnblendið reyndlst istmðulaus, sagði Ófeigur Gestsson. Hver er komlnn tU með eð segje eð konur vilji ekki vinna I álveri? sagði Katrin Eymundsdóttir. Hvar i að skapa atvinnutækifeerin sem okkur vantar? spurði Heigi Þorsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.